Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 42
462 LÆKNABLAÐIÐ erfiðleikum við að meta nákvæmlega útbreiðslu HIV smits vegna ófullkominna upplýsinga um fjölda smitaðra einstaklinga. Hvorki upplýsingar um fjölda alnæmissjúklinga á hverjum tíma né þá, sem greinst hafa með smit og sjálfviljugir leitað eftir mótefnamælingu gegn alnæmisveiru, segja til um raunverulegan fjölda smitaðra. Skimun eftir mótefnum gegn alnæmisveiru í blóðsýnum úr einstaklingum án vitundar þeirra, þar sem persónueinkenni hafa verið afmáð (unlinked anonymous screening), hafa átt vaxandi fylgi að fagna sem aðferð til að fá niðurstöður sem eru óbjagaðar vegna sjálfvals (self- selection bias). Við Borgarspítalann hafa tvisvar verið framkvæmdar mótefnamælingar gegn alnæmisveiru af handahófi, það er árin 1986 og 1989-1990. I rannsókninni, sem framkvæmd var árið 1986 á blóðsýnum frá 1000 sjúklingum, voru persónueinkenni ekki afmáð en í hinni síðari, sem framkvæmd var árin 1989-1990 á sýnum frá 5000 sjúklingum, voru persónueinkenni afmáð. Mótefnamælingar gegn alnæmisveiru voru framkvæmdar með ELISA prófi og staðfestingarpróf voru framkvæmd með Westem blot prófi. í rannsókninni, sem framkvæmd var 1986, fannst einn einstaklingur í aldurshópnum 40-49 ára sem var smitaður af völdum alnæmisveiru og ekki var þekktur áður. I rannsókninni, sem framkvæmd var 1989-1990, fannst aðeins einn smitaður einstaklingur í aldurshópnum 20-29 ára sem ekki var þekktur áður. Niðurstöðumar benda til þess að algengi alnæmissmits hafi ekki farið vaxandi meðal sjúklinga sem koma til rannsókna á Borgarspítalann á undanfömum þremur árum. Athuganir á sjúklingum, sem koma til rannsókna á sjúkrahúsum gefa einungis óbeina vísbendingu um útbreiðslu smits í samfélaginu. Ymsir áhrifaþættir geta valdið of- eða vanmati á almennri útbreiðslu smits í samfélaginu. Þannig er líklegt að smitaðir einstaklingar leiti læknis vegna einkenna af völdum alnæmisveiru. A hinn bóginn er meirihluti þeirra sem rannsakaðir em á sjúkrahúsum eldri einstaklingar sem ekki eru eins líklegir til að vera smitaðir og þeir sem yngri eru. Einnig er hugsanlegt að margir einstaklingar, sem stunda áhættuhegðun, forðist heilbrigðisþjónustuna í lengstu lög. Mikilvægt er að settar verði reglur um skimun á blóðprófum frá einstaklingum sem gerð er án vitundar þeirra. MIÐEYRNABÓLGA - ORSAKIR OG FORSPÁRGILDI NEFKOKSRÆKTUNAR Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Einar Thoroddsen, Sigurður Stefánsson, Magnús Gottfreðsson, Haraldur Briem. Sýklarannsóknadeild, húls-, nef- og evrnadeild og lyflækningadeild Borgarspítala. Miðeymabólga (otitis media) er einn algengasti kvilli sem hrjáir böm, og benda erlendar og nýleg hérlend rannsókn til að við þriggja ára aldur hafi um 65-70% bama fengið bráða miðeymabólgu að minnsta kosti einu sinni. Engar kannanir hafa hins vegar farið fram á orsökum sjúkdómsins hér á landi og var því athugun þessi gerð. Jafnframt var leitast við að meta forspárgildi ræktunar frá nefkokssýni um sýkingarvalda í miðeyra. Til rannsóknarinnar völdust 159 böm á aldrinum 6 mánaða til 12 ára (meðalaldur 2 ár) sem leituðu til háls-, nef- og eymadeildar Borgarspítala á tímabilinu nóvember 1988 til janúar 1990 vegna bráðrar miðeymabólgu. Var rannsókn þessi hluti af samanburðarrannsókn á amoxicillini og loracarbef og var gerð í samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co. Greining var staðfest með klínískri skoðun og var sýni tekið til ræktunar með ástungu á hljóðhimnu (tympanocentesis) í öllum tilvikum (á báðum eyrum í 35 tilvikum). Jafnframt var tekið sýni úr nefkoki 148 bama. »Jákvætt« strok frá nefkoki var skilgreint sem sýni er úr óx sami sýkill og frá ástungu á hljóðhimnu. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir þessi tengsl. Eru hér eingöngu kynntar niðurstöður bakteríuræktana. Frá 75 af 159 miðeyrasýnum (47%) uxu 84 sjúkdóms- valdar og skiptust eftir tegundum sem hér segir: Sýkill Fjöldi % S. pneumoniae......................... 34 41 H.influenzae ......................... 32 38 B.catarrhalis ......................... 6 7 S.aureus .............................. 3 4 S.pyogenes............................. 1 1 Peptococcus............................ 1 1 Gram-neikv.stafir/aðrir................ 7 8 Alls 84 100 Af H. influenzae stofnum framleiddu 9 (28%) /3-lactamasa en hinsvegar allir B. catarrhalis stofnanna. Tengsl sýkils í nefkoki við tilvist sama stofns í eyra voru sem hér segir, og er bæði litið til allra stofna og auk þess algengustu sýklanna sérstaklega: Næmi Sértæki Jákvætt forspárgildi Neikv. forspárgildi Allir 78% 15% 45% 44% S.pneumoniae.... 83% 49% 29% 94% H.infiuenzae 88% 57% 36% 94% B.catarrhalis 100% 48% 8% 100% Algengustu orsakir bráðrar miðeymabólgu í þessari rannsókn voru S. pneumoniae og H. influenzae og er það í samræmi við aðrar kannanir. Jákvætt forspárgildi nefkoksræktana er lítið og gagnslaust við orsakagreiningu sjúkdómsins. Kjörmeðferð bráðrar miðeymabólgu hefur að dómi flestra verið penicillín eða ampicillín og skyld lyf. I þessari rannsókn reyndust hins vegar 27% greindra stofna vera ónæmir fyrir þessum lyfjum og bar þar mest á H. influenzae og B. catarrhalis er framleiddu /3-lactamasa. Virðist því ef til vill ástæða til að huga að öðrum lyfjum við upphafsmeðferð miðeymabólgu, til dæmis trimethoprim-sulfamethoxazole (Primazol®, Bactrim®, Sulfotrim®) eða amoxicillin-clavulanate (Augmentin®). að minnsta kosti til handa mjög veikum bömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.