Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 32
454 LÆKNABLAÐIÐ lýst er í skýrslu Jónasar Ragnarssonar og Þorsteins Blöndals »Reykingavenjur 1985- 1988« (12). í henni kom í ljós að árið 1988 reyktu 33% fullorðinna karla og 32% kvenna daglega. Þótt taka beri samanburðartölum með fyrirvara er reykingatíðni hérlendis minni en í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Hollandi, V- Þýskalandi og Bretlandi en nokkru hærri en í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Skýrsla þeirra Jónasar og Þorsteins sýnir líka að dregið hefur úr reykingum hérlendis síðustu árin. Samband reykinga og aldurs er svipað í þeirri könnun og á Ríkisspítölum. Það er áhyggjuefni að hlutfall reykingamanna er mun hærra meðal þeirra sem eru undir fimmtugu en meðal hinna sem eru eldri, þrátt fyrir meiri þekkingu meðal hinna yngri. Reykingakönnun var gerð á Borgarspítalanum árið 1984 (13). Þá kom í ljós, að 36% starfsmanna reyktu eða um 11 % fleiri en á Ríkisspítölunum. Þetta er í allgóðu samræmi við könnun Jónasar og Þorsteins, sem sýndi að dregið hafði úr reykingum um 13% á 10 árum, 1978-1988. Á Ríkisspítölum er hlutfall reykingamanna langlægst í hópi lækna en hæst í hópi ræstinga- og vaktmanna (og aðstoðarmanna). 1 Borgarspítalakönnuninni reyktu 16% lækna og læknanema, en flestir reyktu meðal sjúkraliða, eða 54%. Búast má við, að reykingavenjur starfsfólks á Ríkisspítölum og á Borgarspítala séu sambærilegar þannig að gera má ráð fyrir að dregið hafi úr reykingum heilbrigðisstétta á sl. fimm árum. Skýrsla Jónasar og Þorsteins sýnir einnig glöggt (öfugt) samband menntunarstigs og reykinga. Reykingar læknanema eru dvínandi eins og fram kemur í skýrslu Sigrúnar Reykdals og Þorsteins Blöndals, en þar kom í ljós að árið 1985 reyktu 16% læknanema daglega en aðeins 4% árið 1988 (14). í Svíþjóð reyktu 46% lækna árið 1969, 30% árið 1977 og 15% árið 1988. Níu af hundraði bandarískra lækna reyktu árið 1987 (15). Kvenlæknar reyktu síður en karllæknar. Samkvæmt óbirtri rannsókn Önnu Stefánsdóttur o.fl. reyktu 13% íslenskra lækna daglega árið 1989 (16), en um síðastliðin áramót reyktu aðeins 7% lækna á Ríkisspítölunum. Þessar tölur sýna glöggt að reykingar eru á hröðu undanhaldi meðal heilbrigðisstarfsmanna og eru læknar í fararbroddi. Könnunin leiðir í ljós góða almenna þekkingu sjúkrahússtarfsmanna á skaðsemi reykinga. Reykingamenn eru hlutfallslega fleiri meðal þeirra sem hafa minnsta þekkingu á skaðsemi reykinganna. Hins vegar er ekki munur á fjölda reykingamanna meðal þeirra sem hafa miðlungs- og mikla þekkingu. Það vekur furðu, að allstór hópur svarenda gerir sér ekki grein fyrir því, að reykingar móður geta skaðað fóstur og að reykingar foreldra geta haft þau áhrif að böm byrji að reykja. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður úr könnun sem gerð var á reykingum og reykingavenjum meðal kvenna á sængurkvennadeildum Landspítalans 1987 (17). Þar kom í ljós að rúmlega þriðjungur kvennanna hafði reykt á meðgöngu. Af þeim breytti um þriðjungur engu um reykingar sínar, en 60% minnkuðu þær. Nokkur munur reyndist á þekkingu eftir aldri, yngra fólkinu í hag en lítill munur var á stéttum þó læknar hefðu vinninginn. Hlynntir reykingabanni voru 45.4% svarenda. Fyrir aðeins fimm árum voru 20% starfsmanna Borgarspítalans á sömu skoðun. Þetta bendir til þess að reykingabanni á sjúkrahúsum vaxi mjög ört fylgi. Þekking, aldur og reykingar hafa greinilega áhrif á viðhorf til reykingabanns. Þeir sem hafa meiri þekkingu og eru eldri eru frekar fylgjandi algeru reykingabanni en takmörkuðu en reykingamenn síst. Nær allir svarendur voru fylgjandi banni eða takmörkunum á reykingum og langflestir reykingamenn vildu hætta að reykja. Svipuð niðurstaða fékkst í könnun á viðhorfi læknanema, sem sýndi að 97% þeirra vildu takmarkanir á reykingum á sjúkrahúsum (14). í heild bendir könnunin til þess að nú sé heppilegt tækifæri til að gera reykingar útlægar af íslenskum sjúkrahúsum. Styður hún þannig tilmæli Landssambands sjúkrahúsa, sem vitnað var til í upphafi. En þótt reykingabann eigi hratt vaxandi fylgi að fagna meðal heilbrigðisstarfsmanna, ekki síst lækna, er nauðsynlegt að ýta enn frekar undir þá þróun. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar er fylgi við reykingabann mest meðal þeirra sem ekki reykja. Aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.