Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 43

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 43
LÆKNABLAÐIÐ 309 fyrir báðar mæliaðferðir. Eftirtaldir staðlar eru í notkun: Seronorm frá Nycomed (þrír), Precinorm U frá Boehringer Mannheim (tveir), Precicet frá Boehringer Mannheim (einn), Precilip frá Boehringer Mannheim (einn), National Bureau of Standards, USA (einn), Secutrol®U frá Dr. Lange, Vestur-Þýskalandi (einn). NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA I meðfylgjandi töfiu er birt yfirlit yfir ónákvæmni í niðurstöðum innan og milli rannsóknastofa. Onákvæmni (imprecision) í kólesterólmælingum innan rannsóknastofa er allbreytileg, minnst er hún 0,5% en mest 6,3% við hæsta kólesterólgildið. Þessar tölur benda til að verulega sé unnt að draga úr ónákvæmni þar sem hún er mest. Hjá meirihluta stofanna er ónákvæmnin um eða innan við 3%, en það telst góður árangur. Onákvæmni milli rannsóknastofa er hins vegar á bilinu 3,8% til 6,9%, og er umtalsvert hærri þegar dýrasermi er notað og eykst hún þar með hækkandi kólesterólgildum. Samræmist þetta reynslu annarra, þar sem dreifing á mæliniðurstöðum rannsóknastofa er meiri þegar notuð eru frystiþurrkuð dýrasýni heldur en fryst eða fersk mannasýni. Astæðumar eru meðal annars þær að mæliaðstæður eru miðaðar við mannasýni og samsetning dýrasýna kann að trufla mælingarnar að einhverju leyti, auk þess þarf að leysa frystiþurrkuð sýni í vatni og veldur það skekkjuþætti sem ekki er til staðar í mannasýnunum. Meðalfrávik allra rannsóknastofanna frá gefnu gildi dýrasermisins (% bias) sést í aftasta dálki töflunnar og reyndist vera frá 0%'til -4,3%. Frávik einstakra rannsóknastofa frá gefnum gildum kontrólsýna A, B og C eru sýnd á mynd 1 og sést þar dreifingin á niðurstöðum alls hópsins. Til frekari glöggvunar eru teiknuð inn á myndina + og - 10 % frávik. Oáreiðanleiki (inaccuracy eða bias) einstakra rannsóknastofa kemur glöggt fram og er öllu meiri hjá þeim sem sýna stærst frávik en greint er frá erlendis (6,7), enda hafa þar víða verið í gangi svæðisbundnar kannanir sambærilegar þessari í áraraðir og rannsóknastofur verið með markviss vinnubrögð til að draga úr þessum mun. Nýlega er hafin samvinna um notkun á sama staðli á öllum rannsóknastofunum, sem tóku þátt í þessari könnun, til að minnka Cholesterol, assigned value, mmol/l Figure I. Absolute bias in cholesterol measurements illu- strating the deviation of nteasured - assigned value of the control material (A. B and C) in all eight laboratories. plot- ted vs the assigned value (x-axis). The broken lines radi- ating front the zero point encompass + and - 10 % bias. Each point is an average of 10 measurements. Triglycerides, assigned value, mmol/l Figure 2. Absolule bias in triglycerides measurements il- luslrating the deviation of measured - assigned value of the control material (A. B and C) in all eight laboratories. plotted vs the assigned value (x-axis). The broken lines ra- diating from the zero point encompass + and - 10 % bias. Each point is an average of 10 nteasurements. þennan óáreiðanleika. Staðallinn var valinn sérstaklega með það sjónarmið í huga að nálgast »reference« gildi, eða hið rétta gildi kólesteróls í daglegri mælivinnu. Niðurstöður úr mælingum á HDL-kólesteróli eru mjög ónákvæmar og samrýmist það

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.