Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 425 orsökum komu, stigum við greiningu, aldursdreifingu og tegundum aðgerða. Niðurstaða: Um 83% (121/146) allra tilfella af brjóstakrabbameini hér á landi greindust á Leitarstöð K.í. 1988. Um helmingur kom í rannsókn vegna einkenna. Þreifanlegar breytingar fundust hjá 58% kvenna (70/121), ástunga jákvæð 81% (96/118), mammographi jákvæð í 98% (118/121). Stigun eftir aðgerð: 13% greindust á stigi 0 in situ (16/121) 42% greindust á stigi 1 (51/121) 37% greindust á stigi 2 (45/121) 6% greindust á stigi 3 (7/121) 2% greindust á stigi 4 (2/121) Aldursdreifing: Yngstu konumar sem greindust voru 34 ára. Atta konur greindust undir 40 ára aldri. Tuttugu og þrjár konur voru á aldrinum 40-49 ára. Fleygskurður var gerður í 70% tilfella (78/121). Aiyktun: Niðurstöðumar gefa tilefni til eftirfarandi ályktunar: I konum yfir 50 ára og eldri virðist mammographia ein sér vera nægjanleg til að velja út konur til frekari rannsóknar með fínnálarstungu. Fínnálarstungu verði beitt jöfnum höndum með mammographiu hjá konum 30 til 49 ára. Hjá konum undir 30 ára skal lögð áhersla á kontrolþreifingu eftir tíðablæðingar og gera ástungu á þeim hnútum sem ekki breytast eftir tíðir. STIG III BRJÓSTAKRABBAMEIN Höfundur: Guðjón Baldursson krabbameinsdeild Landspitala Flytjandi: Guðjón Batdursson Greint er frá afdrifum 103 sjúklinga, vísað til krabbameinslækningadeildar Sjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð frá janúar 1976 til desember 1982. Níutíu þessara sjúklinga voru dæmdir skurðtækir. Meðaltími frá upphafi til loka eftirlits voru 52 mánuðir. Fimm ára lifun fyrir allan hópinn var 54%. Fimm ára sjúkdómsfrír tími fyrir sjúklinga án eitlameinvarpa í holhönd en æxli stærri en 5 cm var 91% (T3NO), fyrir sjúklinga með eitlameinvörp í holhönd (Nl) 50% og fyrir sjúklinga með útbreidd eitlameinvörp (N2-N3) 19%. Fimm ára lifun var 86% fyrir NO, 53% fyrir N1 og 30% fyrir N2-N3. Þessar niðurstöður eru fyllilega í samræmi við niðurstöður annarra sambærilegra rannsókna og undirstrika að stig III brjóstakrabbamein er mjög sundurleitur hópur hvað varðar horfur. Horfur sjúklings með stórt æxli í brjóstinu (>5 cm) en án eitlameinvarpa eru lítið verri en horfur sjúklings með lítið æxli án eitlameinvarpa. Horfur sjúklings með útbreidd eitlameinvörp nálgast hins vegar horfur sjúklings með útbreidd fjarmeinvörp. Þessar mismunandi horfur hafa áhrif á val á meðferðarleiðum: Oftast er nægilegt að beita skurðaðgerð einni saman hjá sjúklingum sem ekki reynast hafa eitlameinvörp en annars er beitt samofinni meðferð með krabbameinslyfjum, geislameðferð og skurðaðgerð þar sem röð meðferðaleiða og fjöldi ákvarðast af útbreiðslu sjúkdómsins hverju sinni. FLEYGSKURÐUR Á BRJÓSTI VEGNA KRABBAMEINS: ÚTLITSÁRANGUR Höfundar: Guðjón Baldursson, Hjalti Þ órarinsson, Pálmar Hallgrímsson, Þórarinn E. Sveinsson Landspítali Flytjandi: Guðjón Baldursson Á síðari árum hefur meðferð við krabbameini í brjósti - skurðaðgerð, geislameðferð og lyfjameðferð - tekið allnokkrum breytingum. Vaxandi tilhneigingar hefur gætt í þá veru að minnka umfang skurðaðgerða með því að nema einungis æxlið og nánasta vef á brott með svonefndum fleygskurði í stað þess að fjarlægja allt brjóstið eins og hefð hefur verið fyrir síðustu áratugi. Sýnt hefur verið fram á, með allgóðum rökum, í stórum erlendum samanburðarrannsóknum, að árangur hvað varðar lífslíkur sjúklinga, sem gangast undir takmarkaða aðgerð af þessu tagi, eru síst lakari en þegar allt brjóstið er numið á brott. Auk þess hafa margar rannsóknir leitt í ljós ótvíræða kosti hvað varðar útlitsárangur að mati sjúklinga. Hér á landi hefur fleygskurði á brjósti verið beitt í síauknum mæli á Landspítala, Borgarspítala og Landakotsspftala. Eftir aðgerð er að jafnaði gefin geislameðferð á brjóstvefinn á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta útlitsárangur að meðferð lokinni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna útlitsárangur, annars vegar að mati sjúklings, en hins vegar að mati tveggja lækna og hjúkrunarfræðings. Könnunin nær til sjúklinga sem gengist hafa undir meðferð á árabilinu 1983 til 1987 að báðum árum meðtöldum. Um er að ræða 56 sjúklinga. Meðalaldur við greiningu var 53 ár. 54% æxla voru í vinstra brjósti, 46% í hægra. 59% voru í ytri efri fjórðungi brjóstsins, en 41% skiptist nokkuð jafnt á hina fjórðungana. Flestir sjúklingar voru skomir á Landspítala. 68% fengu krabbameinslyf í sex daga eftir aðgerð og 84% fengu geislameðferð. f 93% tilvika var einnig framkvæmdur holhandarskurður. Meðalstærð æxla samkvæmt vefjagreiningu var 15 mm, en flest æxli lágu á bilinu 6-10 mm. 16% sjúklinga reyndust hafa eitlameinvörp í holhönd. í 93% tilvika voru skurðbrúnir fríar. Sjúklingum var sent bréf og þær spurðar, hvort þær kysu fleygskurð eða brottnám brjóstsins ef þær stæðu nú í sömu sporum og fyrir aðgerð. 94% völdu fleygskurð. 59% sjúklinga töldu útlitsárangur mjög góðan, 26% góðan, 15% sæmilegan en engin lélegan. Dómnefnd sem samanstóð af Iýtalækni, krabbameinslækni og hjúkrunarfræðingi áleit útlitsárangur í 33% tilvika vera mjög góðan, 37% góðan, 26% sæmilegan og 4% tilvika lélegan. 85% sjúklinga telja útlitsárangur vera mjög góðan eða góðan en í 70% tilvika telur dómnefnd árangurinn vera mjög góðan eða góðan. HISTAMÍN ÖRVAR FOSFÓRUN Á TVEIMUR ÓLÍKUM UMFRYMISPRÓTÍNUM, UM LEIÐ OG cAMP-MYNDUN OG SÝRUMYNDUN AUKAST Höfundar: Margrét Oddsdóttir, James Goldenring, Thomas Adrian, Michael Zdon, lrvin M. Modlin Departmenl of Surgery, Yale University School of Medicine, New Haven, Connecticut, USA Flytjandi: Margrét Oddsdóttir Sárasjúkdómur í maga og skeifugöm hefur löngum notið verðskuldaðrar athygli á Islandi og íslenskir læknar verið ötulir við greiningu og meðferð þessa sjúkdóms. Með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.