Læknablaðið - 15.08.1990, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 295-8
295
Hjalti Kristjánsson 1), Jóhann Ág. Sigurðsson 1), Guöjón Magnússon 1), Leif
Berggren 2)
SKOÐANIR LÆKNA Á STARFSSVIÐUM
SÉRGREINA I
ÁGRIP
Fjallað er um skoðanir lækna á skipulagningu
heilbrigðisþjónustu og hugtakið huglæg
vallhöslun (non-physical territorial behaviour)
skilgreint í þessu samhengi. Um er að ræða
samnorræna könnun þar sem sendur var út
listi með 65 fullyrðingum til sérfræðinga í
ýmsum sérgreinum. Hér á landi tóku 150
læknar í sjö sérgreinum þátt í könnuninni
(81% heimtur). Þessi grein er sú fyrsta af
fimm um íslenska hlutann og hér verður
einkum gerð grein fyrir efnivið, aðferðum,
spumingum og helstu niðurstöðum.
INNGANGUR
Bæði menn og skepnur hafa ávallt haft
þörf fyrir að afmarka sér ákveðin svæði.
Þessi tilhneiging kemur einna gleggst fram
í hegðun ýmissa dýra við það að helga sér
land og verja það síðan með kjafti og klóm
og í landamæradeilum mannkynssögunnar.
Innan samfélaga og starfsstétta skapast einnig
ákveðin verkaskipting eða huglæg landamæri
sem nefnd hafa verið á enskri tungu »non-
physical territoriality«.
Síðustu áratugi hafa verið gerðar fjölmargar
rannsóknir á hegðunarmynstri dýra í þessu
sambandi (1,2). Upp úr 1980 vaknaði áhugi
á því að athuga ferli manna, meðal annars
innan heilbrigðisstéttanna (3). Fyrri rannsóknir
á þessu sviði (1,3,4) sýna að starfsstéttir
eða fagféiög hafa ýmis sérkenni, en þau eru
einkum þessi:
* Fagið byggist á sérstakri menntun.
* Menntunin er byggð á kenningum og
þekkingu innan ákveðinnar vísindagreinar.
* Starfsstéttin reynir að stjóma menntuninni.
* Fagfélagið setur sér ákveðnar siðareglur.
Frá 1) læknadeild Háskóla íslands / heimilis- og
félagslæknisfræöi, 2) Nordiska Hálsovárdshögskolan,
Gautaborg.
Ennfremur hefur komið fram að fagfélög
eða starfsstéttir hafa tilhneigingu til að nota
sérstakt málfar eða orð sem aðrir eiga erfitt
með að skilja. Tilgangurinn mun í upphafi
hafa verið að auðvelda samskipti stéttarinnar
innbyrðis, en verður jafnframt til þess að
afmarka verksvið hennar vegna þess að ,
utanaðkomandi aðilar eiga erfitt með að skilja
um hvað er rætt.
Upp úr 1970 urðu miklar umræður á
Norðurlöndunum um eflingu læknisþjónustu
utan sjúkrahúsa. Þessi umræða átti sér
þó langan aðdraganda og fyrirmyndimar
komu einkum frá Bandaríkjunum, Kanada
og Bretlandi. Heilbrigðisyfirvöld á
Norðurlöndunum tóku þá ákvörðun að hefja
markvissa uppbyggingu heilsugæslustöðva og
efla sémám í heimilislækningum. Jafnframt
var lögð aukin áhersla á kennslu í þessari
grein á háskólastigi.
Heimilislækningar höfðu dregist verulega aftur
úr hinni faglegu þróun innan læknisfræðinnar
fram að þessu. Þegar greininni óx aftur fiskur
um hrygg og heimilislæknisfræði var orðin
jafngild annarri sérfræðimenntun, varð strax
ljóst, að heimilislæknar töidu sig eiga að sinna
ákveðnum verkefnum, sem sérfræðingar í
öðrum greinum höfðu áður annast. Skapaðist
því rígur innan læknastéttarinnar um ákveðin
verkefni og forgangsröðun fjármuna til
heilbrigðismála. Þessar umræður hafa oft
leitt til deilna í fjölmiðlum bæði hérlendis og
erlendis.
Hér á landi hefur sérfræðingum í
heimilislækningum fjölgað verulega eða
frá einum í 67 á síðastliðnum tíu árum.
Það mátti því vænta þess að fram kæmu
sömu vandamál og annars staðar, það er
að segja skoðanaágreiningur um verksvið.
Tilgangur þessarar rannsóknar var því að
athuga hvort um faglegan ágreining væri
að ræða milli heimilislækna og annarra