Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 409 Tafla 3. Samanburöur á meðalgildum fyrir BPD* og MAD* í þremur langskuröarathugunum frá Norðurlöndum. Staölaöir meögöngudagar frá síöustu tíðum. Meögöngulengd Dagar ísland Danmörk12 Svíþjóö 6 BPD MAD BPD MAD BPD MAD 90 28.1 27.6 27.5 126 40.5 40.2 41.1 140 47.0 44.1 46.8 47.5 47.9 49.6 210 77.9 76.0 77.3 80.9 77.6 84.5 245 89.3 91.3 88.3 96.6 89.0 100.3 280 .95.7 103.7 95.1 111.6 97.4 114.9 * Skýring skammstafana; sjá töflu 1. heilbrigði kvennanna, en hjá öllum sænsku konunum var farið eftir haus-daus mælingu á fyrsta meðgönguþriðjungi og í þeirri dönsku var reiknuð meðgöngulengd stöðluð til að hæfa egglosi á 14. degi hjá öllum konunum. Meðalgildin eru hinsvegar mjög lík og sýna að á Islandi má nota reikniaðferðir fyrir meðgöngulengd (15) og sennilega fósturþyngd eða blóðflæði frá hinum Norðurlöndunum, ef íslenskar tölur eru ekki fyrir hendi. Islenska úrtakið var nægilega stórt (14) og almenn einkenni þess, þar með talið hlutfall mæðra sem reyktu, voru mjög áþekk því sem áður hefur verið lýst fyrir þungaðar konur á Islandi (16,17). Meðal þeirra mæðra, sem reyktu voru mæld gildi aðeins lægri og meyböm höfðu einnig minni mælingar en sveinböm. Munurinn er hinsvegar það lítill að ekki var fýsilegt að hafa nema einn viðmiðunarstaðal fyrir hverja mælingu. Þau gildi, sem voru frábrugðin sænskum og dönskum meðalgildum, voru búkmælingamar (MAD). Þær voru alltaf að meðaltali um 7% lægri en sænsku mælingamar. Þessi kerfisbundni munur er vegna mismunandi mælingaaðferða. Kviðarholsmælingar er ekki hægt að gera með sömu nákvæmni og beinmælingar, vegna þess að um mjúkvefi er að ræða, sem verða óskýrir einkum á fjarsvæðum ómgeislans. í AD mælingunni var á Landspítalanum mælt nær rifbeinum en vani er að gera í Svíþjóð, einkum á þeim stað þar sem sænsku gildin vom unnin. Sænsku gildin em sennilega of há, enda iðulega mælt utan við búkmörkin (Persson P-H, persónulegar upplýsingar). Dönsku gildin, sem vom unnin af rannsakanda sem lærði á sama stað og sænsku gildin voru gerð á, falla á milli þeirra íslensku og sænsku. Þessi erlendu gildi og reikniaðferðir byggðar á þeim til að meta fósturþyngd, er því ekki hægt að heimfæra fortakslaust á íslensk eða önnur fóstur; þau gilda aðeins þar sem nákvæmlega sama mælingaaðferð er notuð. Til að þau verði nothæf á Islandi, t.d. til að ákvarða fósturþyngd, verður að bæta 7% við MAD gildið, sé notuð sama aðferð og kennd hefur verið á Landspítalanum. Svo virðist sem í flestum þjóðfélögum sé næsta lítill munur á beinavexti (BPD, LL, LU), einkum fram að upphafi lokaþriðjungs meðgöngu. Beinavöxtur verður hægari undir lok meðgöngu, svipað og sést á þeim línuritum sem hér eru birt. Það þýðir þó engan veginn að dragi úr þyngdaraukningu eða heildarvexti fóstursins. Línurit um fæðingarþyngd hafa oft verið talin gefa slíka tilhneigingu til kynna. Þau línurit gefa ekki rétta mynd af fósturvexti í lok meðgöngu af ýmsum tölfræðilegum og faraldsfræðilegum ástæðum (3). AD og MAD gildin benda eins og aðrar svipaðar rannsóknir (2,3,5,12) til þess að heilbrigt fóstur í heilbrigðri móður auki stöðugt við þyngd sína fram að fæðingu. Við mat á því hvaða viðmiðunargildi skuli nota er nauðsynlegt að taka tillit til þess hvemig þau eru unnin. Algengt er að sjá vaxtarrit sem byggð em á mjög mismörgum mælingum og einstaklingum á ýmsum tímum meðgöngu. Slíkar athuganir geta ekki gefið fullkomlega rétta mynd af fósturvexti. Vöxt verður að meta um leið og hann á sér stað. Þessi athugun er ein stærsta langskurðarathugun á vexti tilgreindra líkamshluta heilbrigðra fóstra sem gerð hefur verið og ætti þess vegna að endurspegla eðlilegan vöxt. ÞAKKIR Sigríður Haraldsdóttir, Sólveig Friðbjamardóttir og Hildur Nielsen, ljósmæður og Þóra Fischer, læknir framkvæmdu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.