Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 463 SKÚTABÓLGA - ORSAKIR OG FORSPÁRGILDI NEFRÆKTUNAR Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundssun, Einar Thoroddsen, Sigurður Stefánsson, Magnús Gottfreðsson, Haraldur Briem. Sýklarannsóknadeild, háls-, nef- og evrnadeild og lyflækningadeild Borgarspítala. Skútabólga (sinusitis) er algeng sýking fullorðinna. og benda athuganir vestan hafs til að skútubólga fylgi í kjölfar um 0,5% efri loftvegasýkinga. Litlar upplýsingar eru til um tíðni og orsakir sjúkdómsins hérlendis. Tilgangur þessarar athugunar var annars vegar að kanna orsakir skútabólgu meðal fullorðinna hér á landi og hins vegar að kanna forspárgildi ræktana frá nefi um orsök sjúkdómsins. Á tímabilinu febrúar til desember 1987 var á Borgarspftala gerð rannsókn á 70 manns (28 karlar, 42 konur) á aldrinum 15-74 ára með kjálkaholubólgu í samvinnu við lyfjafyrirtækið Astra (rannsókn I). Megintilgangur rannsóknarinnar var tvíblindur samanburður á virkni cefixime og cefaclor gegn skútabólgu. Frá september 1988 til desember 1989 var gerð svipuð rannsókn í samvinnu við Eli Lilly & Co. á 101 einstaklingi (42 karlar, 59 konur) á aldrinum 16- 76 ára í því skyni að bera saman árangur meðferðar með loracarbef og doxycyclin (rannsókn II). Enginn einstaklinganna hafði ónæmisbælandi sjúkdóm. Greining var staðfest í öllum tilvikum með röntgenmyndatöku. Sýni var tekið til ræktunar með ástungu á kjálkaholu (undir concha inferior) frá öllum einstaklingum. Hjá 74 einstaklingum í rannsókn II var jafnframt tekið nefstrok til ræktunar. »Jákvætt« nefstrok var skilgreint sem sýni er úr óx sami sýkill og frá ástungu á kjálkaholu. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir þessi tengsl. Hér eru kynntar niðurstöður bakteríuræktana eingöngu, en árangur meðferðar verður kynntur annars staðar. I rannsókn I ræktuðust sjúkdómsvaldandi sýklar frá 36 einstaklingum af 70 (51%) og í rannsókn II frá 57 af 101 (56%). Frá 20 af þeini 93 sýnum sem reyndust jákvæð (21,5%) ræktuðust >2 mismunandi sýklategundir. Sýklar skiptust sem hér segir eftir tegundum: Sýkill Rannsókn 1 Rannsókn II Alls % S.pneumoniae .. 10 25 35 31 H.influenzae . . 14 12 26 23 S.aureus .. 7 6 13 11 S.milleri .. 2 8 10 9 Aðrir streptococci .... .. 5 6 11 10 B.catarrhalis .. 1 1 2 2 Loftfælnar bakteríur.. .. 5 5 10 9 Aörar bakteríur 7 7 6 Alls 44 70 114 100 Aðeins I stofn H. influenzae myndaði /3-lactamasa, en báðir B. catarrhalis stofnanna og 12/13 S. aureus stofnanna. Tengsl sýkils í nefi við tilvist sama stofns í skúta (rannsókn II) voru sem hér segir, og er bæði litið til allra stofna og auk þess algengustu sýklanna sérstaklega: Jákvætt Neikv. Næmi Sértæki forspárgildi forspárgildi Allir.................. 82% 77% 84% 74% S.pneumoniae......... 83% 98% 95% 93% H.influenzae........... 60% 98% 86% 94% Orsakir skútabólgu samkvæmt þessum athugunum eru hliðstæðar þeim sem fram hafa komið í sambærilegum erlendum rannsóknum. Jákvætt forspárgildi nefstroks er umtalsvert og gagnlegt. Kjörmeðferð við skútabólgu virðist samkvæmt þessum niðurstöðum vera lyf úr hópi amínopenicillína, þó hafa verði allnokkra tíðni stofna sem framleiða /3-lactamasa (14%) í huga. LÍFHIMNUBÓLGUR TENGDAR KVIÐSKILUN Ólafur S. Indriðason, Magnús Böðvarsson, Páll Ásmundsson, Karl G. Kristinsson. Blóðskilun, lyflækningadeild og sýkladeild Landspítala. Sívirk kviðskolun (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD) er nú viðurkennd meðferð við lokastigs nýmabilun, en árið 1985 var áætlað að um 27.000 sjúklingar væru á slíkri meðferð í heiminum. Helsti fylgikvilli er sýking. lífhimnubólga. Kviðskilun hófst á Islandi í apríl 1985 á blóðskilunardeild Landspítalans. Ákveðið var að kanna tíðni lífhimnubólgu hjá þessum sjúklingum frá upphafi. Gerð var afturvirk athugun á tímabilinu 12.04.85 til 12.04.89. Farið var yfir allar ræktanir á kviðskilunarvökvum sem borist höfðu á sýkladeild og sjúkraskrár allra sjúklinganna skoðaðar. Kviðskilun taldist hafin um leið og kviðskilunarlegg hafði verið komið fyrir inni í kviðarholinu. Lífhimnubólga taldist vera til staðar ef í vökvanum voru >100 hvít blóökom/fil eða klínísk einkenni um sýkingu og jákvæð ræktun. Á þessum tíma voru 23 sjúklingar meðhöndlaðir með kviðskilun í 493 meðhöndlunarmánuði. Lífhimnubólga greindist 69 sinnum í 16 þessara sjúklinga, og er sýkingartíðni því 1,68/meðhöndlunarár. Algengasta orsök lífhimnubólgunnar var Staphylococcus aureus. en hann ræktaðist í 29 skipti (42%). Aðrar orsakir voru kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar 15 (22%), Gram neikvæðir stafir 4 (6%), sveppir 1 og blönduð sýking I. í 9 lífhimnubólgukastanna (13%) ræktuðust engir sýklar. Innlögn á sjúkrahús var talin ráðleg í 80% tilvikanna. Einn sjúklinganna lést af völdum lífhimnubólgu. Kannanir hafa sýnt mjög mismunandi sýkingartíðni (0,23- 6,3 sýkingar/ári), en algengast er að hún sé á bilinu 0,8-1,2 sýkingar/ári. Athyglisvert er að hjá okkur var algengasti sýkingarvaldurinn Staph.aureus, en það er gagnstætt því sem víðast hvar þekkist, þar sem kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar eru langalgengastir. Staph. aureus veldur gjaman sýkingum meðfram kviðskilunarleggjum (tunnel infections) sem erfitt er að uppræta án þess að fjarlægja legginn. Vera má að ofangreindur mismunur hafi stafað af tregðu við að skipta um legg við endurteknar sýkingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.