Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 431-6 431 Vilmundur Guönason 1), Gunnar Sigurösson 2,3), Steve Humphries 1). NOTKUN ENSÍMHVATTRAR FJÖLFÖLDUNAR Á DNA TIL AÐ SKIMA EFTIR ERFÐAGALLA í APÓPRÓTÍN-B í ÍSLENSKUM FJÖLSKYLDUM MEÐ HÁTT KÓLESTERÓL í SERMI ÚTDRÁTTUR 1 þessari grein kynnum við notkun ensímhvattrar fjölföldunar á DNA (polymerase chain reaction, PCR) og notkun samsætusértækra þreifara (allele specific oligonucleotides, ASO) til að skima eftir stökkbreytingu í núkleótíði 10966 í geni fyrir apólípóprótín B (apo-B„,KI). Þessi stökkbreyting veldur háu kólesteróli í sermi og hefur verið lýst hjá fólki í nokkrum löndum, m.a. Danmörku, sem hefur verið greint með arfbundna kólesterólhækkun (familial hypercholesterolemia, FH). Við leituðum að stökkbreytingunni í 20 íslenskum fjölskyldum með FH, í 30 íslenskum fjölskyldum með hátt kólesteról á erfðagrundvelli en ekki með sjúkdómsgreininguna FH og í 45 tilviljanakennt völdum einstaklingum með hátt kólesteról í sermi. Enginn reyndist hafa stökkbreytinguna. Við drögum þá ályktun að þessi stökkbreyting sé ekki stór þáttur í háu kólesteróli í sermi Islendinga. INNGANGUR Arfbundnir sjúkdómar orsakast af gölluðum genum. Þessir gallar eru misauðgreinanlegir með erfðatæknilegum aðferðum. Tveimur meginflokkum stökkbreytinga hefur verið lýst. I fyrsta lagi geta verið grófar breytingar í DNA (brottföll, endurraðanir) sem eru tiltölulega áuðgreinanlegar. í öðru lagi eru svokallaðar punktbreytingar sem eru breytingar í einu eða fáum núkleótíðum í DNA. Langflestar stökkbreytingar eru punktbreytingar sem ekki greinast nema með raðgreiningu á DNA, nema því aðeins að þær valdi breytingu í klippistað skerðiensíms og breyti þannig skerðibútalengd sem sjaldnast Frá The Charing Cross Sunley Research Centre, Hammersmith, London 1), lyflækningadeild Borgarspítala 2), göngudeild fyrir blóöfitumælingar Landspitala 3). Fyrirspurnir, bréfaskipti: Vilmundur Guðnason. er. Með nýlegum aðferðum hefur verið unnt að greina hvort þekktar punktbreytingar séu til staðar í geni án þess að raðgreina DNA í hvert sinn. Til þess hafa verið notaðir samsætusértækir þreifarar (ASO) sem eru stuttir DNA bútar, samfallandi við stökkbreytt eða eðlilegt sæti (1). Einnig þarf DNA að vera í nægilegu magni til að svarið verði afgerandi. Nýleg aðferð (PCR), þar sem DNA er fjölfaldað í tilraunaglasi (2), hefur gert rannsóknir af þessu tagi auðveldari. Framangreindar aðferðir hafa verið notaðar m.a. til að greina stökkbreytingu í apólípóprótín-B (apó-B), aðalburðarprótíni í lágþéttni fituprótíni (low density lipoprotein, LDL) í blóði manna (3). Við nýttum okkur þessar aðferðir til þess að leita að erfðagalla í apó-B í einstaklingum með hátt kólesteról í sermi. Galla þessum hefur verið lýst í fjölskyldum í Bandaríkjunum (4) , Bretlandi, Danmörku (3) og Þýskalandi (5) . Hann erfist ókynbundið og ríkjandi og stafar af skiptum á adenín fyrir gúanín í stöðu basa 10699 í apó-B geni. Þessi breyting, sem er í tjáningarröð (exon) 26, veldur því að amínósýran glútamín er sett inn í prótínið í stöðu 3500 í stað argíníns í eðlilegu prótíni. Þessi breyting verður til þess að apó-B binst ekki við LDL viðtakann, m.a. á lifrarfrumum sem orsakar að þær taka ekki upp LDL, og veldur þannig auknu LDL kólesteróli í sermi viðkomandi einstaklinga. Okkur þótti því fróðlegt að kanna hvort stökkbreytingin fyndist í íslendingum með hátt kólesteról í sermi og um leið vildum við kynna þessar kröftugu aðferðir til greiningar á DNA göllum. EFNIVIÐUR Rannsökuð voru DNA sýni úr 20 óskyldum einstaklingum af ættum með greinda arfbundna hækkun á kólesteróli (FH),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.