Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 61

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 421 upplýsingar um skiptingu eftir mánuðum, greiningar og meðferð er sjúklingar fengu svo og hverjir voru lagðir inn. Hverjir eru kostir kerjisins? 1. Kerfið er ódýrt og handhægt. 2. Hægt er að skrá miklu nákvæmar en áður öll slys. 3. Niðurstöður er hægt að vinna heima í héraði og því leggja grunn að miklu markvissara forvamarstarfi en áður. 4. Hægt er að taka þetta kerfi upp á flestum heilsugæslustöðvum og slysastofum og taka þar með fyrsta skrefið í átt til samræmdrar slysaskráningar á Islandi. VINNUSLYS Á AKUREYRI 1983-1986 Höfundar: Þorvaldur Ingvarsson, Halldór Baldursson, slysa- og hæklunardeild FjórÖungssjúkrahússins á Akureyri Flytjandi: Halldór Baldursson Gerð var könnun á vinnuslysum á Akureyri með það í huga að finna leiðir til að fækka þeim og auka forvamarstarf slysadeildar F.S.A. Upplýsingar um fjölda vinnuslysa árin 1983-1986 voru fengnar úr sjúkraskrám slysadeildar F.S.A. Einnig var hannað skráningarkerfi svo að upplýsingar um hin ýmsu slys liggi ætíð fyrir. Atvinna á Akureyri er blönduð, mikill iðnaður er stundaður svo sem matvæla-, ullar-, efna- og málmiðnaður. Stærð Akureyrar gerir skráningu á slysum auðvelda svo og sú vissa að allir leita á slysadeild F.S.A. Árin 1983-1986 leituðu yfir 560 manns aðstoðar slysadeildar vegna vinnuslysa á Akureyri. Þess utan urðu slys við verslun og þjónustu sem skráning okkar nær ekki til fyrr en árið 1987. Fjöldi skráðra vinnuslysa jókst úr 95 árið 1983 í 166 árið 1986 eða um 75%. Ekkert dauðaslys varð. Forsvarsmönnum helstu fyrirtækja á Akureyri voru kynntar niðurstöður úr könnuninni á fundum í mars og apríl á síðasta ári. Fengu forsvarsmenn hvers fyrirtækis afhenta skýrslu um vinnuslys í fyrirtækjum þeirra. Kom það fiestum á óvart hve margir slasa sig við vinnu og hitt hvað lengi menn eru frá vinnu. Á fundum þessum var ákveðið að kynna starfsmönnum hvers fyrirtækis niðurstöður og skipuleggja forvamarstarf með það í huga að fækka vinnuslysum. Sum fyrirtækja halda skrá yfir vinnuslys og hafa þær skrár verið bomar saman við skráningu slysadeildar F.S.A. Kom í Ijós að um 50% færri slys vom skráð hjá fyrirtækjum og að slys á augum og tönnum komu ekki til skráningar á slysadeild því menn leita beint til augn- og tannlækna. Vinnutap stærri fyrirtækja vegna vinnuslysa samsvarar að meðaltali því að hvert þeirra missti tvo menn úr vinnu allt árið. Nú er verið að vinna úr gögnum slysadeildar tölur um vinnuslys 1988. Fljótt á litið virðist þeim hafa fækkað í þeim fyrirtækjum sem fræðslu hlutu en of snemmt er að draga ályktanir fyrr en tölur alls ársins liggja fyrir. BEINBROT EFTIR KRAMPAKÖST Höfundar: Þorvaldur Ingvarsson, Brynjólfur Mogensen, slysadeild Borgarspítalans, Ari H. Ólafsson, FjórÖungssjúkrahúsið á Akureyri Flytjandi: Þon’aldur Ingvarsson Flogaveikisjúklingum er hættara við beinbrotum heldur en fólki almennt. Þeim sem taka Phenytoin, Fenemal og/eða Tegretol til vamar krömpum árum saman virðist enn hættara við beinbrotum bæði eftir krampa og í dagsins önn. Beinbrot eftir rafstuðsmeðferð sem geðlæknar beita voru algeng áður en vöðvaslakandi lyf komu til sögunnar. I sumum skýrslum er talið að um 40% sjúklinga hafi fengið brot í hryggjarlið eftir þá meðferð. Svo virðist sem flogaveikisjúklingar fái beingisnun vegna töku flogaveikilyfja. Menn hafa leitt að því líkur að beingisnun verði vegna þess að diphenylhydation komi í veg fyrir hydroxyleringu D- vítamíns í lifur. Beingisnun getur gengið til baka við gjöf D-vítamíns. Nýlega greindust þrtr sjúklingar með beinbrot eftir krampaköst. 1. tilfelli: Þrjátíu og sjö ára gömul kona með þekkta flogaveiki, var að aka bfl og var í öryggisbelti, er hún fékk skyndilega grand mal krampa. Við það steig hún á bremsuna og stöðvaði bílinn. Við komu á sjúkrahús kvartaði hún um verki í mjóbaki og í ljós kom mölbrot á LII. í konuna þurfti að setja Harringtonstög til að rétta og festa brotið. 2. tilfelli: Sjötíu og sjö ára gamall maður astmáveikur til margra ára hafði notað Prednisolon. Sat í sófa og horfði á sjónvarp, fékk skyndilega grand mal krampa en datt ekki á gólfið. Við komu á sjúkrahús kvartaði hann um verk í baki og báðum mjöðmum. I ljós kom samfallsbrot í Th-VII, innkýlt brotaliðhlaup í vinstra augnkarli og lærleggshálsbrot hægra megin. 3. tilfelli: Fimmtíu og tveggja ára gömul kona fékk krampa af óþekktum uppruna þar sem hún sat við borð. Að sögn sjónarvotta datt hún í gólfið við kastið. Konan hafði verið almennt hraust, en haft nokkurra ára sögu um bakverk. Við komu á sjúkrahús kvartaði hún um verki í brjósthrygg. Röntgenmynd sýndi samfallsbrot í TH- V.VII og IX. Beinaskann sýndi mikla upptöku á sömu stöðum. Konan er talin hafa beingisnun eftir tíðahvörf. Niðurlag: Erlendar rannsóknir sýna að brotatíðni er aukin hjá flogaveikisjúklingum og sjúklingum er taka flogaveikilyf. Sömu rannsóknir sýna að mögulega má fækka brotum hjá flogaveikisjúklingum með kalk og D-vítamín gjöf. Stoðkerfiskvartanir sjúklinga eftir krampaköst skal taka alvarlega. FYRIRBYGGJANDI SÝKLALYFJAMEÐFERÐ í TRANSURETHRAL AÐGERÐUM, CEFTRIAXONE, CEPHRADINE VERSUS CONTROL Höfundar: GuÖmundur V. Einarsson, SigurÖur B. Þorsteinsson, Inga Teitsdóttir, Erla Sigvaldadóttir, Olafur Steingrímsson, Rud H. Jensen, Egill A. Jacohsen, Landspítalinn Reykjavík Flytjandi: GuÖmundur Vikar Einarsson Deilt er ennþá um gildi períoperatívra, fyrirbyggjandi sýklalyfjagjafa í transurethral aðgerðum. Við bárum saman á framsækinn, randomíseraðan hátt, annars vegar samanburðarhóp og hins vegar áhrif Ceftriaxone (Cx),

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.