Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 469 Allir (mean) Karlar (mean) Konur (mean) Natrium (mmol/24t) ... 138,3 157,5 119,1 Kalíum 65,0 72,7 57,3 Na/K hlutfall 2,22 2,25 2,20 Kalsíum 5,17 5,79 4,55 Magnesíum 4,59 4,83 4,36 Þvagmagn (lítrar) 1,432 1,511 1,352 Þyngd (kg) 78,8 80,5 67,0 BMI (kg/m2) 24,5 24,8 24,2 SBÞ (mmHg) 117,9 123,1 112,8 DBP (mmHg) 71,7 75,7 67,7 HR (min) 71,6 69,8 73,4 Helstu niöurstödur: Jákvætt samband er milli saltútskilnaðar og blóðþrýstings, aðeins tölfræðilega marktækur í elstu aldurshópum (SBP p<0,001) (DBP 0.001/0,025). Kalíumútskilnaður í þvagi hefur neikvætt samband við blóðþrýsting. Líkamsþyngd hefur marktækt samband við slagþrýsting bæði í konum og körlum eðlilegt fyrir aldur (p<0,001/0,01). Meðalsaltneysla þessara einstaklinga reynist vera svipuð og leiðbeiningar Manneldisráðs gera ráð fyrir. Kalíum inntaka virðist fremur mikil ef miðað er við aðrar þjóðir. Niðurstöður verða frekar ræddar. AÐSVIF OG AÐSVIFSKENND Jóhann Ragnarsson, Björn Blöndal, Gizur Gottskálksson. Lyflækningadeild Borgarspítala. Framsýn rannsókn á tíðni, orsökum, gerð aðsvifa og aðsvifskenndar var framkvæmd á lyflækningadeild Borgarspítala frá 1. mars 1988 til 28. febrúar 1989, í framhaldi af fyrri rannsókn. Allir sjúklingar er leituðu til eða voru fluttir til spítalans fóru í rannsóknina. Ahersla var lögð á að komast að greiningu með stigaðri uppvinnslu sjúklinga. Tvö hundruð fimmtíu og tveir sjúklingar greindust með báðar sjúkdómsmyndimar, 173 með aðsvif, karlar 77 (46%), konur 92 (meðalaldur 57 ár). Aðsvifskennd reyndust hafa 83 sjúklingar, karlar 47 (57%), konur 36 (meðalaldur 58 ár). Etiology Syncope Near syncope Vasovagal etc ... 51 (30%) 31 (37%) Cardiovascular .. . 44 (26%) 23 (28%) Drug related ... 24(14%) 14 (17%) Orthostatic hypotension ... ... 9 (5%) 3 (3%) CNS diseases ... 22(13%) 8 (10%) Metabolic ... 3 (2%) 0 Unknown ... 16(10%) 4 (5%) Tíðni aðsvifa var um helmingi hærri en í fyrri rannsókn og hjartasjúkdómar marktækt oftar orsök aðsvifs. Saga og skoðun leiddu til greiningar í um helmingi tilfella, forboði með svita, ógleði eða sársauka var algengur við vasovagal syncope, en ekki í öðmm orsökum. Aðsvifskennd var oft forboði hjá sjúklingum með hjartsláttartruflanir. Þannig að saga og skoðun gefur vísbendingu um þær leiðir sem uppvinnslu sjúklinga skal beint. Hjartsláttarskráning á einhvem máta greindi % sjúklinga með aðsvif er höfðu hjartasjúkdóma, en nær alla með aðsvifskennd (22 af 23). Helstu niðurstöður: 1. Aðsvifskennd; lítið rannsakað sjúkdómseinkenni sem hefur alvariega sjúkdóma í för með sér, sérlega gátta- eða slegilhraðtakt. 2. Saga og skoðun, ásamt hjartsláttarritun á einhvem hátt eru hjálplegustu rannsóknir. Sagan ein gefur oft góða vísbe'ndingu um orsök. 3. Aðsvif og aðsvifskennd em algeng, 5-10% þeirra er leita til lyfjadeildar, og orsakir þeirra svipaðar. Hjartasjúkdómar og lyfjanotkun em algengustu orsakir í eldri aldurshópum. SKYNDIDAUÐI H,JÁ ÞREMUR UNGUM SYSTKINUM G. Birna Guðmundsdóttir, Jón Þór Sverrisson. Lyflækningadeild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Skyndidauði er sjaldgæf dánarorsök hjá ungu fólki. Helstu hjartasjúkdómar sem valda skyndidauða hjá ungu fólki, eru cardiomyopathia hypertrophica, myocarditis og óeðlileg upptök kransæða. I nokkrum rannsóknum hefur verið lýst hárri tíðni á míturlokuprolaps hjá ungu fólki, sem dáið hefur skyndidauða. Við lýsum hér sjúkratilfelli, þar sem 26 ára gömul kona fær hjartastopp. Hún hafði sögu um tíð yfirliðaköst og hafði verið rannsökuð allítarlega án þess að skýring fyndist. Hún var hins vegar talin hafa míturlokuprolaps. Við krufningu kom fram kransæðasjúkómur og einnig sást myocardial fibrosa. Þessi kona hafði mjög marktæka fjölskyldusögu, þar sem tveir bræður hennar, 16 ára albróður og 29 ára hálfbróðir höfðu látist skyndidauða. Við kmfningu fundust ekki skýringar á orsök dauða þeirra. Yngri bróðirinn sem lést, hafði haft yfirliðaköst. Við lýsum hér skyndidauða hjá þremur ungum systkinum. Ekki tókst að sýna fram á neina sameiginlega sjúkdóma eða arfgenga sjúkdóma, sem skýrt gætu dánarorsakir þeirra. Hins vegar viljum við vekja athygli á mikilvægi þess að gera ítarlega rannsókn hjá ungu fólki með óljós yfirlið og sérstaklega ber að leggja áherslu á áreynslupróf. DÁNARHLUTFALL SJÚKLINGA Á HJARTADEILD LANDSPÍTALANS MEÐ BRÁÐA KRANSÆÐASTÍFLU Á 19 ÁRA TÍMABILI FRÁ 1971 TIL 1980 Magnús Karl Pétursson. Lyflækningadeild Landspítala. Á tímabilinu 1971 til 1980 útskrifuðust eða dóu samkvæmt tölvuskrám 2132 sjúklingar af hjartadeild Landspítalans með sjúkdómsgreininguna bráð kransæðastífla (410). Athugað var skráð dánarhlutfall þessara sjúklinga, í heild, eftir kyni og aldurshópum. Aldursstaðlað dánarhlutfall hefur farið lækkandi síðustu 9 árin, var 22,3% ±SE 1,36 fyrir árin 1971 - 1980, en 18,4% ±SE 1,12 fyrir 1981 - 1989, p< 0,05. Lækkunin er fyrst og fremst í aldurshópi 60-69 ára karla þar sem dánarhlutfall hefur lækkað úr 21,4% ±SE 2,83 í 14,0% ±SE 2,10 fyrir sama tímabil, p< 0,05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.