Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 243-5 243 Sigríður Dóra Magnúsdóttir (1), Þorsteinn Blöndal (2), Stefán B. Matthíassson (3), Sigríður Jakobsdóttir (2). BERKLAPRÓF Á HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI INNGANGUR Ahætta heilbrigðisstétta að smitast af berklabakteríum hefur löngum verið talin meiri en almennt gerist (1-4). Með lækkandi nýgengi berklaveiki má vænta þess að hættan á að smitast minnki (5). Þegar smitnæm berklaveiki greinist inni á sjúkradeildum er oft vandasamt að greina nýsmitaða frá þeim, sem kannski hafa verið jákvæðir lengi án þess að vita það. Hérlendis hafa kerfisbundin berklapróf ekki verið gerð á heilbrigðisstarfsfólki. Til að kanna þessi mál frekar var ákveðið að gera berklapróf á starfsfólki Landakotsspítala. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Urtak starfsfólks var miðað við launaskrá 3. október 1988, alls 680 manns. Starfsfólk í þvottahúsi, bókasafni, launaskrifstofu, eldhúsi og borðsal var undanskilið, svo og læknaritarar og starfsfólk Marargötu 2 aðrir en læknar í fullu starfi á spítalanum. Þá voru eftir 468 einstaklingar. Allir voru boðaðir í viðtöl og spurðir um fyrri útkomu á berklaprófi, berklabólusetningu, berklasmit eða berklasjúkdóm. Leitað var staðfestingar á sögu í gögnum á lungna- og berklavamadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur (LOB). Ef ekki fundust upplýsingar þar var sagan endurmetin. Ör eftir bólusetningu eða skynsamleg ástæða fyrir bólusetningu var talin fullgild staðfesting á sögu. Þannig var hópnum skipt í þá 251 sem fengið höfðu BCG bólusetningu og hina 217, sem ekki höfðu verið bólusettir. Af þessum 217 vom 94.0% konur. Berklaprófin voru framkvæmd í október og nóvember 1988. Berklaprófað var með (1) Lyflækningadeild Landakotsspítala, (2) lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöövar Reykjavikur, (3) trúnaðarlæknir Landakotsspítala. Mantoux prófi og PPD túberkúlíni (2 TU) frá Statens Semminstitut í Kaupmannahöfn (6). Berklapróf var talið jákvætt ef þroti mældist meiri en 8 mm (7). Prófið var metið eftir 72 klukkustundir af deildarstjóra viðkomandi starfsmanns. Ef vafi lék á niðurstöðu eða ef próf var talið jákvætt var ævinlega leitað til reynds aðstoðarlæknis á lyflæknisdeild (SDM) eða hjúkrunarfræðings sýkingavama og önnuðust þær aflesturinn. Nýsmitaðir voru þeir taldir, sem höfðu tumast á berklaprófi á síðustu tveimur árum eða þegar ekki var unnt að útiloka sýkingu á síðustu tveimur árum. Engin tilraun var gerð til frekari mismunagreiningar mykóbaktería hjá nýgreindum jákvæðum. Viðmiðunarhópur var valinn frá LOB. A árunum 1966 til 1985 voru berklapróf gerð reglulega á öllum sem leituðu til deildarinnar ef ekki var vitað um jákvætt próf áður. Algengasta tilefni komu í þessum hópi var langdreginn hósti. NIÐURSTÖÐUR Af þeim 217 sem ekki höfðu verið bólusettir voru 53 með sögu um jákvætt berklapróf og var prófið þá ekki endurtekið í þessari rannsókn. Gögn LOB staðfestu sögu hjá 43 en hjá hinum 10 var sagan ein látin duga enda voru þeir ekki á að láta prófa sig að nýju þar eð þeir vissu sig vera jákvæða fyrir. Eftir voru þá 164. Af þeim 164 (af 217) sem ekki höfðu sögu um jákvætt berklapróf náðist í 140 til að prófa. Af þessum 140 voru 136 neikvæðir en fjórir jákvæðir. Af þeim 24, sem ekki náðist í til að berklaprófa var meirihluti (sextán) bamshafandi eða veikur. Var gengið út frá því í útreikningum að þessir 24 væru neikvæðir og litið svo á að skekkjan væri þannig minni en ef þeim væri sleppt úr útreikningi, einkum þegar kæmi að samanburði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.