Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Síða 39

Læknablaðið - 15.11.1990, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 459 mechanism of extracellular ATP action. In particular the desensitization, which rapidly develops in ventricular myocytes upon repeated applications of extracellular ATP and to subsequent electrical stimulation, is examined. Studies were carried out on fura-2 loaded ventricular myocytes in suspensions or on fura-2 loaded single ventricular myocytes using a Nikon Inverted Diaphot- TMD epifluorescence microscope (100X Nikon Fluor objective) illuminated with altemating 340 nm and 380 nm light by a spinning wheel (100 Hz) fluormeter. The emitted light was filtered with a broad bandpass filter (470 - 600 nm) and changes in cell fluorescence were measured with a photomultiplier coupled to an IMB-AT clone computer with a CLAB data acquisition system (Indec System, Inc., Sunnyvale, CA). Data were collected at 10 points s-1 with averaging (64 values per point). Compounds to be tested were injected into the cell chamber at low pressure (<3 psi) through an 1,5/rm bore micropipette positioned close to the surface of the cell to be studied (~20/rm distance). Field electrical stimulation was carried out by platinium wires connected to a Grass SD9 electrical stimulator (100 V, 10 msec., 0,2 Hz). The present work showed that the rate of rise and decay of ATP-induced Ca“+ transients varied greatly: single cells, toj-on, 1 - 56 sec., time-to-peak, 4-83 sec.; t,l5-off, 8 -214 sec., n = 30; - bulk suspension of cells, t0,5- on, 0,3 - 16 sec.; time-to-peak, 6-23 sec., t,l5-off, 8 - 99 sec., n = 36 (comparable parameters for electrically induced Ca2+ transients were 8-24 msec., 33 - 108 msec. and 122 - 665 msec., respectively). Desensitization towards repeated administration of ATP was observed both in bulk suspensions of cells and single cells and this involved inability of extracellular ATP to depolarize the plasma membrane (increase bisoxonal fluorscence). ATP, ms:ATP, ADP and ATP[S] suppressed electrically induced Ca2+ transients to 24%, 27%, 37% and 41% of buffer control, respectively, while the slowly hydrolyzable analogues pp[CH2]pA, p[CH,]ppA, or AMP or adenosine had little or no effect. Isoproterenol (10“3 M), forskolin (10-5 M) or Bay K 8644 (5 x 10"6 M) prevented or partially reversed the suppressive effect of ATP. TTX (tetrodotoxin) (2x10 4 M) completely blocked electrically or ATP induced Ca2+ transients. - The data suggest that ATP hydrolysis is also a necessary prerequisite step for ATP induced suppression of electrically stimulated Ca2+ transients in heart. HELSTU ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMS MEÐAL ÍSLENSKRA KVENNA Guðmundur Þorgeirsson, Davíð Davíðsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon. Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Revkjavík. Samband hinna ýmsu áhættuþátta og dánartíðni úr kransæðasjúkdómi hefur verið kannað í úrtaki 8468 kvenna, sem voru á aldrinum 34-74 ára þegar þær komu fyrst til skoðunar í framskyggðri hóprannsókn Hjartavemdar. í árslok 1985 hafði þessum konum verið fylgt eftir 13-16 ár og 537 (6,3%) höfðu þá látist. Kransæðasjúkdómur var orsök 19,4% dauðsfalla, 6,9% stöfuðu af heilablóðföllum, 42,3% af völdum krabbameina og í 31,4% tilvika voru aðrar dánarorsakir að verki. Þessi skipting dánarorsaka er mjög ólík því sem fannst í hliðstæðri athugun á 8001 íslenskum karlmanni, en 43,2% þeirra létust úr kransæðasjúkómi, 27.3% úr krabbameinum en dánartíðni úr heilablóðföllum var svipuð í báðum kynjum. Áhrif hinna ýmsu áhættuþátta á dánarlíkur úr kransæðasjúkdómi voru könnuð með fjölþáttagreiningu Cox (proportional hazards model for multivariate survival analysis). Aldur, kólesteról í blóði, reykingar, þríglýseríðar í blóði, blóðþrýstingur í slagbili og taka blóðþrýstingslækkandi lyfja voru allt tölfræðilega marktækir sjálfstæðir áhættuþættir þess að deyja úr kransæðasjúkdómi. Hins vegar voru hvorki sykurþol, hlutfall líkamsþunga og líkamshæðar, né fyrri saga um reykingar sjálfstæðir áhættuþættir kransæðadauða. Konur sem reyktu meira en 25 sígarettur á dag bjuggu við sjöfalt meiri áhættu kransæðadauða en konur sem aldrei höfðu reykt. Áhrif kólesteróls voru með þeim hætti að hlutfallsleg áhætta óx um 1,007 við hverja hækkun um 1 mg/dl (p< 0,001). Meðal íslenskra karlmanna hækkar hlutfallsleg áhætta um 1,010 við hverja hækkun um 1 mg/dl. Þessi munur á kynjunum er ekki tölfræðilega marktækur. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms séu hinir sömu meðal íslenskra kvenna og karla. Hins vegar eru dánarlíkur kvenna úr kransæðasjúkdómi næstum fimmfalt lægri en dánarlíkur karla og því er sú áhætta, sem tengist hverjum áhættuþætti, miklu lægri meðal kvenna en karla. SAMANBURÐUR Á SÉRTÆKU OG ÓSÉRTÆKU ÓNÆMI ÆÐAÞELS Haraldur Halldórsson, Guðmundur Þorgeirsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands, lyflækningadeild Landspítala. Æðaþelsfrumur bregðast við margs konar áreiti með prostasýklínmyndun. Margir athugendur hafa lýst ónæmi (desensitization) sem kemur í kjölfar slíkrar prostasýklínmyndunar og lýsir sér í því að frumumar megna ekki að svara öðm áreiti fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Nokkur ágreiningur hefur ríkt um með hvaða hætti frumumar verða ónæmar, hvort ónæmið sé sértækt (homologous) eða ósértækt (heterologous) og hvort skert virkni cyclooxygenasa eigi hlut að máli. Við höfum áður sýnt fram á að ónæmt æðaþel myndar hvorki prostasýklín né inósitólfosföt og að virkjun prótein kínasa C orsakar hvorugt ónæmið. Að þessu sinni greinum við frá áhrifum mismunandi styrkja thrombíns á þá arakídónsýmlosun og prostasýklínmyndun sem verður við aðra hvatningu með thrombíni, histamíni eða jónferjunni A23187. Æðaþelsfrumur ræktaðar úr bláæðum naflastrengja vom merktar með 3H-arakídónsýru í 24 klukkustundir. Eftir þvott voru frumumar meðhöndlaðar með thrombíni í mismunandi styrkjum og síðan thrombíni, histamíni eða A23187. Með sindurtalningu var unnt að mæla þá arakídónsýru sem losnað hafði við hvatninguna, en mælikvarði á prostasýklínmyndun fékkst með geislamótefnismælingu (radioimmunoassy) á prostaglandíni-6-ketoFla. Ónæmi gegn myndun inósitólfosata varð aðeins með sértækum hætti. Hins vegar komu fram merki um bæði sértækt og ósértækt ónæmi gegn losun arakídónsýru og prostaglandínmyndun. Hið fyrmefnda kom við miklu lægri styrk fyrstu hvatningar en hið síðamefnda, sem bendir til að orsakir séu ekki

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.