Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 10

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 10
234 LÆKNABLAÐIÐ rannsókninni. Aðrir þættir sem litið var til höfðu ekki áhrif á sýklun, að sýklalyfjagjöf undanskilinni (töflur III og IV). í þeim hópi einstaklinga sem langtímarannsókn var gerð á, var marktæk fylgni sýklunar Gram-neikvæðra stafa við fyrri sýklalyfjagjöf og er það í samræmi við ýmsar fyrri rannsóknir (2,3), þó tengsl þessi hafi ekki komið fram í öðrum athugunum (17). Niðurstöður fyrri rannsókna af svipuðu tagi á öldruðum hafa einnig leitt í ljós að engin tengsl eru við ýmsa þætti í fari sjúklinga er lúta að færni og heilsufari (17). Niðurstöður athugana á bráðveikari sjúklingum, sérstaklega þeim sem á gjörgæslu liggja, hafa hins vegar leitt í ljós, að tengsl voru milli sýklunnar og ýmissa þátta, svo sem lengdar sjúkrahúsvistar og sjúdómsþyngdar (5, 6), tilvistar krabbameins (2), langvinns teppusjúkdóms í lungum (2), sykursýki (21), áfengissýki (21), þvagleka (22) og lélegrar hreyfifæmi (16). Aðrly þættir virðast því ráða sýklun meðal aldraðra en þeirra sem bráðveíkír eru. Þótt allmargar rannsóknir hafi verið gerðar á tíðni sýklunar Gram-neikvæðra stafa í hálsi fólks hafa þær flestar verið sneiðrannsóknir. Þær hafa leitt í ljós að allt frá 2-18% heilbrigðra einstaklinga bera Gram-neikvæða sýkla í koki á hverjum tíma (15,21, 23-25). Sýklun hefur þó verið talin tímabundin hjá þessum hópi án þess að ljósar upplýsingar séu þar um (5,24). Tíðni sýklunar af þessu tagi er einnig lág meðal starfsfólks sjúkrastofnana og lítt veikra sjúklinga sem Iigg.ja inni á sjúkrahúsum (15, 25). Hins vegar bera allt að 20% bráðveikra sjúklinga sem á sjúkrahús leggjast Gram-neikvæða stafi í hálsi við komu og algengi sýklunar eykst á fyrstu dögum legu (6,24). Einnig hefur komið fram að algengi sýklunar er allt að 40-60% hjá sjúklingum á gjörgæsludeildum, svo og hjá öldruðum á hjúkrunarheimilum (16,17,22). Sú niðurstaða sem helst er athyglisverð í þeirri athugun sem hér er kynnt er lítill stöðugleiki sýklunarinnar (mynd). Reyndar fór hlutfall sýklaðra einstaklinga lækkandi eftir því sem á legutíma leið, úr 23% í fyrstu viku legu í 7% á 10. viku sjúkrahúsvistar. Engar ályktanir verða dregnar af niðurstöðum (þótt birtar séu) frá sjúklingum sem dvöldu lengur en 17 vikur á deildinni, enda þeir aðeins fjórir. Hjá einungis sjöunda hluta sjúklinganna ræktaðist sama tegund Gram-neikvæðrar stafbakteríu í þrjár vikur eða lengur samfleytt. Sýklun S. aureus var einnig slitrótt. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Irwins og samstarfsmanna frá 1982 (17) þar sem tilvist Gram-neikvæðra stafa meðal aldraðra reyndist einnig mjög breytileg og skammæ. Ástæður þessa eru ekki Ijósar en ólíklegt er að sveiflur þessar megi rekja til sýnatöku eða ræktunaraðferða. Sami greinarhöfundur (S.S.) tók öll sýni og beitti staðlaðri aðferð. Niðurstöður þessar undirstrika einnig mikilvægi langtímarannsókna af þessu tagi umfram sneiðrannsóknir. I þeim hópi er rannsakaður var reyndust engin tengsl milli sýklunar Gram-neikvæðra stafbaktería og tilurðar neðri öndunarfærasýkinga. Vissulega er sú niðurstaða byggð á einungis sex tilvikum öndunarfærasýkinga. Er hún þó í samræmi við svipaða fyrri rannsókn (17) en andstæð niðurstöðum rannsókna á sjúklingum gjörgæsludeilda þar sem tengsl sýklunar og lungnabólgu eru skýr (6). Óstöðug sýklun getur ef til vill skýrt að í nýlegri athugun á Borgarspítala var ekkert tilvik spítalalungnabólgu af völdum Gram-neikvæðra stafa (12). Skýring skammæjar sýklunar í þessari rannsókn liggur ekki á lausu. Eins og áður getur voru engin tengsl á milli þeirra ytri þátta sem kannaðir voru og sýklunar. Samkeppni baktería í milli er ólíkleg þar sem »venjuleg« hálsflóra fannst í öllum sýnum, hvort sem Gram-neikvæðir sýklar eða S. aureus greindust eða ekki. Einnig er erfitt að skýra hvers vegna tíðni sýklunar minnkaði eftir komu á öldrunardeild þó bætt næringarástand kunni að skipta þar máli. ÞAKKIR Starfsfólki sýkladeildar Borgarspítala eru færðar þakkir fyrir vinnslu sýna. HEIMILDIR 1. Dorff GJ, Rytel MW, Farmer SG, Scanlon G. Etiologies and characteristic features of pneumonias in a municipal hospital. Am J Med Sci 1973; 266: 349-58. 2. Tillotson JR, Finland M. Bacterial colonization and clinical superinfection of the respiratory tract complicating antibiotic treatment of pneumonia. J Infect Dis 1969; 119: 597-624. 3. Kneeland Y Jr, Mills Price K. Antibiotics and terminal pneumonia. A postmortem microbiological study. Am J Med 1960; 29: 967-79.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.