Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 58
418 LÆKNABLAÐIÐ á undanfömum ámm. Læknafélag íslands hefur þó sýnt smá viðleitni til símenntunar og viðhaldsmenntunar lækna hér á landi allt frá árinu 1955 og jafnvel fyrr. Engin skipulögð símenntun hefur þó verið viðhöfð hér á landsvísu þrátt fyrir ýmsar ábendingar. Á aðalfundi Læknafélags Islands árið 1972 var samþykkt að megin verkefni félagsins árið 1973 yrði framhalds- og viðhaldsmenntun lækna á íslandi. Á þessu tímabili var læknaskortur áhyggjuefni margra í dreifbýli. Þessi ákvörðun á aðalfundi kom í framhaldi af ritstjómargrein í Læknablaðinu sem fjallaði um nýjar tillögur: »Um menntun lækna og annarra heilbrigðisstétta á Islandi«. í ársskýrslu L.í. árið 1974 lét félagið frá sér fara greinargerð þess efnis að stefnt verði að því að framhaldsmenntun íslenskra lækna fari fram hér á landi, einkum framhaldsmenntun heimilislækna. Læknadeild H.í. og L.í. áttu að annast undirbúning máls þessa og greinargerð þessi var lögð til grundvallar framhaldsmenntunammræðu fyrri ára. Á aðalfundi L.I. árið 1975 komu síðan tillögur um málið og ákveðið var að skipa þriggja manna nefnd til að ganga frá greinargerð um sémám í heimilislækningum, handlæknisfræði og almennum lyflækningum. í framhaldi af þessu beitti L.í. sér fyrir viðræðu við menntamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti á ámnum 1975 og 1976 um framhaldsmenntun lækna hér á landi. Tillögum áður skipaðrar nefndar um málið var skilað 1977. Eftir að þessum tillögum var skilað var lítil umræða um málið meðal lækna en þó létu nokkrir í ljós álit sitt og skoðanir meðal annars Ámi Bjömsson yfirlæknir í grein sem hann skrifaði í Læknablaðið í janúar 1977 um framhaldsmenntun lækna og samstarf sjúkrahúsa. Á aðalfundi L.í. árið 1982 var gerð tillaga um að'koma á skipulögðu framhaldsnámi lækna á íslandi sem allra fyrst. L.í. fékk heimild til að ráða sérfræðing í þriggja eykta starf til að vinna að framgangi málsins. Heimild þessi mun hinsvegar ekki hafa verið notuð. Samtímis jressu ávítaði L.í. læknadeild Háskóla Islands fyrir að hafa ekkert raunhæft gert í þessu máli. Á sama ári kom fram áskorun frá Félagi ungra lækna til heilbrigðisráðherra að koma á fót framhaldsnámi fyrir lækna hér á landi sem allra fyrst. í framhaldi af þessari umræðu skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra fimm manna nefnd árið 1983 til að skila niðurstöðum um sérmenntun lækna hér á landi. Þessi fimm manna nefnd skilaði áliti árið 1985. Nefndin lagði til að heilbrigðisráðuneytið skipaði þriggja manna nefnd, svokallaða sémámsnefnd lækna. Hlutverk sémámsnefndar var að hafa yfirstjóm á sémámi hér á landi og samhæfa gæðaeftirlit og eftirlit með sémámi. Þessi nefnd áleit brýnt að skipuleggja sémám hér á landi, en jafnframt að ná samningi við erlendar heilbrigðisstofnanir um sémám íslenskra lækna. Lagði hún til að sémám yrði í að minnsta kosti fjómm greinum læknisfræðinnar hér á landi. Segja má að greinargerð þessi hafi verið mörgum fagnaðarefni og stór áfangi í símenntunar- og sérmenntunarumræðu lækna á íslandi. Enn er ástæða til að vekja upp umræðu og móta viðhorf bæði í framhalds- og símenntun lækna. Læknar þurfa ávallt að gera ítmstu kröfur til sjálfra sín í sambandi við símenntun. Hvað vilja íslenskir læknar í sambandi við viðhaldsmenntun sína? Víða í Evrópu eru viðhaldsmenntunarmál í höndum sérgreinafélaga lækna en háskólasjúkrahús útvega oft kennslukrafta til viðhalds- og undirstöðumenntunar. I Bandaríkjunum og Frakklandi og víðar er frumkvæðið hjá læknasamtökunum sjálfum en í Sovétríkjunum hefur frumkvæðið verið hjá ríkinu (flokknum). Að lokum: íslenskir læknar eru tilneyddir til að taka þessi mál föstum tökum og gera sér betur grein fyrir forsendum símenntunar, fanga viðfangsefnið og kanna nánar hug og vilja meðal lækna í landinu. HEIMILDIR 1. Viðar Hjartarson. Framhaldsmenntun íslenskra lækna. Læknablaðið 1985; 71: 18-21. 2. Ami Kristinsson. Tillögur um framhaldsnám lækna á Islandi. Arsskýrslur Læknafélags íslands fyrir starfsárið 1974-1975. 3. Lakares Videre Utbildning i de Nordiske Landeme. SNAPS, maí 1986. 4. Fyrirlestrar og gögn frá fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu um símenntun lækna (CME) desember 1986. Califomia: Annenberg Center. 5. Ami Bjömsson. Framhaldsmenntun lækna og samstarf sjúkrahúsa. Læknablaðið 1977; 63: 20-2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.