Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 465 fylgni milli þess og HbAl var mælt frútkósamín hjá 94 sykursjúkum (þar af 16 með insúlínóháða sykursýki; týpu II) og 25 heilbrigðum einstaklingum og HbAl og random blóðsykur hjá hinum sykursjúku. Niðurstöður sýndu, að mjög marktæk hækkun á frúktósamíni (p<0,01) kemur fram hjá sykursjúkum samanborið við heilbrigða (5,1 ± 1,3 mmól/1 vs. 2,7 ±0,18 mmól/1). Sömuleiðis reyndist meðalgildi HbAl hjá sykursjúkum (9,81%) vel yfir efri viðmiðunarmörkum. Þegar borin voru saman serumgildi þeirra efna, sem mæld voru, fannst enginn marktækur munur milli insúlínháðra og insúlínóháðra. Fylgni milli frúktósamíns og HbAl hjá sjúklingahópnum reyndist vera góð (r=0,78, p<0,01). Meðalgildi HbAl reyndist vera 9,8±2,2%, hæst 16,8%, lægst 6,1%. Þá reyndist vera marktæk fylgni milli slembimælinga (random; ekki fastandi) á blóðsykri og bæði HbAl og frúktósamín gilda. I ljósi framantaldra kosta, sem frúktósamínmælingin hefur og af rannsókn okkar, má draga þá ályktun að frúktósamínpróf sé góður vísir (index) um blóðsykurstjómun sykursjúkra, annaðhvort ásamt HbAl mælingum eða, í sumum tilfellum, í stað þeirra. ER TENOPOSIDE (»VUMON« (®)) EITT SÉR NÆGILEG LYFJAMEÐFERÐ GEGN ÚTBREIDDU SMÁFRUMUKRABBAMEINI í LUNGUM? Sigurður Arnason, Helgi Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson, Sigurður Björnsson. Krabbameinsdeild Landspítala. Undanfarin ár hafa á bilinu 90 til 100 íslendingar greinst með lungnakrabbamein á ári hverju. Um fjórðungur þeirra hefur reynst vera með smáfrumukrabbamein og af þeim hefur reynslan sýnt að um þriðjungur er með dreifðan sjúkdóm þegar við greiningu. Horfur slíkra sjúklinga eru afar slæmar, miðlifun er að jafnaði á bilinu 6-12 mánuðir og innan við 1% sjúklinganna eru á lífi fimm árum frá greiningu og teljast læknaðir. Það vaknar því sú spuming hvort »hörð« fjöllyfjameðferð, sem hefur í för með sér verulegar aukaverkanir og oft langtímavistun á sjúkrahúsi, sé í raun besti kosturinn fyrir þessa sjúklinga. Til þess að leita svara við þessari spumingu hófum við í febrúar síðastliðinn meðferð með TENOPOSIDE (VM-26) einu saman 60 mg/m2 í æð dag 1-5 á þriggja vikna fresti. Hingað til hafa sex sjúklingar með útbreitt smáfrumukrabbamein fengið þessa meðferð, fjórir karlar og tvær konur á aldrinum 57-74 ára. Allir sjúklingamir eru á lífi 2-4 mánuðum frá upphafi meðferðar. Tveir höfðu fengið lyfjameðferð áður með doxorubicini. Hjá einum sjúklingi eru æxlin horfin (»CR«), hjá þremur eru æxlin horfin að hluta (»PR«), einn hefur óbreyttan sjúkdóm og einn hefur stækkandi æxli þrátt fyrir meðferð. Meðferðin er gefin á göngudeild og aðeins einn sjúklingur hefur fengið verulegar aukaverkanir og þurft að vistast á sjúkrahúsi vegna þess. Við teljum árangur af þessari einföldu og aukaverkanalitlu meðferð nægilega góðan til þess að halda henni áfram. Við leggjum jafnframt áherslu á mikilvægi þess að samræma meðferð á Islandi gegn lungnakrabbameini sem nú er orðið mannskæðast krabbameina á Islandi. PATHOGENESIS OF OBSTRUCTIVE LUNG DISEASES AND THE EFFECTS OF PHARMACOTHERAPEUTIC INTERVENTIONS. PLACE OF INHALED STEROIDS IN TREATMENT Jan A. M. Raaijmakers. Department of Pulmonary diseases, the State University Hospital, Utrecht, the Netherlands. Pathogenetically, obstructive lung diseases are of a multifactorial nature. Expression of the disease may involve genetic factors, disregulation of the autonomic nervous system, immunological defects, airway infections, inflammation, bronchial hyperreactivity, psychic and social factors, climate, air pollution and smoking behaviour. Of these; inflammation and associated bronchial hyperreactivity have received much attention during the last years. Inflammations, e.g. that appears in the late allergic reaction, involves migration of cells from the peripheral blood to the lung. Remaining questions were: how do such cells know where to go; is there a change in reactivity of the cells and if so, what does induce this change? However, major developments in immunology and cellbiology may lead to possible answers. As such cytokines, mediating cell-cell interactions, and intercellular adhesion molecules, involved in the »homing« of neutrophils and eosinophils, may play major parts in inflammatory reactions and herewith in the etiology of obstructive airways disease. Therapeutically. obstructive lung diseases may be treated in two fundamentally different ways; symptomatically, with bronchodilator drugs, and prophylactically, with steroids and substances like disodium cromoglycate and nedocromil sodium. In order to prevent progression of the underlying disease, possibly masked by symptomatic treatment, the early use of prophylactic treatment is advised. Extensive experiences over large periods of time have demonstrated that inhaled steroids are a safe and efficacious way to provide patients with such prophylaxis. ÁHRIF ÞJÁLFUNAR Á ÞOL OG ÖNDUN SJÚKLINGA MEÐ LANGVINNA LUNGNATEPPU Björn Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Ingimar Guðmundsson. Reykjalundur. Síðustu þrjá áratugina hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að úthaldsþjálfun eykur afköst lungnateppusjúklinga (LTS) á þolprófum. Ástæður batans eru umdeildar. Bætt tækni, námsáhrif og hvöt sjúklinga eru talin skipta máli en erfitt hefur verið að sýna fram á þjálfunaráhrif eins og hjá heilbrigðum. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna áhrif sex vikna þjálfunar á þol LTS og ástæður hugsanlegs bata. Við þolprófuðum 16 fullorðna (58±7 ára). LTS (FEV,: 1,4±0,7 1.) fyrir og eftir sex vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Inngöngu í rannsókn okkar fengu LTS í stöðugu ástandi með FEV,/FVC<0,67 sem ekki svöruðu berkjuvíkkandi úða (<15% og 200ml bata á FEV,). Eftirtaldar öndunarmælingar voru gerðar við komu og brottför: spirometria (FEVh FVC, FEF50, FEF75, MVV), lungnarúmmál (VC, TLC, RV og FRC) og loftdreifipróf (DLCO, DL/ALV). Þolpróf voru tvennskonar: a)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.