Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 16
438 LÆKNABLAÐIÐ ár±20,9. Yngsti sjúklingurinn var fjögurra mánaða, sá elsti 87 ára. Aldursdreifing sést á mynd 2. Alls voru sex sjúklingar eldri en 80 ára, fiestir komnir vegna þrengsla í úlnliðsgöngum (carpal tunnel) en einn vegna lófakreppu (Dupuytren’s contracture). Undir eins árs aldri reyndust 39 sjúklingar, þeir yngstu fjögurra og fimm mánaða, vegna augnskoðunar í svæfingu. Tímalengd aðgerða var frá fimm mínútum í 502 mínútur, meðaltal 32 mínútur. Skipting milli sérgreina var: Almennar handlækningar (18,3%), bæklunarlækningar (14,7%), þvagfæralækningar (39,9%), kvenlækningar (0,3%), augnlækningar (6,3%) og háls-, nef- og eymalækningar (HNE) (20,5%) (tafla 1). Augnaðgerðir voru næst meðalaðgerðartíma, en almennar handlæknisaðgerðir og bæklunaraðgerðir lengri. HNE-aðgerðir, þvagfæraaðgerðir og kvensjúkdómalækningar voru styttri en meðaltími. Kynskipting sést í töflu 2. Innlagðir voru 33 sjúklingar eða 2,87% (tafla 3). Meðaldvalartími þeirra á spítalanum var 1,8 dagar, 19 voru einn dag, sjö í tvo daga, þrír í þrjá daga, tveir í fjóra og tveir í fimm daga. Meðalaldur innlagðra var 40,8 ár, yngsti þriggja ára, elsti 76 ára (mynd 3). Tímalengd aðgerða var frá 10 mínútum í 190 mínútur, meðaltal 63 mínútur. I töflu 4 sjást innlagningaástæður. Allir sjúklingamir útskrifuðust. Tveir voru í fimm daga, annar reyndist vera með illkynja sjúkdóm, hinn með alkóhól- og félagsleg vandamál. Enginn dó í kjölfar aðgerðar. Þrír sjúklingar voru lagðir inn vegna samverkandi sjúkdóma. Tveir fengu hjartaöng á vöknun eftir aðgerð og voru lagðir inn vegna þess, eitt bam var lagt inn til öryggis vegna sögu um flogaveiki. Tafla 5 sýnir ASA flokkun þeirra sem inn voru lagðir. Svæfingaaðferðir sjást í töflu 6. Hjá börnum var algengast að svæfing væri innleidd með maska (halothan), en hjá þeim eldri var própófól mest notað við innleiðslu, en ísóflúran til viðhalds svæfinga. Deyfingar voru flestar á holhandarflækju (axillaris anesthesia) og bláæðadæling (Intravenous regional anesthesia). Þrír sjúklingar voru mænudeyfðir og þrír fengu utanblastsdeyfingu (epidural). Úr hópi deyfðra voru tveir lagðir inn, annar eftir aðgerð á lófakreppu í holhandarflækjudeyfingu Fjöldi 400 -i 0-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-7071-80 >81 Aldur, ár Mynd 2. Aldursdreifing ferlivistarsjúklinga á svæfinga- deild Landakots 1989. Fjöldi 10 -i 0-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 71-80 Aldur, ár Mynd 3. Aldursdreifing innlagðra sjúklinga. (meiri aðgerðar var þörf), hinn eftir aðgerð á nárahaul í mænudeyfingu (vegna verkja). UMRÆÐA Val sjúklinga til aðgerða utan sjúkrahúsa er oft erfitt. Nokkrar almennar reglur munu þó yfirleitt viðhafðar, s.s. að aðgerðartími sé ekki of langur, blæðing eftir aðgerð lítil, verkir ekki meiri en svo að verkjalyf um munn dugi þegar heim er komið. Ennfremur þarf sjúklingur að geta nærst, haft fótavist að einhverju leyti heima, svo og að hægt sé að meðhöndla allar algengar aukaverkanir utan spítala. Sjúklingamir sem könnunin tók til voru á öllum aldri. Ekki virðist aldur einn sér hindra aðgerðir án innlagnar, og jafnvel virðast sjúklingar á aldrinum 10-20 ára vera lengst að jafna sig (3). Eðlilega er það yngra fólk sem velst til aðgerða, þar sem það hefur sjaldnar aðra meðfylgjandi sjúkdóma. Aldursdreifing innlagðra er nokkuð svipuð og aldursdreifingin í öllum hópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.