Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 437-40 437 Niels Chr. Nielsen FERLIVISTARAÐGERÐIR Á LANDAKOTSSPÍTALA 1989 Yfirlit um innlagnir og svæfingar ÚTDRÁTTUR Farið var yfir allar svæfingaskýrslur ferlivistarsjúklinga (ambulantsjúklinga) á Landakotsspítala frá 1989 (1151 sjúklingur). Flestir sjúklinganna voru ungir, meðalaldur um 30 ár. Elsti sjúklingurinn var 87 ára, sá yngsti fjögurra mánaða. Lengd aðgerða var að meðaltali 33 mínútur, frá fimm mínútum í 502 mínútur. Innlagðir voru 33 sjúklingar, þar af 22 óvænt. Algengustu ástæður óvæntra innlagna voru a) óvænt þörf á meiri aðgerð, b) blæðing eftir aðgerð og c) of miklir verkir. Meðaldvalartími innlagðra var 1,8 dagar. Engar innlagnir mátti rekja beint til svæfinga eða deyfinga. Ekkert dauðsfall var í kjölfar aðgerðar. INNGANGUR Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á læknisaðgerðum sem unnar eru utan spítala og eru fyrir því margar ástæður, s.s. þrengri fjárlög sjúkrahúsanna, bætt tækni við ýmsar aðgerðir, öruggari svæfingar og ef til vill óbein stýring yfirvalda. Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir, svo sem minni kostnaður við aðgerðir, lægri tíðni spítalasýkinga, minna álag vegna aðskilnaðar fjölskyldu, og betri nýting sjúkrarúma fyrir veikara fólk (1). Algengustu gerðir deilda, sem annast ferlivistarsjúklinga eru: a) deildir inni á spítala, þar sem skurðstofuaðstaða er nýtt, b) deildir í tengslum við spítala og c) sjálfstæðar stofnanir, án beinna tengsla við spítala. Hérlendis munu vera dæmi um einingar af öllum þessum gerðum. Landakotsspítali hefir gert samning við lækna spítalans um aðstöðu til ferlivistaraðgerða og svæfinga. Mikil aukning hefir orðið á þessum aðgerðum á síðustu árum (mynd 1). Frá svæfingadeild Landakotsspitala. Mynd 1. Ferlivistarsjúklingar svæfðir á Landakoti 1982- 1989. Tilgangur athugunarinnar er að kanna skiptingu sjúklinga milli sérgreina, aldursdreifingu þeirra, hversu margir voru innlagðir í kjölfar aðgerðar árið 1989 og greind innlagnarástæða. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Farið var yfir svæfingaskýrslur allra ferlivistarsjúklinga árið 1989. Skráð var tegund og lengd aðgerðar, aldur sjúklinga og kyn, auk dagsetningar aðgerða, og út frá skrám spítalans fundnir þeir sjúklingar sem lagðir voru inn eftir aðgerð. Sjúkraskrár þeirra voru athugaðar og innlagnarástæða skráð. Skráð var hversu lengi sjúklingar dvöldu á spítalanum. Könnuð var ASA flokkun innlagðra sjúklinga (2). Sérstaklega var leitað eftir hvort innlagðir sjúklingar væru haldnir hjartasjúkdómi, sykursýki, nýmasjúkdómi, astma, flogaveiki eða öðru, sem beinlínis leiddi til innlagnar. Aðgerðir voru flokkaðar eftir sérgreinum og innleiðsla og viðhald svæfinga flokkað eftir lyfjum. Allar skurðaðgerðir voru framkvæmdar af sérfræðingum, sömuleiðis allar svæfingar. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi aðgerða í svæfingu eða deyfingu (þó ekki staðdeyfingu) á árinu 1989 var 1151. Meðalaldur allra sjúklinganna var 27,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.