Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 38
458 LÆKNABLAÐIÐ heiladinguls er ACTH vöntun vegna »klossbremsu« langvinnrar sterameðferðar ýmissa sjúkdóma. Vel skilgreind tilvik þessa fyrirbrigðis án sterameðferðar í sögu, eða óverulegrar (?), eru sannarlega algert fágæti. A lyfiækningadeild Landspítalans hafa fundist þrjú tilvik, sem uppfylla, að því er virðist, nauðsynleg skilmerki einangraðs ACTH skorts, það er hypocortisolemiu, sem svaraði ekki insulin framkölluðu blóðsykurfalli, en aftur á móti exogen ACTH örvun. Tilvist annarra trópa var staðfestanleg með beinum mælingum og eðlilegu viðbragði með tilheyrandi örvun. Hér var um að ræða 39 ára konu greinda 1978, níu mánuðum eftir fæðingu eina bams síns, 41 árs gamlan sjómann, sem rannsakaður var í þremur innlögnum á lyfiækningadeild Landspítalans frá júlí 1989 til febrúar 1990 vegna megns lystarleysis og megrunar í tæpt ár og loks 36 ára konu með >15 ára sögu um astma og nær algert orkutap til vinnu í þrjú ár. Niðurstaða streitu- og örvunarprófa bar að sama brunni í tilvikunum þremur, en þau voru framkvæmd með insulin-hypoglycemiuprófi og örvun með TRF og LH-RF, ef þörf krafði. Sýnishom slíks prófs er tilfært í meðfylgjandi töflu og á við tilvik 1 og eru prófin gerð 18.06.78 (freniri dálkur) og 10.10 89 (aftari dálkur). Blóösykur Cortisol ACTH VH Tími mg%-mmol/l mcg%-mmol ng/l mcg/l 0'.............. 55-5,0 0- 59 <7-12 1,1-1,9 30'............. 20-2,0 0-<10 <7-<8 1,4-2,3 60'............. 40-4,2 0- 14 <7- <8 13,7-5,2 90'............. 45-4,7 0- 11 <7-8 6,9 120’............ 55-5,0 0-<10 <7-11 3,7-1,2 Gerð verður grein fyrir sjúkrasögum í stuttu máli. Leitast var við með grannskoðun þeirra, að finna markteikn eða einkenni, sem auðkenndi ástandið og greindi frá öðm. Oljóst er hvort slík séu til, en rauður þráður sjúkrasaganna þriggja er óútskýranleg þreyta og úthaldsleysi, sem hvarf sem dögg fyrir sólu á cortison meðferð. HÁSKAMMTAMEÐFERÐ MEÐ STREPTOKINASA VIÐ SEGA í LÆRBLÁÆÐ. SJÚKRATILFELLI Pórarinn H. Þorbergsson, Jón Þór Sverrisson, Þorkell Guðbrandsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á undanfömum árum hafa verið birtar greinar í þýskum læknisfræðitímaritum um notkun háskammtameðferðar með streptokinasa við djúpum bláæðasegum. 1 þessum greinargerðum hafa skammtastærðir verið miklum mun hærri en þær sem við höfum átt að venjast. Virðist meðferð þessi lítt þekkt á Norðurlöndum og í hinum enskumælandi lækningaheimi. Við greinum því hér frá sjúkratilfelli, þar sem við beittum hinni þýsku aðferð með góðum árangri. Um var að ræða 68 ára karlmann, sem var lagður inn með skamma sögu um verk í hægra læri, verulega gildnun og bjúg. Bláæðamynd sýndi stóran sega hátt uppi í hægri lærbláæð og teygði seginn sig upp í mjaðmarbláæðina. Hann fékk hefðbundna heparin meðferð í dreypi yfir eina nótt án sýnilegs árangurs varðandi einkenni. Var þá gefinn streptokinasi í dreypi í bláæð níu mifljónir eininga á sex klst. Undir lok þessarar meðferðar gengu einkenni skyndilega til baka og bláæðamynd á þriðja degi sýndi verulega minnkun á seganum og frítt flæði í bláæðinni. Hann fékk talsverðar ecchymoses í húð á handlegg, þar sem dreypið var gefið. Okkur virðist sem hér sé um mjög árangursríka meðferð að ræða, sem gæti átt rétt á sér í einstaka tilvikum af djúpum bláæðasegum. BLÁÆÐARÖNTGENRANNSÓKNIR (PHLEBOGRAPHIUR) Á NEÐRI ÚTLIMUM Á BORGARSPÍTALANUM ÁRIN 1987 OG 1988 VEGNA GRUNS UM SEGAMYNDUN Einar Baldvinsson, Kristján Róbertsson. Lyflækningadeild Borgarspítala, röntgendeild Borgarspítala. Alls voru gerðar 129 bláæðaröntgenrannsóknir (phlebographiur) á neðri útlimum hjá 124 sjúklingum. Sjötíu og tvær rannsóknir voru gerðar árið 1987 og 57 rannsóknir árið 1988. Hjá þremur sjúklingum var rannsóknin endurtekin með nokkurra mánaða millibili. Hjá einum sjúklingi var hún endurtekin með tveggja daga millibili vegna ófullkominnar rannsóknar í fyrra skiptið. Báðir neðri útlimir voru rannsakaðir hjá einum sjúklingi vegna lungnareks án einkenna um bláæðabólgu. Reyndist sú rannsókn eðlileg. Karlar voru 73 og konur 51. Kynjahlutfall var því 1,4:1. Aldur var frá 19 til 88 ára. Meðalaldur var 56,9 ár. Rannsóknin var framkvæmd eftir klínískt mat reynds aðstoðarlæknis eða sérfræðings og farið eftir stöðluðu eyðublaði. Segi fannst í 44 (33%) rannsóknum en 85 (67%) rannsóknir sýndu ekki sega. Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að klínísk greining á segamyndun í djúpum bláæðum (thrombophlebitis) er mjög ónákvæm. Aðeins einn sjúklingur af þremur með klínísk einkenni um sega er með jákvæða rannsókn. Þótt engar aukaverkanir hlytust af rannsókninni er hún bæði kostnaðarsöm og þarfnast sérhæfðs tækjabúnaðar og úrlesturs sérfræðings í röntgengreiningu. Á síðustu árum hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir með óm- og Dopplertækni. Eru miklar vonir bundnar við þær rannsóknaraðferðir. DESENSITIZATION TO EXTRACELLULAR ATP AND ELECTRICAL STIMULATION: STUDIES OF (Ca2+), RESPONSE IN FURA-2 LOADED CARDIAC VENTRICULAR MYOCYTES FROM THE RAT Ólafur Grímur Björnsson, I.R. Siemens, J.R. Williamson. Department of Biochemistry and Biophvsics, University of Pennsylvania, Philadelphia, PA 19104, USA. Previously we have reported that cardiac ventricular myocytes of the rat contain purinoceptors (P,Y - subtype) on the extemal surface of the sarcolemma, which upon activation lead to transient depolarization and activation of cation-channels in the plasma membrane (Eur J Biochem 1989; 186: 395-404). Previous results also suggested that hydrolysis of high energy phosphate groups was essential for activity of extracellular adenine nucleotides. The present work on cardiac ventricular myocytes further investigates the properties of Ca“’ transients induced by extracellular ATP and the
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.