Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 24
446 LÆKNABLAÐIÐ samkvæmt þessum niðurstöðum. Það kemur skýrt fram að heimilislæknar eru þessu algjörlega andvígir og telja sig fullfæra um að sjá um fyrstu greiningu. Einnig ber að hafa í huga að læknar leggja mismunandi skilning í spuminguna og þá einkum orðalagið »nægilega þekkingu til að frumgreina«. Heimilislæknar telja að jafnaði, að hér sé átt við það að greina til dæmis bráðaveikindi frá öðrum tilvikum og ákvarðanir um hvort senda þurfi viðkomandi til annars sérfræðings, fremur en nákvæma sjúkdómsgreiningu. Það getur hins vegar verið að aðrir sérfræðingar hafi einmitt haft sjúkdómsgreininguna frekar í huga þegar þeir svömðu þessari spumingu, en ekki beinlínis vantraust á hæfni heimilislækna. Svo virðist sem flestir læknar séu þeirrar skoðunar, að göngudeildir á sjúkrahúsum séu ekki æskilegur kostur fyrir heilsugæsluna til þess að sinna sjúklingum utan sjúkrahúsa. Fram kemur að aðrir sérfræðingar telja í mörgum tilvikum æskilegt að þeir vinni á heilsugæslustöðvunum í fullu starfi, en heimilislæknar eru þessu yfirleitt mótfallnir. í þessu tilviki má nefna að ekki var spurt hvort æskilegt væri að hafa þá í hlutastarfi á heilsugæslustöðvum og þá innan sinna sérgreina. Slík samvinna heimilislækna og annarra sérfræðinga er víða komin á hér á landi og er talin mjög góður kostur. Ofannefndar niðurstöður styðja því fyrmefndar kenningar um það að eðli sínu samkvæmt leitist fagfélög við að fá sem stærst umráðasvæði í sinn hlut og að faglegur ágreiningur sé um það hvers konar sérmenntun sé æskilegust til þess að sjá um heilsugæslu. Svipaðar niðurstöður fengust einnig í samskonar rannsókn sem gerð var í Svfþjóð (6). Svo virðist sem enginn ágreiningur ríki um það hvort heimilislæknar eigi að fara í vitjanir eða ekki, en 1982 birtist sú fullyrðing í fjölmiðlum um að heimilislæknar hér á landi vildu alménnt ekki fara í vitjanir (11). Mikilvægt er fyrir læknastéttina að þessi skoðanamunur bitni ekki á skjólstæðingum þeirra og því full þörf á því að þessi mál verði rædd og athuguð frekar innan fagfélaganna. ÞAKKIR Rannsókn þessi var gerð með styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla íslands. Höfundar vilja færa þátttakendum í könnuninni bestu þakkir. SUMMARY Non-Physical Territoriality in Health Care Organizations in Iceland III. Because of increasing number of GPs the last years they have taken over more and more tasks which other specialities had before. This has led to conflicts and debates about use of resources and groups of patients. A study was carried out in Gothenburg 1986 with the aim of developing and testing hypothesis on non-physical territoriality in health care organizations in Sweden. Similar studies have since been carried out in other Nordic countries. Questionnaires with 65 statements and some background variables were mailed to 185 physicians in seven specialities, in Iceland. The total response rate was 81,1%, ranging from 63% by pediatricians to 100% by GPs. Other specialities were: Gynaecologists, psychiatrists, oto-laryngologists, intemists and geriatriciáns. Every specialist in question was included, except in intem medicine where the number were randomized. In this third paper one major hypothesis was tested: The members of a professional group want as big territoriality as possible for themselves. The results confirmed the theory. GPs (98%) support a demand of referral from the GP to another specialist. Other specialities are against it. GPs consider it riskier for the patient to consult »other specialists« first than to use the GP as the first contact-physician. Other specialities are ambivalent. GPs think that the primary care ought to be carried out mainly at health centres with only GPs employed full- time. Others favour more employing also »other specialists« full-time. Each speciality, except pediatrics, is against the idea of pediatricians as GPs for their clients. All groups of specialists are in favour of the GPs making home- calls. There is a considerable support for the idea that pediatricians, geriatricians, psychiatrists and other personnel from the geriatric and psychiatric clinics also make home-calls. HEIMILDIR 1. Kristjánsson H, Sigurðsson JÁ, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina I. Læknablaðið 1990; 76: 295-8. 2. Kristjánsson H, Sigurðsson JÁ, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina II. Heildræn yfirsýn og óvinsæl viðfangsefni. Læknablaðið 1990; 76: 329-33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.