Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 18
440 LÆKNABLAÐIÐ þvagteppu eftir aðgerð á forhúð, hitt var lagt inn til öryggis vegna sögu um flogaveiki. Ekki er hægt að draga neinar ályktanir af svo fáum sjúklingum, en algengustu innlagnarástæður barna eru taldar nokkuð líkar og hjá fullorðnum (5). Báðir sjúklingar innlagðir vegna brjóstverkja voru útskrifaðir tveimur dögum seinna. í ljós kom að tímalengd aðgerðar var lengri hjá þeim sem innlagðir voru en meðaltal hópsins. Það er einnig í samræmi við það sem aðrir hafa fundið, en Gold et al (4) töldu að fjórfalt meiri líkur væru á innlögn ef aðgerð tæki lengri tíma en eina klukkustund. Algengara mun vera að sjúklingar séu lagðir inn af deildum sem eru í beinum tengslum við spítala en af sjálfstæðum læknastöðvum. Þaðan eru aðeins lagðir inn þeir sem haldnir eru meiriháttar aukaverkunum (3,4). Af deyfingum voru aðeins taldar meiriháttar deyfingar. Þótt utanblasts- og mænudeyfingar séu oft taldar öruggari aðferðir við eldri sjúklinga, þá er ýmislegt sem mælir á móti þeim við ferlivistarsjúklinga. Tíðni höfuðverkja eftir mænudeyfingu er hærri hjá yngra fólki en þeim eldri, og utanblastsdeyfingar eru tímafrekar. Ennfremur þarf sjúklingur að vera búinn að fá fullan mátt í fætur og stjórn á þvaglátum áður en hann fer heim, og það getur tekið langan tíma (6). Oftast var svæfing innleidd með própófól. Astæðan er einkum sú að sjúklingar eru tilbúnir til heimferðar fyrr en þeir sem fá pentótal (7). Þrír sjúklingar voru lagðir inn vegna þess að þeir voru illa vaknaðir. Ástæðan fyrir því var sú, að aðgerð seinkaði, og í stað þess að senda sjúklingana heim án aðgerðar, var ákveðið að leggja þá inn yfir nótt. Þeir voru allir útskrifaðir daginn eftir. Ekki voru greindar neinar innlagningarástæður sem rekja mætti beint til eins svæfingalyfs frekar en annars. Hugmyndin með þessari könnun var að kanna samsetningu þess hóps sjúklinga sem komu í svæfingu fyrir ferlivistaraðgerðir á Landakotsspítala 1989, hversu margir þeirra hefðu verið innlagðir og hvers vegna. Ljóst er að þessar aðgerðir eru öruggar, og vandamál sem krefjast innlagnar koma sjaldan fyrir. HEIMILDIR 1. Davis JE. The Major Ambulatory Surgical Center and how it is developed. Surg Clin North Am 1987; 67: 672-3. 2. ASA (1963). New Classification of physical status. Anesthesiology 1963; 24:111. 3. Meridy HW. Criteria for selection of ambulatory surgical patients and guidelines for anesthetic management. Anesth Analg 1982; 6: 921-6. 4. Gold BS, Kitz DS, Lecky JH, Neuhaus JM. Unanticipated Admission to the Hospital Following Ambulatory Surgery. JAMA 1989; 262: 3008-10. 5. Patel RI, Hannallah RS. Anesthetic complications following Pediatric Ambulatory Surgery: A 3-year Study. Anesthesiology 1988; 69: 1009-12. 6. Clarke GA, Power KJ. Spinal anesthesia for day case surgery. Ann R Coll Surg Engl 1988; 70: 144-6. 7. Johnston R, Noseworthy T, Anderson B, Konopad E, Grace M. Propofol Versus Thiopental for Outpatient Anesthesia. Anesthesiology 1987; 67: 431-3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.