Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1990, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.05.1990, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 265 Mynd 2. Smásjármynd af raðlituðum Cryptosporidium gródýrum i saur sjúklings. Ljósmynd: Guðmundur Georgsson. sníkjudýrum í og á mönnum (5). Mest er um rannsóknir á saursýnum. Sýnin berast frá sjúkrahúsum eða einstökum læknum um allt land og eru yfirleitt send úr einstaklingum með einkenni frá meltingarvegi og vegna gruns um sníkjudýrasýkingar. Um áramótin 1985/86 var farið að gefa gaum að Cryptosporidium gródýrum í mannasaursýnum sem send voru til sníkjudýrarannsókna. Frá þeim tíma og fram á mitt ár 1989 hafa verið skoðuð saursýni úr 1215 einstaklingum. Við hefðbundnar rannsóknir á saursýnunum er notuð formalín-ether/ethylacetat botnfelling (6,7). Botnfallið er síðan joðlitað fyrir smásjárskoðun. Þolhjúpar Cryptosporidium eru óvenju smáir (þvermál 4-5 mflcron) og erfitt að staðfesta þá með vissu við venjubundna joðlitun. Sjáist þolhjúpuð frumdýr sem gætu verið Cryptosporidium, eða ef annar sérstakur grunur er um Cryptosporidium-sýkingu, er beitt Ziehl-Neelsen litun á botnfallið (8) og það skoðað aftur. Þá litast Cryptosporidium- þolhjúpar rauðir (Mynd 2) og sýking er staðfest. NIÐURSTÖÐUR Fyrsta Cryptosporidium tilfellið hér á landi fannst í lok ársins 1986 (9). Fram á mitt ár 1989 höfðu greinst nfu tilfelli, sex í bömum og þrjú í fullorðnum. Nánari upplýsingar um einstök tilfelli er að finna í töflu. Sýkingartíðnin í þeim rannsóknum sem hér er greint frá var 0,7 %. Ekki fundust ummerki um aðrar sníkjudýrasýkingar í þessum sjúklingum. Sjúkdómstilfellin í bömunum sex greindust öll í mánuðunum júní - september en þeim þremur fullorðnu í október - desember. Fimm bamanna veiktust í dreifbýli innanlands en það sjötta veiktist erlendis. UMRÆÐUR Tíðni Cryptosporidium sýkinga hefur verið könnuð erlendis í sjúklingum, einkum bömum, sem þjáðst hafa af iðrakveisu. Sýkingartíðnin hefur reynst vera á bilinu 0,6- 4,3% í löndum Evrópu og Norður Amerfku, en 3-20% í öðrum heimshlutum (2). Rannsóknir erlendis (1,2,3) benda til að helstu smitleiðir séu milli manna annarsvegar og frá dýrum hinsvegar. Þannig virðist til dæmis stundum verða smit á bamaheimilum og í samskiptum við búfé og gæludýr. Sýkingar hafa einnig verið raktar til smits í neysluvatni og til ferðalaga erlendis, einkum í þróunarlöndunum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.