Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1990, Page 5

Læknablaðið - 15.11.1990, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 431-6 431 Vilmundur Guönason 1), Gunnar Sigurösson 2,3), Steve Humphries 1). NOTKUN ENSÍMHVATTRAR FJÖLFÖLDUNAR Á DNA TIL AÐ SKIMA EFTIR ERFÐAGALLA í APÓPRÓTÍN-B í ÍSLENSKUM FJÖLSKYLDUM MEÐ HÁTT KÓLESTERÓL í SERMI ÚTDRÁTTUR 1 þessari grein kynnum við notkun ensímhvattrar fjölföldunar á DNA (polymerase chain reaction, PCR) og notkun samsætusértækra þreifara (allele specific oligonucleotides, ASO) til að skima eftir stökkbreytingu í núkleótíði 10966 í geni fyrir apólípóprótín B (apo-B„,KI). Þessi stökkbreyting veldur háu kólesteróli í sermi og hefur verið lýst hjá fólki í nokkrum löndum, m.a. Danmörku, sem hefur verið greint með arfbundna kólesterólhækkun (familial hypercholesterolemia, FH). Við leituðum að stökkbreytingunni í 20 íslenskum fjölskyldum með FH, í 30 íslenskum fjölskyldum með hátt kólesteról á erfðagrundvelli en ekki með sjúkdómsgreininguna FH og í 45 tilviljanakennt völdum einstaklingum með hátt kólesteról í sermi. Enginn reyndist hafa stökkbreytinguna. Við drögum þá ályktun að þessi stökkbreyting sé ekki stór þáttur í háu kólesteróli í sermi Islendinga. INNGANGUR Arfbundnir sjúkdómar orsakast af gölluðum genum. Þessir gallar eru misauðgreinanlegir með erfðatæknilegum aðferðum. Tveimur meginflokkum stökkbreytinga hefur verið lýst. I fyrsta lagi geta verið grófar breytingar í DNA (brottföll, endurraðanir) sem eru tiltölulega áuðgreinanlegar. í öðru lagi eru svokallaðar punktbreytingar sem eru breytingar í einu eða fáum núkleótíðum í DNA. Langflestar stökkbreytingar eru punktbreytingar sem ekki greinast nema með raðgreiningu á DNA, nema því aðeins að þær valdi breytingu í klippistað skerðiensíms og breyti þannig skerðibútalengd sem sjaldnast Frá The Charing Cross Sunley Research Centre, Hammersmith, London 1), lyflækningadeild Borgarspítala 2), göngudeild fyrir blóöfitumælingar Landspitala 3). Fyrirspurnir, bréfaskipti: Vilmundur Guðnason. er. Með nýlegum aðferðum hefur verið unnt að greina hvort þekktar punktbreytingar séu til staðar í geni án þess að raðgreina DNA í hvert sinn. Til þess hafa verið notaðir samsætusértækir þreifarar (ASO) sem eru stuttir DNA bútar, samfallandi við stökkbreytt eða eðlilegt sæti (1). Einnig þarf DNA að vera í nægilegu magni til að svarið verði afgerandi. Nýleg aðferð (PCR), þar sem DNA er fjölfaldað í tilraunaglasi (2), hefur gert rannsóknir af þessu tagi auðveldari. Framangreindar aðferðir hafa verið notaðar m.a. til að greina stökkbreytingu í apólípóprótín-B (apó-B), aðalburðarprótíni í lágþéttni fituprótíni (low density lipoprotein, LDL) í blóði manna (3). Við nýttum okkur þessar aðferðir til þess að leita að erfðagalla í apó-B í einstaklingum með hátt kólesteról í sermi. Galla þessum hefur verið lýst í fjölskyldum í Bandaríkjunum (4) , Bretlandi, Danmörku (3) og Þýskalandi (5) . Hann erfist ókynbundið og ríkjandi og stafar af skiptum á adenín fyrir gúanín í stöðu basa 10699 í apó-B geni. Þessi breyting, sem er í tjáningarröð (exon) 26, veldur því að amínósýran glútamín er sett inn í prótínið í stöðu 3500 í stað argíníns í eðlilegu prótíni. Þessi breyting verður til þess að apó-B binst ekki við LDL viðtakann, m.a. á lifrarfrumum sem orsakar að þær taka ekki upp LDL, og veldur þannig auknu LDL kólesteróli í sermi viðkomandi einstaklinga. Okkur þótti því fróðlegt að kanna hvort stökkbreytingin fyndist í íslendingum með hátt kólesteról í sermi og um leið vildum við kynna þessar kröftugu aðferðir til greiningar á DNA göllum. EFNIVIÐUR Rannsökuð voru DNA sýni úr 20 óskyldum einstaklingum af ættum með greinda arfbundna hækkun á kólesteróli (FH),

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.