Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 42
262
LÆKNABLAÐIÐ
verulegar kalkútfellingar í ósæðarloku og
við lokufestu. Slíkt getur torveldað nákvæma
mælingu á þvermáli útstreymisrásarinnar. Til
að minnka skekkjulíkur var kosið að mæla
»innra« þvermál hennar (18), þó aðrir hafi
notast við »ytri« þvermálsmælingar (10).
Önnur hugsanleg skýring á vanmati Doppler
hjartaómunar á fiatarmáli ósæðarlokuopsins
er, að hámarkshraðinn í útstreymisrás vinstra
slegils hafi verið mældur of lágur. Fræðilega
getur slíkt gerst ef homið milli Doppler
ómgeislans og stefnu útstreymisrásarinnar
er of stórt. Þar sem stuðst var við innsýn
með tvívíddarómun eru líkur á þessum
skekkjuþætti óverulegar. Ennfremur getur
hámarkshraðinn í útstreymisrásinni verið
vanmetinn ef hann er mældur of langt fyrir
neðan lokufestuna. Á hinn bóginn er hægt að
ofmeta hraðann ef hann er mældur þétt upp
við lokufestuna, þar sem viss hraðaaukning
verður í aðhlaupinu að ósæðarlokunni
(10,15). Þriðja hugsanlega skýringin á
vanmati Doppler hjartaómunar á flatarmáli
lokuopsins er ofmat á hámarkshraðanum yfir
sjálf ósæðarlokuþrengslin, en tæknilega og
fræðilega er það ómögulegt (15).
Mismunur milli ákvarðaðs flatarmáls
ósæðarlokuþrengsla með Doppler
hjartaómun í samanburði við niðurstöðu
hjartaþræðingar þarf ekki endilega að
þýða ónákvæmni sem á rætur að rekja til
Doppler aðferðarinnar. Fullt eins getur
slíkur mismunur endurspeglað innibyggða
skekkjuvalda í hjartaþræðingartækni. Þar má
nefna skekkjuþætti sem stafa af notkun gilda
sem ekki eru mæld samtímis við útreikning
á flatarmáli ósæðarlokuopsins með líkingu
Gorlins. Þekkt er að líking Gorlins vanmetur
venjulega flatarmál lokuþrengslanna þegar
lágstreymisástand ríkir (19,20). Notkun
fastra staðla í Gorlin líkingunni getur
þá leitt til skekkju, auk ónákvæmni við
ákvörðun mínútuútstreymis hjartans með
hitaþynningaraðferðinni (21,22), eða við
mælingu meðalþrýstingsfallsins (23). Líkur eru
á að slíkir skekkjuþættir séu meira áberandi
þegar notast er við útdráttaraðferðina til að
ákvarða þrýstingsföll yfir ósæðarlokuna (2,23).
Hjá sjúklingum sem einnig eru með
ósæðarlokuleka getur verið erfitt að meta
nákvæmlega mínútuútstreymi hjartans
við hjartaþræðingu. Getur þetta valdið
verulegri ónákvæmni við notkun líkingar
Gorlins og leiðir oft til ofmats á flatarmáli
ósæðarlokuopsins (13,23,24). Margir
telja því notkun Doppler hjartaómunar og
samfellulíkingarinnar nákvæmari aðferð til
ákvörðunar flatarmáls ósæðarlokuþrengsla ef
leki í lokunni er einnig til staðar (10,13,24).
í nýlegri grein var beitt fjölþáttagreiningu
til að finna þætti er gætu útskýrt mismun á
ákvörðun flatarmála ósæðarlokuþrengsla með
Doppler hjartaómun og við hjartaþræðingu.
Þættir er óháð og marktækt tengdust
auknum mun milli aðferðanna voru hátt
eða lágt útstreymi yfir ósæðarlokuna, lágt
útstreymisbrot, og reyndist munurinn meiri
hjá konum en körlum (25). Ræðir greinin
nánar hugsanlegar skýringar á þessum
niðurstöðum, Rétt er þó að benda á, að
mismunur sá, sem um er að ræða milli
Doppler hjartaómunar og hjartaþræðingar
er innan við endurtekningamákvæmni
beggja aðferðanna við ákvörðun flatarmáls
ósæðarlokuþrengsla (10).
1 fyrirliggjandi rannsókn fannst einnig góð
fylgni og samsvörun milli hámarks- og
meðalþrýstingsfalla við mat með Doppler
ómun og við hjartaþræðingu. Er þetta í
samræmi við fyrri niðurstöður (1-4,26).
Þó vanmat Doppler aðferðin lítillega bæði
þrýstingsföllin og hafa hugsanlegar skýringar
þess verið raktar áður (26). I heildina má
því álykta að Doppler hjartaómun sé fullt
eins nákvæm aðferð og hjartaþræðing til
að ákvarða bæði þrýstingsföll og flatarmál
þrengdrar ósæðarloku.
SUMMARY
Doppler echocardiographic (DE) assessment of
the aortic valve area (AVA) by the continuity
equation was done prior to cardiac catheterization
in 85 patients with suspected aortic stenosis. DE
determined AVA correlated closely with AVA
calculated by Gorlin’s equation at catheterization
(r=0.96). However, DE systematically
underestimated AVA (p<0.001), most markedly
in patients with mild stenosis (>1.2 cm2). This
drawback, however, can usually be overcome by
taking the patients’ symptoms into account. In
addition, in lack of a »gold standard« this AVA
underestimation need not imply errors of the DE
method, but may also reflect known inaccuracies of
the catheterization technique. Therefore, overall DE
can assess the AVA reliably.