Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Síða 29

Læknablaðið - 15.05.1990, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 251 Má þá búast við aukinni tíðni keisaraskurða og inngripa með sogklukkum og töngum (10,13,15). Ef notuð er 0,25% lausn af búpívakaíni og áfyllingar gerðar með 6-8 ml á einnar til tveggja klukkustunda fresti, hefur deyfingin ekki teljandi óheppileg áhrif á gang fyrsta stigs fæðingar (13,16,17) og tíðni keisaraskurða er ekki talin aukin (10,17). Hins vegar eru áhrif á annað stig fæðingar marktæk með aukinni tíðni tangar- og sogklukkufæðinga (10,17), en sem betur fer án skaðlegra áhrifa á bamið (10,17,18). Sumir fullyrða þó, að tíðni tangar- og sogklukkufæðinga sé ekki aukin, sé rétt að farið (1). í Svíþjóð er 0,25% búpívakaín víða gefið í sídreypi og hefur þá ef til vill minni óheppileg áhrif (4). Há ísetning deyfingarleggjar (milli hryggtinda neðstu brjóstliða) og gjöf mjög lítilla skammta af staðdeyfilyfi (stundum nefnd »segmental« deyfing) hefur engin neikvæð áhrif á gang fæðingar (16), en þannig deyfing er hins vegar oft mjög ófullkomin á seinni stigum fæðingarinnar. Þegar litið er á tíðnitölur fyrir sogklukku- og tangarfæðingar á kvennadeild Landspítalans síðustu árin (sjá töflu), kemur í ljós mjög sterk fylgni við fjölda lendadeyfinga (p < 0,001). Þvaglátatilfinning konunnar minnkar við deyfinguna. Getur því orðið offylling og ofþan á blöðrunni (19). Offylling þvagblöðru getur leitt til blöðrulömunar (20). Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með blöðrutæmingu, einnig eftir fæðingu, þar til deyfing er horfin (20). Offylling á þvagblöðru getur einnig orðið, þótt ekki hafi verið notuð lendadeyfing (19, 20). I einu tilviki í könnuninni varð offylling á þvagblöðm daginn eftir fæðingu, þar sem deyfing kann að hafa verið meðverkandi orsök. I nokkrum öðrum tilvikum varð einnig truflun á blöðmstarfsemi, en rannsóknin var ekki nægjanlega nákvæm til að hægt væri að fullyrða, hvort ofþan blöðru vegna deyfingar hafi átt þar hlut að máli. Bólgur í mænubasti eru mjög sjaldgæfar eftir lendadeyfingu (2), en hugsanlegt er talið að ein kona í könnuninni hafi fengið slíkan fylgikvilla. Sjaldgæfir fylgikvillar lendadeyfinga em einkenni frá úttaugum (skyntruflanir, leiðsluverkir og máttleysi) (21). Slík einkenni geta hins vegar einnig komið eftir fæðingar, þótt ekki sé notuð lendadeyfing. Tíðnin er hærri hjá frumbyrjum en fjölbyrjum og aukin tíðni er við klukku- og tangarfæðingar (21). Blæðing í utanbastsrúm getur valdið einkennum vegna þrýstings á taugarætur (3). Hætta á blæðingu er talin mjög lítil, ef storkukerfi líkamans er í lagi. Hvers kyns storkutruflanir mæla hins vegar ákveðið gegn notkun lendadeyfinga. Alvarleg meðgöngueitrun (pre-eclampsia) getur valdið truflun á storkukerfinu, og þarf því að gera storkurannsóknir, áður en þessar konur fá lendadeyfingu. Lendadeyfing er góð og tiltölulega hættulítil verkjameðferð í fæðingu (1,10). Af þeim konum sem fæddu um fæðingarveg á kvennadeild Landspítalans á árinu 1988 fékk fjórðungur slíka deyfingu. í yfir 90% tilvika kom deyfingin að góðum notum, en það er sambærilegt við erlend uppgjör (10,19). Stundum þarf að velja á milli góðrar deyfingar og möguleika á óheppilegum áhrifum á framgang fæðingar, þegar ákvörðun er tekin um að gefa staðdeyfilyf í meira magni eða sterkari lausn en venjulega er nægjanleg. SUMMARY During the last 10 years, epidural analgesia has become one of the most frequently used methods to relieve pain in labour. In the labour ward of Landspitalinn, The National Hospital of Iceland, epidural analgesia was administered 925 times during the year 1988, including epidural analgesia for Caesarean sections. The present study was confined to those 581 women given epidural analgesia for vaginal delivery (24% of vaginal deliveries). Analgesic effect was considered good in 90.0% of cases, good or relatively good in 93.5%, and poor in 6.5%. Upon questioning 92.8% of the women were satisfied with the results. No permanent complications occurred. A significant fall in blood pressure occurred in 4% of cases, but never to a serious degree. Dural puncture occurred twice, resulting in post-lumbar puncture headache in both cases. Meningeal irritation occurred in one case, resolving with complete recovery within a week. HEIMILDIR 1. Reynolds F. Obstetric anaesthetic services. Br Med J 1986; 293: 403-4. 2. Bonica JJ. Regional analgesia-anaesthesia for labor and vaginal delivery. In: Bonica JJ. Obstetric

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.