Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 50
470 LÆKNABLAÐIÐ »RECOMBINANT HUMAN ERYTHROPOIETIN« VIÐ BLÓÐLEYSI í SKILUNARSJÚKLINGUM Páll Ásmundsson, Magnús Böðvarsson. Blóðskilun, lyflækningadeild Landspítala. Skert framleiðsla erythropoietins (EPO) í krónískri nýmabilun veldur normochrome, normocytic blóðleysi, sem á ríkan þátt í slappleika og úthaldsleysi sjúklinganna. Tekist hefur að einangra gen það sem stjómar framleiðslu EPO og er nú með líftækniaðferðum framleitt »recombinant human erythropoietin« (rHuEPO) til lækninga á slíku blóðleysi. Síðastliðin tvö ár hefur íslenskum skilunarsjúklingum t' vaxandi mæli verið gefið rHuEPO (Eprex). Alls hafa 20 sjúklingar (blóð- og kviðskilunarsjúklingar) fengið lyfið í lengri eða skemmri tíma. Er lyfið gefið í vaxandi skömmtum uns markgildi blóðrauða (110-120 g/1) er náð. Lyfið var í byrjun gefið í æð en í seinni tíð undir húð oftast þrisvar í viku. Svörun við lyfinu er í heild góð. Þannig var meðalhækkun blóðrauða eftir þriggja mánaða meðhöndlun 11 blóðskilunarsjúklinga 27,3 (0-53) g/1 án blóðgjafa. Svörun við lyfinu er mjög einstaklingsbundin hvað varðar skammtastærð og tíma uns fullnaðarsvörun er náð. Jámbirgðir, almennt ástand, sýkingar og aðgerðir em þættir sem virðast hafa greinileg áhrif á svömn. Kviðskilun virðist ýta undir svörun enda liggur blóðrauði yfirleitt hærra hjá kviðskilunarsjúklingum. Háþrýstingur er sá aukakvilli, sem oftast er lýst við EPO- gjöf. í þeim hópi sem lýst er hefur blóðþrýstingshækkun verið verulegt vandamál í tveimur sjúklingum. Lýst er með dæmum reynslu okkar af lyfi þessu, sem skipt getur sköpum um líðan sjúklinga. Lyfið er nú skráð hérlendis, en er dýrt. GREINING Á ARFGENGUM BLÖÐRUNÝRUM (PKDl) Á ÍSLANDI MEÐ ERFÐATÆKNI Ragnheiður Fossdal, Páll Ásmundsson, Magnús Böðvarsson, Ólafur Jensson. Erfðafræðideild Blóðbankans, blóðskilun, lyflækningadeild Landspítala. Hér á landi er um 21% sjúklinga með nýmabilun á lokastigi með arfgeng blöðrunýru (polycystic kidney disease (PKDI)). Sjúkdómurinn hefur breytilegan gang innan sömu fjölskyldu en flestir eru haldnir nýmabilun á lokastigi um fimmtugt. Erfðaefnisrannsóknir erlendis hafa sýnt fram á tengsl sjúkdómsins við DNA bút sem er um 5 Mb. frá a-globin genasvæði á enda styttri arms litnings 16 (16p 13,3). Sjúkdómsgenið er ekki þekkt en DNA þreifarar sem greina breytileika skerðibúta nálægt því eru notaðir til að sjá hvemig litningsbúturinn erfist. Hafin er rannsókn á arfgengum blöðrunýrum á Islandi þar sem athuguð eru tengsl sjúkdómsins við áðumefnt svæði á litningi 16. DNA hefur verið einangrað úr 29 einstaklingum frá tveimur fjölskyldum og eru í þeim hópi sjö sjúklingar. Skerðibútagreining með 3’HVR þreifara, fyrir svæði um 8 kb. frá al-globin geninu, sýnir greinileg tengsl við sjúkdóminn. Breytileiki skerðibútanna sem þreifarinn greinir bendir til að fjölskyldumar séu ekki skyldar. Engin yfirvíxlun hefur greinst milli arfgerða á 3’HVR svæði og sjúkdómsins. Skerðibútagreining með þreifumm þráðhaftsmegin væntanlegs meingens (3-15 og 41-1) gefa sömu niðurstöðu. Kunnar eru 7 PKDl fjölskyldur til viðbótar og eru fyrirhugaðar rannsóknir á þeim með notkun fleiri þreifara sem em nær meingeninu. Með því fáum við heildarmynd af sjúkdómnum í íslenskum ættum og öruggari greiningu sjúkdómsins meðan meingenið hefur ekki verið einangrað. ENDOSCOPIC RETROGRADE CHOLANGIOPANCREATOGRAPHY (ERCP); RANNSÓKNIR OG AÐGERÐIR Á BORGARSPÍTALANUM 1981-89 Ásgeir Theodórs, Hannes Hrafnkelsson. Lvflækningadeild Borgarspítala, lyflækningadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði. ERCP var fyrst lýst 1968 og varð fljótlega viðurkennd sem örugg og markviss rannsókn á gallvegum og briskirtli. EPT (endoscopic papillotomy) var fyrst framkvæmd 1974. ERCP og aðgerðir með speglunartæki (duodenoscope) hafa verið framkvæmdar í vaxandi mæli á Borgarspítalanum síðan 1981. Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna ástæður, árangur og fylgikvilla af ERCP og EPT. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn athugun á 354 sjúklingum, konur 233 (65,8%), karlar 121 (34,2%), sem gengust undir 485 rannsóknir og aðgerðir 1981- 1989. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám, aðgerða- og röntgenlýsingum og niðurstöðum blóðrannsókna. Niðurstaða: Rannsókn og aðgerð tókst fullkomlega í 424 tilvikum (87,4%). Meginástæður fyrir þeim voru: steinar f gallgöngum 234 (48%), sjúkdómur í briskirtli 77 (16%), óskýrðir kviðverkir 66 (14%) og æxli í eða við briskirtil 53 (11%). Aðgerðir í kjölfar ERCP (354) voru framkvæmdar í 132 tilfellum, oftast (60%) vegna steina í gallgöngum. EPT var algengasta aðgerðin, framkvæmd í 111 tilfellum og steinar fjarlægðir úr gallgangi hjá 53 sjúklingum (48%). Rannsóknir voru eðlilegar í 23,5% tilfella, en steinar greindust í gallgöngum í 124 tilfellum (26%), hringvöðvaþrengsli (papillary stenosis) hjá 36 sjúklingum og briskirtilbólga hjá 32 sjúklingum. Æxli í briskirtli eða gallgöngum greindust í 37 tilfellum (10,5%). Fylgikvillar komu fyrir alls í 6% tilfella (29/485), við rannsóknir (ERCP) eingöngu 4,5% (16/354), en aðgerðir 9,8% (13/132). Briskirtilbólga kom fyrir í 20 tilfellum (4%), alvarleg hjá þremur sjúklingum (0,6%), gallgangabólga í sex tilfellum (1,2%) og blæðing í þremur tilfellum (0,6%). Engin dauðsföll töldust bein afleiðing ERCP og/eða EPT. Alyktun: 1) ERCP er nákvæm rannsókn til að greina sjúkdóma í gallvegum og briskirtli. 2) Árangur ERCP og aðgerða með speglunartæki er góður. 3) Fylgikvillar eru sambærilegir við niðurstöður annarra rannsókna. 4) Lífshættulegir fylgikvillar geta komið fyrir og er svæsin briskirtilbólga alvarlegust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.