Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 461 MINNKANDI ALGENGI MÓTEFNA GEGN LIFRARBÓLGUVEIRU A Á ÍSLANDI Haraldur Briem. Rannsókna- og Ivflækningadeild Borgarspítala. A þessari öld gekk smitandi lifrarbólga í faröldrum allt til ársins 1953 en eftir þann tíma hafa skráð tilfelli af smitandi lifrarbólgu verið fátíð. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að lifrarbólguveira A (HAV) hafi verið meginorsök faraldra af völdum smitandi lifrarbólgu hérlendis. Algengi smits af völdum HAV var rannsakað með IgG mótefnamælingu gegn HAV (anti-HAV) árið 1987. Niðurstöðumar voru bomar saman við hliðstæða rannsókn sem framkvæmd var 1979 með það fyrir augum að kanna breytingar á algengi smits af völdum HAV. Notast var við ELISA tækni við anti-HAV mælingamar (HEPANOSTIKAR, ORGANON TEKNIKA). Rannsökuð voru sermi frá 445 utanspítalasjúklingum án þekktra lifrarsjúkdóma. Samsvarandi fjöldi sjúklinga frá árinu 1979 var 623. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu marktæka aukningu á algengi anti-HAV í sermi meðal þeirra sem eldri voru en 50 ára. Algengi anti-HAV var marktækt minna í aldurshópnum 40-49 ár (X2-9,492; p<0,01) og 50- 59 ára (X2=9,30l; p<0,0l) 1987 í samanburði við Anti-HAV positive, % Anti-HAV positive, % samsvarandi aldurshópa 1979 (mynd 1). Enginn munur reyndist á algengi anti-HAV milli þessara ára ef miðað var við fæðingarár (mynd 2). Enginn munur reyndist á algengi anti-HAV eftir kynjum eða eftir búsetu, það er eftir því hvort einstaklingar bjuggu utan eða innan stór- Reykjavíkursvæðisins. Algengi anti-HAV er lágt meðal einstaklinga sem fæddir eru eftir 1940 og algengið fór minnkandi í aldurshópnum 40-60 ára á árunum 1979-1987. Æ stærri hluti íslensku þjóðarinnar verður næmur fyrir HAV. Því er mikils um vert að vemda einstaklinga sem ferðast til svæða þar sem smitandi lifrarbólga A er staðbundin og upplýsa samkynhneigða og fíkniefnaneytendur, sem em í aukinni smithættu, um smitleiðir sjúkdómsins. SMITANDI LIFRARBÓLGA MEÐAL FÍKNIEFNANEYTENDA Á ÍSLANDI Ólöf Jónsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Haraldur Briem. Lyflækninga- og rannsóknadeild Borgarspítala. Á Islandi hefur nýgengi skráðra sjúkdómstilfella af völdum smitandi lifrarbólgu minnkað úr 87/100,000 íbúa á ári á 4. áratug þessarar aldar niður í 2,2/100,000 íbúa á ári á núverandi áratug. Talið er að flest þessara sjúkdómstilfella megi rekja til lifrarbólgu A (HA). Kerfisbundnar mótefnamælingar gegn lifrarbólguveim A (anti-HAV IgM) og lifrarbólguveiru B (anti-HBc), ásamt mótefnavaka hennar (HBsAG), frá sjúklingum með grun um bráða smitandi lifrarbólgu hófust hins vegar ekki hérlendis fyrr en í ársbyrjun 1986. Notast var við ELISA tækni við mælingamar (ORGANON TEKNIKA). Meðalnýgengi lifrarbólgu A (/100,000 íbúa/ár) árin 1986- 1989 var 4,9 og meðalnýgengi lifrarbólgu B (HB) var á sama tíma 5,2. Af þeim 49 einstaklingum sem greindust með HA reyndust 22 (45%) hafa smitast í tengslum við utanlandsferðir. Á árinu 1989 reyndust níu einstaklingar af þeim 15 (60%) sem greindust með HA hafa sögu um fíkniefnaneyslu en á árunum áður fékkst ekki fram saga um slíkt meðal þeirra sem höfðu HA. Af þeim 51 einstaklingi sem greindist með HB höfðu 12 (23,5%) sögu um fíkniefnaneyslu en 11 þeirra greindust 1989. Á þeim fjómm árum, sem rannsóknin náði yfir, var nýgengi HA og HB svipað og reyndist hærra en skráð nýgengi smitandi lifrarbólgu á þessum áratug. Á árinu 1989 varð aukning á bæði HA og HB meðal fíkniefnaneytenda. Lifrarbólguveira B smitast í flestum tilvikum með blóðblöndun og því eðlilegt að fíkniefnaneytendur sem sprauta sig séu í hættu á að smitast af þeirri veim. Lifrarbólguveiran A smitast hins vegar nánast alltaf vegna saurmengaðrar fæðu eða drykkjar, bæði meðal þeirra sem sprauta sig og hinna sem ekki gera það. Ekki tókst að sýna fram á með hvaða hætti íslensku fíkniefnaneytendumir smituðust af völdum lifrarbólguveim A en getum hefur verið leitt að því að fíkniefnin hafi saurmengast við flutning landa á milli. ALGENGI HIV SMITS MEÐAL SJÚKLINGA SEM RANNSAKAÐIR VORU Á BORGARSPÍTALANUM 1986 OG 1989-1990 Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson, Egill Þ. Einarsson. Rannsókna- og Ivflækningadeild Borgarspítala. Heilbrigðisyfirvöld um heim allan eiga í miklum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.