Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 247-52 247 Jón Sigurðsson, Guðjón Sigurbjörnsson LENDADEYFINGAR VIÐ FÆÐINGAR ÚTDRÁTTUR Lendadeyfing er nú mikið notuð sem verkjameðferð við fæðingar. Kannaður var árangur af þessum deyfingum í fæðingum á kvennadeild Landspítalans á árinu 1988. Heildarfjöldi lendadeyfinga var 925 að meðtöldum keisaraskurðum. Lendadeyfing var notuð í þriðjungi allra fæðinga á árinu. Athugunin tók til kvenna sem fæddu um fæðingarveg og fengu lendadeyfingu, en þær voru 581 (24%). Árangur var metinn góður í 90% tilvika, góður eða sæmilegur í 93.5%, en lítill eða enginn í 6.5% tilvika. Flestar, eða 92.8%. Voru ánægðar með deyfinguna. Blóðþrýstingslækkun varð í 4% tilvika, þó aldrei alvarleg. Tvívegis var nál stungið inn fyrir mænubast og leiddi í báðum tilvikum til höfuðverkjar, sem í hvorugt skiptið varð langvinnur. Grunur vaknaði um alvarlegan fylgikvilla, bólgu í mænuhimnum, í einu tilviki, en konan náði sér fullkomlega á stuttum tíma. INNGANGUR Lendadeyfingar (lumbar epidural deyfingar) hafa verið mikið notaðar á kvennadeild Landspítalans undanfarin 10 ár. Lendadeyfingar voru fyrst notaðar við fæðingar í byrjun þriðja áratugarins. Þær náðu þó fyrst verulegri útbreiðslu á Norðurlöndum á áttunda áratugnum og voru á þeim tíma notaðar hér í völdum tilvikum. Með bættri mönnun og aukinni vaktþjónustu svæfingalækna varð mikil aukning á notkun lendadeyfinga á kvennadeildinni um og eftir 1980. Hefur hlutfallsleg tíðni haldist nokkuð óbreytt síðan 1983. Ef vel er að staðið, er árangur góður af lendadeyfingum við fæðingar og fylgikvillar fáir (1). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessarra deyfingan á kvennadeildinni. Svæfingadeild Landspítalans. Lykilorð: Epidural anaesthesia, labour, complications. Þess skal getið, að læknar hafa lengi velt fyrir sér heppilegu íslensku orði fyrir »epidural« deyfingu. I Iðorðasafni lækna er þýðingin utanbastsdeyfing, sem er stirt og ekki nothæft orð. Orðið lendadeyfing fellur hins vegar vel inn í íslenskt mál, en það er nýyrði sem Jón Steffensen prófessor lagði til fyrir nokkrum árum. Nýyrðið er leitt af orðinu lendaliðir (vertebrae lumbales). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Allar konur sem fengu lendadeyfingu á árinu 1988 og fæddu um fæðingarveg voru athugaðar. Ef fæðing endaði með keisaraskurði, voru konumar ekki teknar með. Fjöldi kvenna í rannsókninni (n=581) var því mun minni en heildarfjöldi lendadeyfinga á deildinni þetta ár (n=925). Almennar upplýsingar svo sem urn fjölda deyfinga, keisaraskurða og tangar- og sogklukkufæðinga voru fengnar afturvirkt úr skýrslum kvennadeildar og svæfingadeildar. Notuð var hefðbundin lendadeyfing, þ.e. stungið með svonefndri Tuohy-nál inn í hrygginn í miðlínu milli hryggtinda í mjóbaki (hryggtinda lendaliða). Við nálina var fest sprauta og utanbastsrúm (spatium epidurale) fundið með svonefndri mótstöðuminnkun (loss of resistance). Deyfingarleggur var þræddur gegnum nálina og hún fjarlægð. I legginn var síðan sprautað staðdeyfilyfinu búpívakaín (Marcain ®). í byrjun var ætíð notuð 0,25 % lausn af lyfinu, yfirleitt 8-12 ml skipt í tvo jafna skammta. Síðan var bætt við 6-8 ml með einnar til tveggja klukkustunda millibili og þannig reynt að deyfa sárustu hríðaverkina. Deyfingar voru ýmist lagðar af sérfræðingum eða aðstoðarlæknum svæfingadeildar. Beiðni um deyfingu kom frá læknum kvennadeildar og var reynt að verða við beiðni að nóttu sem degi. Ljósmæður sáu um viðhald deyfinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.