Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 6

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 6
278 LÆKNABLAÐIÐ aðgerðir, sem eru líklegar til þess að valda bakteríublóðsmiti, svo koma megi í veg fyrir hjartaþelsbólgu (5). Tilmæli American Heart Association (AHA) í Bandaríkjunum til tannlækna, um hvemig nota skuli sýklalyf til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu (5, tafla I), þóttu ekki hagnýt enda sýndu rannsóknir að þeim var ekki hlýtt (6,7,8). Þeim var því breytt og þau einfölduð (9, tafla II). Rannsóknir Shanson og félaga (10,11) hafa orðið til þess að í ýmsum Evrópulöndum hefur tilmælum til tannlækna verið breytt. Hjartalæknafélag Evrópu, hjartalæknafélög í Bretlandi og Skandinavíu mæla nú með því ásamt öðrum, að amoxýsillín sé notað til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu (12,13,14, tafla III). Tilmæli til íslenskra tannlækna hafa á hinn bóginn verið nokkuð á aðra lund (15, tafla IV). f þessari grein skýrum við frá rannsókn okkar á fyrirbyggjandi sýklalyfjanotkun hjá íslenskum tannlæknum og berum niðurstöðumar saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna sem nýlega voru framkvæmdar í Skotlandi (8,16). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Spumingalisti, með spumingum um það hvemig sýklalyf væru notuð til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu af völdum baktería, var saminn með sérstöku tilliti til tannlækna. Listinn var unninn að fyrirmynd spumingalista sem notaður var í tveimur sambærilegum rannsóknum í austurhluta Skotlands (8,16). Hann var síðan sendur til allra íslenskra tannlækna sem voru á skrá í heilbrigðisráðuneytinu. Svörin átti að endursenda án nafns svaranda. Spumingamar beindust einkum að því hvaða sýklalyf væru notuð og hvemig. Einnig var spurt, hve löngu fyrir tannaðgerð lyfin væru gefin, hve lengi væri haldið áfram með þau eftir aðgerð og hvaða lyf yrðu fyrir valinu ef sjúklingur hefði penisillín ofnæmi. Niðurstöðumar voru síðan bomar saman við niðurstöður skosku rannsóknanna eftir því sem við átti. NIÐURSTÖÐUR Alls voru sendir út spumingalistar til 204 tannlækna og af þeim svöruðu 68 (33%). Flestir þeirra sem svöruðu, höfðu fyrir reglu Table 2. Current recommendations of the American Heart Association for prophylaxis in dental surgery. I. Slöóluö áætlun: A. Fenoxýmetýlpenisillín 2.0 g um munn einni klukkustund fyrir tannaðgerö og síðan 1.0 g sex klukkustundum síðar. B. Geti sjúklingar ekki tekið lyf um munn: Tvær milljón einingar af penisillíni I vöðva 30-60 mínútum fyrir aðgeröina og ein milljón einingar sex klukkustundum síðar. II. Áætlun fyrir sérstök tilfelli: A. Lyf gefin I æð þegar þörf er á bestri mögulegri forvörn (til dæmis hjá sjúklingum með gervilokur): Ampisillín 1.0-2.0 g og gentamísín 1.5 mg/kg í vöðva 30 mínútum fyrir aögerö. Síðan 1.0 g af fenoxýmetýlpenisillíni um munn sex klukkustundum síöar. B. Inntökulyf fyrir sjúklinga með penisillínofnæmi: Erýþrómýsín 1.0 g um munn 60 mínútum fyrir aðgerö, síðan 500 mg sex klukkustundum síðar. C. Stungulyf fyrir sjúklinga með penisillínofnæmi: Vankómýsín 1.0 g gefið hægt í æð (á einni klukkustund) einni kukkustund fyrir aðgerð. Table 3. Recommendations of the British Society for Antimicrobial Chemotherapy and European Cardiological Society for prophylaxis in dental surgery.* Ekki meö penisillínofnæmi Með ofnæmi fyrir penisillini Amoxýsillín um munn Amoxýsillín í æö eöa vööva Erýþrómýsín um munn Vankómýsín í æö 3g einni 1g rétt fyrir 1.5g einni klst. 1 g rétt fyrir klst. fyrir aðgerð fyrir aögerö aögerð aðgerö 0.5g sex 0.5 g sex klst. síðar klst. síðar * í töflunni eru gefnir upp skammtar fyrir fulloröna. Barnaskammtar eru: a) til inntöku: amoxýsillín 50 mg/kg skammtur, erýþrómýsín 30 mg/kg í fyrsta skammti en síöan 10 mg/kg; b) stungulyf: amoxýsillín 25 mg/kg í fyrsta skammti en síöan hálfur sá skammtur, vankómýsín 20 mg/kg skammtur. Tímabil milli gjafa er þaö sama og hjá fullorönum. Heildarskammtur má ekki fara yfir fulloröinsskammta. að spyrja sjúklinga sína hvort þeir hefðu einhverja áhættuþætti fyrir hjartaþelsbólgu. Gjöf sýklalyfja: Af þeim sem svöruðu höfðu 57% notað sýklalyf í forvamarskyni, einu sinni eða oftar á síðastliðnum sex mánuðum. 1) Aðgerðir sem gáfu tilefni til sýklalyfjayjafar. I töflu V eru upplýsingar um þær aðgerðir sem gáfu tilefni til sýklalyfjagjafar og eru þær bomar saman við sambærilegar tölur úr könnuninni sem gerð var meðal skosku tannlæknanna 1985 (16). Islenskir tannlæknar voru ekki jafn fúsir skosku kollegunum að gefa fyrirbyggjandi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.