Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 48

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 48
314 LÆKNABLAÐIÐ Fig. 2. A mild orf infection on the lower lip of a lamb owned and handled by the housewife in case 1 (fig. 1). Fig. 3. A papillomatous orf infection on the udder of an ewe whose lamb had an orf infection on the lower lip (see fig. 2). Fig. 4. Nine or ten orf blisters on the left index finger of a farmer who had been feeding some tablets into the mouth of an infected lamb. pillur og tróð hann þeim upp í þau með fingrinum. Hann tók eftir því, að eitt lambið hafði útbrot á snoppunni. Við skoðun hafði hann níu eða tíu bólur aftanvert á vinstri vísifingri, yfir nærkjúkunni og upp á hnúann. Þetta voru blöðrur, rauðar í miðju, snjóhvítur hringur þar utan um, en áberandi roðasvæði yst, ára eða »haló«. Holhöndin var aum, en ekki að finna stækkaðan eitil. Blöðrumar virtust vökvafylltar og var skorið ofan af þeim. Ekki kom neinn vökvi út. Maðurinn fékk síðan díkloxasillínhylki (Staklox®) af ótta við ofansýkingu baktería. Grisjur með framýsetíni (Soframycin®) voru notaðar og skipt reglulega á bólunum. Þær greru á nokkrum vikum. Undir lokin fór að bera á útbrotum á olnboga sömu megin og hann fékk bóluna. Þessi útbrot minntu á sóra (psoriasis). í ætt mannsins var saga um sóra, en hann hafði ekki fengið þann sjúkdóm sjálfur. Þegar síðast fréttist var komið haust og einhverjar hrufur höfðu tekið sig upp á hnúanum þar sem ein stærsta bólan hafði verið. Kom þar sýking í, sem hvarf undan basítrasín-neómýsín áburði (Topicin®). Þá voru örin eftir bólumar frekar ljót. Önnur tilfelli. Fjárbóndasonur 15 ára kom í desember með dæmigerða kindabólu á hægri þumli. Þetta var bóla í byrjun sem síðan fékk á sig útlit vökvafylltrar blöðru. Drengurinn hafði og stóran auman eitil í hægri holhönd. Bólan greri á rúmum mánuði og var eitillinn greinilega minnkandi við síðustu skoðun. Dýralæknir Dalahéraðs kann frá því að segja, að í héraði þar sem hann starfaði eitt sinn, fékk prestmaddama kindabólu á fingur. Hafði hún þó ekkert sauðfé umgengist og ekki farið í útihús, heldur einungis heilsað sveitarbændum með handabandi er þeir komu í kirkjukaffi eftir messu. Var þar margt fjárbænda, en enginn með sjáanlega bólu á hendi. Þó var bóla sú er konan fékk að öllu leyti dæmigerð fyrir umræddan sjúkdóm. Ekki fengu aðrir kindabólu við þetta tækifæri, að því er dýralækninn rak minni til. (Munnlegar upplýsingar Rögnvaldar Ingólfssonar dýralæknis). Við eigum ekki myndir af þessum sjúklingum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.