Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 50

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 50
268 LÆKNABLAÐIÐ þótti sýnt að hættan á, að áður lítt eða alveg óþekktar sóttir hér á landi kynnu að berast til þessa lands, sem löngum hafði verið einangrað langt norður í höfum, aðeins opið fáum þegnum danska ríkisins. Bólusóttar- og mislingavamir koma mjög við sögu í fyrstu sóttvamaraðgerðum á íslandi. Arið 1831 kemur svo kóleran inn í sóttvamarmálin, þar sem sú sótt var þá farin að nálgast mjög Danmörku frá Eystrasaltslöndum. Amtmenn og önnur hlutaðeigandi yfirvöld voru áminnt um sóttvamir einkum með því að stofnsetja heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndir í sjávarplássum, þar sem útlend skip kynnu að leggja að landi. Allar þessar áminningar komu fyrir lítið þótt þær ættu sér stoð í öllum tilskipunum og reglugerðum allt frá 1787. Það var ekki fyrr en árið 1848, að fyrsta varanlega og virka heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin var stofnsett. Kominn er tími til að draga stofnun og störf þessarar nefndar fram í dagsljósið, því að þar er um að ræða grundvöll þeirra sóttvama og margra annarra forvamaraðgerða í heilbrigðismálum gagnvart útlöndum, sem íslendingar hafa búið við fram á þennan dag. Tímabilið, sem hér verður rætt, er frá afnámi einokunarverslunar til endurreisnar löggjafarþings á Islandi. FYRSTA VARANLEGA HEILBRIGÐIS- OG SÓTTVARNARHALDSNEFNDIN 1848-1885 Matthias Rosenörn stiftamtmaður (1847-1849) gaf út tilskipun 1848 um fyrstu heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefnd á íslandi og löggilti samtímis fundargerðarbók nefndarinnar (92 bls.) með innsigli amtsins, eins og hér segir:] »Denne af to og halvfemsenstyve Blade hestaaende, igennemdragne og med Amtssegl forsynte Bog autoriseres herved til Forsamlingsprotokol for Sundheds og Quarantinecommisionen í Reykjavík. Islands Stiftamtsmandshus den 13. marts 1848. Rosenörn.« Fyrsta fundargerð, sem skráð var í hina nýju fundargerðarbók er rituð á fundi heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndarinnar 20. júlí 1853, sem haldinn var í tilefni af komu póstskipsins á höfnina, eins og hér segir: »Ar 1853, miðvikudaginn hinn 20. júlí kl. 8 f.m. héldu meðlimir sóttvarnarhaldsnefndarinnar í Reykjavík, land og hœjarfógeti V. Finsen, Matthias H. Rosenöm stiftamtmaður á íslandi 1847-1849. jústitsráð, landlœknir .1. Thorstensen og kaupmaður H.St. Johnsen fund með sér út af því að póstskipið Sölöven er komið í morgun hér á höfnina með grœnt flagg á siglunni og er hafnsögumaður Guðmundur Jónsson sem farið hafði út í skipið, þá það sigldi inn, kominn í land frá því með hréffrá skipherranum, H.Stilhoff, í hverju skýrt er frá að kólera - drepsótt sé nú í Kaupmannahöfn og beðist ákvörðunar um hvort skipið eigi að leggjast í sóttvarnarhald. Bréf þetta var framlagt sub. no l. Nefndinni kom saman um að fylgja reglum í umburðarbréfi innanríkisráðherrans frá 5. júlí 1851... Eftir að nefndin þar nœst á bát hafði farið út að skipinu, voru spurningar þœr sem tilgreindar eru í tilsk. 8. febr. 1805, 10. gr. lagðar fyrir skipherrann og eftir að hann hefði fráskýrt, að hann hefði verið 18 daga á leiðinni frá Khöfn, að hann engin mök á leiðinni hefði haft við önnur skip, að enginn vœri eða hefði verið veikur á skipinu, eða dáið á því, síðan það fór frá Khöfn, og að í skipinu vœru hvorki sœngurföt, fiður til sœngurfata, mannahár eða dýra, dulur eða notuð íveruföt, sbr. opið bréf28. marz 1832, lét sóttvarnarhaldsnefndin í Ijós, að skipið gœti verið laust frá sóttvarnarhaldi...« Að lokum var ákveðið að sekta hafnsögumanninn vegna þess að hann hafði farið í land frá borði án leyfis nefndarinnar. Fundargerðin síðan undirrituð af fyrmefndum fundarmönnum. Þannig hljóðaði þá fyrsta fundargerð fyrstu heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndarinnar í Reykjavík (1).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.