Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 467 ALGENGI HYPERTROPHISKRAR CARDIOMYOPATHY MEÐAL KVENNA Uggi Agnarsson, Þórður Harðarson, Nikulús Sigfússon. Rannsóknarstöð H'jartaverndar, iyjiœkningadeiid Landspítala. Tilgangur: Að finna lágmarks algengi hypertrophiskrar cardiomyopathy (HCM) meðal kvenna er völdust til þátttöku í hópskoðun Hjartavemdar. Fyrri rannsóknir bæði hérlendis og erlendis benda til þess að um 74- 98% einstaklinga með HCM hafi hjartaritsbreytingar utan eðlilegra marka. Við ákváðum því að nota óeðlilegt hjartarit sem skimunaraðferð en greina HCM síðan með hjartaómskoðun. Efniviður: Af 3922 konum, 2997 fæddum 1916-35 og 925 fæddum 1940-54, sem höfðu mætt til skoðunar á vegum Hjartavemdar 1981-83 reyndust 358 (9,1%) hafa EKG utan eðlilegra marka. Af 358 höfðu 13 (3,6%) Iátist en 274 (77%) mættu -HÓPUR A, til viðmiðunar völdust 89 konur úr sama þýði og mættu 68 (75%) -HÓPUR B. Aðferðir: Gerð var ein- og tvívíddarómskoðun, EKG, saga og skoðun. HCM var skilgreind sem staðbundin þykknun veggja vinstri slegils að minnsta kosti 1,5 cm þar sem mesta lagbilsvídd var ekki aukin miðað við eðlilegt hjarta og sjúkdómar, sem valda ofþykknun hjarta svo sem saga um háþrýsting eða hjartalokusjúkdómur, kransæðastífla eða coarctation voru útilokaðir. Skoðun með doppler var gerð hjá konum með HCM og hluta hóps B til samanburðar. Farið var yfir dánarvottorð og krufninganiðurstöður þeirra 13 kvenna sem látist höfðu á tímabilinu frá skoðun Hjartavemdar til ársloka 1988. Niðurstöður: Úr hópi A greindust fimm konur með HCM, meðalaldur 55±l 1 ár, tvær höfðu fyrri sögu um HCM. þrjár konur höfðu staðfesta sögu um HCM meðal náinna ættingja. Hjartaóhljóð í slagbili heyrðist hjá fjórum konum og hjá þremur þeirra var hljóðið dæmigert það er að segja varð lágværara við að sitja á hækjum sér, en hávært í uppréttri stöðu. SAM hreyfing á mitralloku sást hjá þremur. Af 13 dauðsföllum, meðalaldur 65 ár, höfðu verið gerðar sjö krufningar, reyndist ein hafa óútskýrða hypertrophiu á hjarta (398g), ekki saga um háþrýsting, blóðþrýstingur mældist 140/90 mm Hg sjö mánuðum fyrir skyndilegan dauða en hafði verið einkennalaus. Vefjasýni úr hjarta sýndi hypertrophiu á vöðvafibrum en ekki fannst misgengi. Kransæðaþrengsli voru til staðar í LAD en skýra ekki hypertrophiu hjartans. Konan er hér talin hafa HCM. Aðrir látnir voru ekki taldir hafa haft líkur á HCM. Við fundum engin tilfelli HCM í viðmiðunarhópnum (B). Samtals fundum við því 6 HCM tilfelli meðal 286 kvenna sem höfðu haft óeðlilegt hjartarit við skoðun eða 2% algengi í þeim hópi. Reiknað lágmarks algengi HCM meðal miðaldra kvenna (32-73 ára) er því reiknað 153/100.000 það er 1,5 í 1000. FLOKKUN ÆÐAÞRENGSLA OG ÁHRIF TÍMA OG ÁHÆTTUÞÁTTA Á FRAMGANG KRANSÆÐASJÚKDÓMS í 213 SJÚKLINGUM SEM FARIÐ HAFA í FLEIRI EN EINA KRANSÆÐAMYNDATÖKU Magnús Karl Pétursson, Einar Jónmundsson, Ásmundur Brekkan, Helgi Sigvaldason, Þórður Harðarson. Lvflækningadeild og röntgendeild Landspítala. Kransæðamyndir 213 sjúklinga sem myndaðir voru oftar en einu sinni með 1-11 ára millibili voru skoðaðar með tilliti til þrengsla og lokunar æðahluta. Kerfi American Heart Association til skiptingar kransæðakerfisins í æðahluta og flokkunar þrengsla var notað við úrvinnsluna. Æðaþrengsli voru einnig flokkuð í sex undirflokka með tilliti til lengdar, óreglulegs yfirborðs og miðlægrar eða hliðlægrar legu þeirra. Marktæk fylgni var milli tíma milli rannsókna og aukinna þrengsla (r = 0,347, p < 0,001). Enda þótt lokun kransæða komi fyrir í eðlilegum æðahlutum var mun algengara að fyrirliggjandi þrengsli leiddu til lokunar og algengast var að þrengsli > 75% leiddu til lokunar, 22,7% á móti 9,4% í þrengslum <75%, p < 0,0001. Stutt þrengsli (< 5 mm) leiddu sfður til lokunar en löng þrengsli (> 5 mm), 8,2% á móti 14,3% p < 0,01. Lokun þrengsla með óreglulegu yfirborði var 15,5% á móti 9,3% með sléttu yfirborði p < 0,01. Martæk fylgni var hins vegar ekki milli versnunar eða lokunar æðahluta og hefðbundinna áhættuþátta, cholesterol, HDL/cholsterolesterol hlutfalls, reykinga og háþrýstings. ER 20% FÆKKUN KRANSÆÐATILFELLA OG DAUÐSFALLA Á ÍSLANDI EFTIR 1980 TENGD BREYTINGUM Á VÆGI ÁHÆTTUÞÁTTA? Nikulás Sigfússon, Helgi Sigvaldason, Gunnar Sigurðsson. Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Athugaðar voru heilbrigðisskýrslur síðustu áratuga með tilliti til kransæðadauðsfalla (5 ára tímabil, aldursstöðluð). Veruleg aukning varð á tímabilinu 1951-1955 til 1966- 1970. Tíðnin hélst svipuð til 1980 en síðan hefur orðið marktæk lækkun. meðal karla um 20% en 15% meðal kvenna. MONICA (monitoring of trends and determinants in cardiovascular diseases) rannsókn Hjartavemdar hefur einnig leitt í Ijós svipaða fækkun kransæðatilfella á Islandi frá 1980-1986 í aldurshópi 25-74 ára. Reiknað var út meðalvægi forspárgildis þriggja helstu áhættuþátta (kólesteról, reykingar og háþrýstingur) þátttakenda 45-64 ára sem komu í fyrsta sinn í hóprannsókn Hjartavemdar á tímabilinu 1967-1983. Frá 1975 hefur heildarvægi þessara þriggja áhættuþátta þátttakenda lækkað um 30%, allir þrír áhættuþættimir hafa minnkað í vægi. Þannig hafa 95% mörkin fyrir kólesteról miðaldra karla lækkað úr 8,5 mmol/1 í um 7,8 mmol/1 og samtímis hefur áhætta efstu 5% á kransæðasjúkdómi minnkað stórlega. Þessar niðurstöður benda til þess að fækkun kransæðatilfella og dauðsfalla eftir 1980 megi rekja að talsverðu leyti til minnkandi vægis helstu þriggja áhættuþáttanna. kólesteróls, reykinga og háþrýstings. Áhrifa breytinga á áhættuþáttum virðist fyrst gæta nokkrum ámm eftir breytinguna í minnkandi tíðni kransæðatilfella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.