Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 22
244 LÆKNABLAÐIÐ Samanlagt voru þannig 57 (53 plús 4) af 217 jákvæðir eða 26,3% (tafla I). Nýgreindir jákvæðir (ekki vitað um jákvætt berklapróf áður) voru 4/164 eða 2,44%. Tveir voru 20-29 ára, einn á fimmtugsaldri og einn á sextugsaldri. Ut frá síðasta neikvæða berklaprófi var vitað að einn gat hafa smitast á síðustu 20 árum, annar einhvem tíma á síðustu 30 árum. Sá þriðji gat hafa smitast á síðustu átta árum og hinn fjórði á síðustu fjórum árum. Niðurstöður berklaprófa á lungna- og berklavamadeild árin 1966-1985 koma fram í töflu II (nýgreindir jákvæðir). A seinna tímabilinu sem um ræðir (1976-1985) voru 5.3% jákvæð í aldurshópnum 30-39 ára (ekki vitað um jákvætt berklapróf áður) en 7,0% (642/9193) í öllum hópnum. UMRÆÐA Jákvætt berklapróf fannst hjá 26.3% (57/217) af starfsfólkinu sem var óbólusett. I langflestum tilvikum var um gamla þekkta útkomu að ræða en fjórir af þessum 57 töldu sig hafa verið neikvæða þegar síðast var prófað (4/164, 2,4%). í þverskurðarrannsókn eins og þessari er ekki unnt að finna með vissu fjölda nýsmitana miðað við ákveðinn tíma en slíkur mælikvarði er ákjósanlegastur til að meta smitáhættu. Meðaltímabil frá síðasta neikvæða berklaprófi var 15 ár og mætti samkvæmt því hugsa sér að tumun (conversion rate) meðal starfsfólks á Landakotsspítala hafi verið um 0,16% á ári (2,4/15). Nýleg athugun meðal heilbrigðisstarfsfólks í Washington fylki í Bandaríkjunum sýndi að tíðni nýsmitunar var um 0,11 á hverja 100 starfsmenn á ári (8). Samkvæmt ofansögðu eru því líkur á að tölurnar á Landakoti séu svipaðar þótt ekki verði um það fullyrt af þverskurðarkönnun eins og þessari. Ef fjöldi nýgreindra jákvæðra á Landakoti (2,4%) er borinn saman við niðurstöður berklaprófana frá LOB (tafla II) sést að jákvæð berklapróf fundust hjá 5,3% í aldursflokknum 30-39 ára en 1,7% í aldursflokknum 20-29 ára. Samkvæmt ofansögðu virðist tíðni nýjákvæðra berklaprófa í dag vera svipuð á Landakotsstarfsfólkinu og hjá almenningi yfirleitt. Athyglisvert er að níu af 53 voru vissir um að hafa tekið smit Tafla I. Niðurstöður berklaprófa samkvæmt sögu eða nýrri berklaprófun. Starfsfólk Landakotsspítala. Aldursflokkur NeikvæÖ no. Jákvæö no. (%) Fjöldi alls 20-29 62 3 (4.6) 65 30-39 42 5 (10.6) 47 40-49 12 9 (42.9) 21 50-59 25 23 (47.9) 48 60-69 19 17 (47.2) 36 20-69 160 57 (26.3) 217 Tafla II. Niðurstöður berklaprófa samkvæmt nýrri berklaprófun 1966-1985. Lungna- og berklavamadeild. 1966-1975 1976-1985 Aldur í árum n/N <%) n/N (%) 20-29 328/7270 (4,5) 78/4555 (1,7) 30-39 456/3082 (14.8) 104/1971 (5,3) 40-49 445/2116 (25,8) 131/1135 (11,5) 50-59 665/1537 (43,3) 160/850 (18,8) 60-69 407/1052 (38,7) 169/682 (24,8) 20-69 2301/15057 (15,3) 642/9193 (7,0) við störf sín í heilbrigðisþjónustunni flestir þó fyrir löngu síðan. Nýgreindum jákvæðum var vísað til lungnalæknis til frekara mats. Ameríska lungnalæknafélagið mælir með fyrirbyggjandi meðferð með isóníasíði hjá þeim sem orðið hafa jákvæðir á síðustu tveimur árum (nýsmitun) enda hefur gildi slíkrar meðferðar verið sannað (9-11). í reynd er oft litið á nýgreinda jákvæða sem nýsmitaða enda oft ógemingur að útiloka að smit hafi átt sér stað á síðustu tveimur árum. Fæstir af þeim 53 sem voru jákvæðir frá fomu fari höfðu fengið fyrirbyggjandi meðferð á sínum tíma. Niðurstöðumar benda til að reglulegar berklaprófanir hjá starfsfólki heilbrigðisþjónustu eigi ekki frekar við þar en hjá almenningi. Af þessu leiðir líka að það er ekki meiri ástæða til almennrar berklabólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólki frekar en öðrum stéttum. Augljóst er þó að viss störf fela í sér meiri hættu á að smitast eins og vinna við krufningar eða bakteríugreiningu berkla. Þá má ætla að áhætta þeirra sem vinna á lungnadeildum og lyflækningadeildum sé meiri en annarra. Það er hagnýtt að berklaprófa heilbrigðisstarfsfólk við nýráðningu og hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.