Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
453
Tafla VII. Hundraöshlutar reykingafólks sem vill hætta
aö reykja, skipt eftir aldri og kyni.
Karlar Konur Alls
Yngri en 30 ára ... (75.0) (85.2) (82.8)
30 - 49 ára ... (75.8) (88.5) (86.5)
50 ára og eldri ... (70.0) (67.6) (67.9)
Alls 74.6 83.3 *) 81.8 **)
•) x2=15.63 d.f-2 p< .001
**) X2=13.16 d.f.=2 p< .001
sinnum stærra, og hefur þá verið tekið tillit til
mismunandi kyn- og aldursskiptingar.
Tafia VII sýnir dreifingu reykingafólks sem
vill hætta að reykja eftir aldri og kyni. Alls
vilja um 82 prósent reykingafólks hætta að
reykja, þrír af hverjum fjórum körlum sem
reykja en meira en fjórar af hverjum fimm
konum sem reykja. Þeir sem yngri eru vilja
frekar hætta að reykja en hinir eldri og er
sá munur marktækur fyrir konur og fyrir
heildina. Greinilegt er þó að fólk fýsir mjög í
aðstoð við að losna úr viðjum reykingavanans.
Um 89 prósentum reykingamanna finnst að
Ríkisspítalar eigi að bjóða starfsmönnum sem
vilja hætta að reykja á námskeið.
Næstum 98 prósent allra svarenda vilja
takmarka reykingar á sjúkrahúsum. Tæplega
helmingur svarenda vill algert reykingabann,
en rúmlega helmingi svarenda finnst að banna
eigi reykingar nema á afmörkuðum svæðum.
Þegar viðhorf til reykingabanns eru athuguð
kemur í ljós að kyn og starf skipta ekki máli.
Hins vegar er marktækt samband á milli
reykinga, aldurs og þekkingar og afstöðunnar
til þess hvort banna eigi reykingar algerlega
eða banna þær nema á takmörkuðum svæðum.
Hlutfallið á milli þeirra sem vilja algert bann
og þeirra sem vilja takmarkað bann er 3,6
sinnum stærra meðal þeirra sem ekki reykja
en meðal hinna sem reykja. Hlutfallið fer
stækkandi með aldrinum og með aukinni
þekkingu (tafla VIII), þegar leiðrétt hefur
verið fyrir öðrum þáttum.
UMRÆÐA
í inngangi var lýst tilefni þessarar könnunar.
Þeirri stefnu vex nú fylgi að gera skuli
reykingar útlægar af sjúkrahúsum og öðrum
heilbrigðisstofnunum. Margir sjúklingar þjást
af sjúkdómum, sem stafa beint eða óbeint af
reykingum. Sumir þeirra geta beðið heilsutjón
af tóbaksreyk. Aðrir vilja reyna að hætta
reykingum, en standast ekki í návist reykinga.
Reyklaust sjúkrahús styrkir enn fremur þann
skilning í huga almennings, að reykingar
eru alvarleg ógnun við heilsu manna. Ef
leyft er að reykja á sjúkrahúsum virðist það
benda til þess, að reykingar séu sjálfsagður
hluti af eðlilegu dagfari manna. Mikill
fjöldi manna á erindi á sjúkrahús. Fordæmi
sjúkrahússins hefur því áhrif á þjóðfélagið
allt. Kannanir sýna, einkum í Bandaríkjunum,
að reykingabann á sjúkrahúsum á vaxandi
almenningshylli að fagna, enda hefur talsvert
áunnist (11). Hvergi hefur reykingabanni þó
verið fylgt fram með því offorsi, að ekki
sé tekið tillit til farlama sjúklinga, sem ekki
geta látið af reykingavananum. Engum kæmi
heldur slíkt til hugar hér á landi.
Þátttaka í könnuninni var allgóð og nægilega
mikil til að draga megi efnislegar ályktanir.
Svarhlutfall var ekki verulega háð aldri
eða starfshópi. Um fjórðungur starfsmanna
reykir, og er það mun lægri hlutfallstala en
Tafla VIII. Viöhorf til reykingabanns eftir kyni, starfi, aldri og þekkingu.
P OR *) (algert bann/takmarkað bann)
Kyn Starf Reykingar Reykja ekki/reykja 0.7135 0.2279 0.0000 3.59
Aldur >50 ára/<30-49ára 0.0001 1.51
30-49/<30 ára 1.24
Þekking Mikil/miölungs 0.0037 1.28
Miðlungs/lítil 1.43
*) Sjá skýringar neöanmáls viö töflu VI.