Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 8
434 LÆKNABLAÐIÐ 45 tilviljanakennt völdu. Sjá mynd 4 með jákvæðu samanburðarsýni. Fjölskyldum með stökkbreytingu í amínósýru 3500 í apó-B sameindinni var fyrst lýst í Bandaríkjunum fyrir fáeinum árum (4). Þessir rannsakendur fundu stökkbreytinguna eftir að hafa raðgreint DNA í þeim hluta apó-B gensins sem ákvarðar bindihluta sameindarinnar við LDL-viðtaka. Apó- B er með stærstu prótínum í líkamanum, 4536 amínósýrur og þessi stökkbreyting á einni amínósýru undirstrikar mikilvægi réttrar prótínsamsetningar á apó-B til að viðtakinn skynji það. Nýlegar rannsóknir í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi sýndu fram á að þessi sami galli fannst í u.þ.b. 3% einstaklinga sem höfðu greinst með FH sökum kólesterólútfellinga í hásinar (3,5) og því virðist sem þessi galli í apó-B geti valdið líkum einkennum og FH. I Bretlandi reyndust einnig um 3% þeirra einstaklinga sem voru með gerð Ila af kólesterólhækkun í sermi hafa þennan erfðagalla í apó-B en hins vegar enginn úr stórum hópi Ilb (bæði hækkað kólesteról og þríglyseríðar). Höfundar drógu þá ályktun að tíðni þessarar stökkbreytingar í Bretlandi og Þýskalandi væri u.þ.b. 1:600 samanborið við 1:500 hvað varðar dæmigert FH (3,5). í þessum hópi 95 óskyldra Islendinga með hátt kólesteról í sermi sem við rannsökuðunt fannst hins vegar enginn með þessa stökkbreytingu í apó-B sameindinni. Þessar niðurstöður okkar eru þær sömu og fundust í rannsókn á 522 Finnum með FH eða hátt kólesteról í sermi af öðrum ástæðum (8). Tíðni þessa erfðagalla virðist því talsvert mismunandi eftir þjóðlöndum og bendir til þess að hvorki í Finnlandi né á Islandi sé þessi galli algeng ástæða fyrir háu kólesteróli í sermi. Að minnsta kosti hmm stökkbreytingum hefur verið lýst í apó-B geninu sem valda lágu LDL-kólesteróli í sermi (9). Því verður að teljast ntjög líklegt að fleiri stökkbreytingar en í amínósýru 3500 séu orsök arfbundinnar hækkunar á kólesteróli í sermi og skýrist það væntanlega á næstu árum. Ef svo reynist vera þá mun sú tækni sem hér var notuð koma að gagni við slíka greiningu þegar í bamæsku. Enn sem komið er hefur því einungis fundist hér á landi erfðagalli sem veldur hinu dæmigerða FH (galli í LDL- A B Figure 4. Autoradiogram of a slot blot of amplified part of the apo B gene hybridised with ,2P labelled allele specific oligonucleotide (ASO) probes. Lane A was probed with AS01, detecting the normal allele and lane B with AS02 detecting the mutated allele. No one is a positive control. No. 2-5 are samples from individuals with normal alleles. viðtakageninu) sem þó er aðeins lítill hluti af arfbundinni kólesterólhækkun í sermi (6,10). Sú erfðatæknilega aðferð sem hér var notuð (ensímhvött fjölföldun á DNA, PCR) hefur rutt sér til rúms á síðustu árum og reynst gagnleg í sambandi við margs konar rannsóknir. Þessi aðferð gerir kleift að vinna með ntjög lítið af DNA, fræðilega með eina sameind. Þannig hefur reynst unnt að fjölfalda DNA sem hefur verið einangrað úr hárrótum (11), þekjufrumum í munni fengnunt með munnskoli (12), blóðdropum á þerripappír (13), einnig gömlum paraffín steyptum sýnum, allt að 20 ára gömlu frumustroki úr leghálsi (14) og jafnvel árþúsunda gömlum mannaleifum (15). Af þessu sést að möguleikamir eru miklir, viti menn að hverju þeir eru að leita, en í flestum tilvikum verða DNA raðimar við svæðið sem fjölfalda á að vera þekktar. Þessi tækni einfaldar ýmsar rannsóknir, t.d. á skerðibúta breytileika (restriction fragment length polymorphism RFLP) og gera má ýmsar faraldsfræðilegar rannsóknir á gömlum efniviði. PCR lofar einnig góðu, hvort tveggja fyrir og eftir fæðingu, í skimun eftir hvers konar erfðasjúkdómum sem þekktar stökkbreytingar valda. Vandamálið við greiningu ýmissa erfðasjúkdóm^ er hins vegar að margar mismunandi stökkbreytingar geta valdið sömu sjúkdómseinkennum, eins og t.d. við Thalassemiur og vöðvarýmanir og á það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.