Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 21

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 243-5 243 Sigríður Dóra Magnúsdóttir (1), Þorsteinn Blöndal (2), Stefán B. Matthíassson (3), Sigríður Jakobsdóttir (2). BERKLAPRÓF Á HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI INNGANGUR Ahætta heilbrigðisstétta að smitast af berklabakteríum hefur löngum verið talin meiri en almennt gerist (1-4). Með lækkandi nýgengi berklaveiki má vænta þess að hættan á að smitast minnki (5). Þegar smitnæm berklaveiki greinist inni á sjúkradeildum er oft vandasamt að greina nýsmitaða frá þeim, sem kannski hafa verið jákvæðir lengi án þess að vita það. Hérlendis hafa kerfisbundin berklapróf ekki verið gerð á heilbrigðisstarfsfólki. Til að kanna þessi mál frekar var ákveðið að gera berklapróf á starfsfólki Landakotsspítala. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Urtak starfsfólks var miðað við launaskrá 3. október 1988, alls 680 manns. Starfsfólk í þvottahúsi, bókasafni, launaskrifstofu, eldhúsi og borðsal var undanskilið, svo og læknaritarar og starfsfólk Marargötu 2 aðrir en læknar í fullu starfi á spítalanum. Þá voru eftir 468 einstaklingar. Allir voru boðaðir í viðtöl og spurðir um fyrri útkomu á berklaprófi, berklabólusetningu, berklasmit eða berklasjúkdóm. Leitað var staðfestingar á sögu í gögnum á lungna- og berklavamadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur (LOB). Ef ekki fundust upplýsingar þar var sagan endurmetin. Ör eftir bólusetningu eða skynsamleg ástæða fyrir bólusetningu var talin fullgild staðfesting á sögu. Þannig var hópnum skipt í þá 251 sem fengið höfðu BCG bólusetningu og hina 217, sem ekki höfðu verið bólusettir. Af þessum 217 vom 94.0% konur. Berklaprófin voru framkvæmd í október og nóvember 1988. Berklaprófað var með (1) Lyflækningadeild Landakotsspítala, (2) lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöövar Reykjavikur, (3) trúnaðarlæknir Landakotsspítala. Mantoux prófi og PPD túberkúlíni (2 TU) frá Statens Semminstitut í Kaupmannahöfn (6). Berklapróf var talið jákvætt ef þroti mældist meiri en 8 mm (7). Prófið var metið eftir 72 klukkustundir af deildarstjóra viðkomandi starfsmanns. Ef vafi lék á niðurstöðu eða ef próf var talið jákvætt var ævinlega leitað til reynds aðstoðarlæknis á lyflæknisdeild (SDM) eða hjúkrunarfræðings sýkingavama og önnuðust þær aflesturinn. Nýsmitaðir voru þeir taldir, sem höfðu tumast á berklaprófi á síðustu tveimur árum eða þegar ekki var unnt að útiloka sýkingu á síðustu tveimur árum. Engin tilraun var gerð til frekari mismunagreiningar mykóbaktería hjá nýgreindum jákvæðum. Viðmiðunarhópur var valinn frá LOB. A árunum 1966 til 1985 voru berklapróf gerð reglulega á öllum sem leituðu til deildarinnar ef ekki var vitað um jákvætt próf áður. Algengasta tilefni komu í þessum hópi var langdreginn hósti. NIÐURSTÖÐUR Af þeim 217 sem ekki höfðu verið bólusettir voru 53 með sögu um jákvætt berklapróf og var prófið þá ekki endurtekið í þessari rannsókn. Gögn LOB staðfestu sögu hjá 43 en hjá hinum 10 var sagan ein látin duga enda voru þeir ekki á að láta prófa sig að nýju þar eð þeir vissu sig vera jákvæða fyrir. Eftir voru þá 164. Af þeim 164 (af 217) sem ekki höfðu sögu um jákvætt berklapróf náðist í 140 til að prófa. Af þessum 140 voru 136 neikvæðir en fjórir jákvæðir. Af þeim 24, sem ekki náðist í til að berklaprófa var meirihluti (sextán) bamshafandi eða veikur. Var gengið út frá því í útreikningum að þessir 24 væru neikvæðir og litið svo á að skekkjan væri þannig minni en ef þeim væri sleppt úr útreikningi, einkum þegar kæmi að samanburði.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.