Læknablaðið - 15.02.1991, Qupperneq 42
78
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 78-81.
Anna Stefánsdóttir (1), Sveinn Magnússon (2), Þorsteinn Blöndal (3)
LÆKNAR OG REYKINGAR
ÁGRIP
Reykingavenjur íslenskra lækna voru kannaðar
í úrtaki 166 karla og 29 kvenna á aldrinum
26-79 ára. Árið 1989 reyktu 13% daglega en
önnur 13% sjaldnar. Daglegar reykingar voru
tvisvar til þrisvar sinnum fátíðari en meðal
almennings, en tækifærisreykingar voru á hinn
bóginn tvisvar til þrisvar sinnum algengari.
Með hækkandi aldri jókst tíðni reykinga
en einnig höfðu þá fleiri hætt að reykja.
Vinsælustu reykfærin voru sígarettur (39%),
vindlar (27%) og pípa (27%). Minnst var um
reykingar meðal heimilislækna en mest meðal
lyflækna og geðlækna. Algengasta ástæða sem
læknar gáfu upp fyrir því að reykja ekki var
að »halda heilsunni«. Læknar réðu fólki frá
því að reykja, einkum ef reykingasjúkdómar
höfðu fundist eða, ef fólk hafði sjálft fært
reykingar sfnar í tal en miklu síður ella.
Einnig fór ráðgjöf læknis í þessu efni að
verulegu leyti eftir því hvort hann/hún reykti
eða ekki.
INNGANGUR
Erlendis hafa reykingavenjur lækna oft og
víða verið athugaðar (1,2). Slíkar kannanir
hafa ekki verið gerðar hérlendis nema á
einstaka vinnustöðum (3,4). Árið 1987 ákvað
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)
að hvetja læknafélög Evrópu til að kanna
reykingavenjur lækna (5). Megin tilgangurinn
var að vekja lækna til umhugsunar um þátt
sinn í tóbaksvömum (6). Að frumkvæði
Læknafélags Islands var ákveðið að gera
könnun á reykingavenjum íslenskra lækna
enda engin heildargögn til um þær áður.
EFNIVIÐUR
Unninn var spumingalisti úr tillögum WHO
(5). Notuð var félagaskrá L.í. í ársbyrjun
1989 voru á skrá 1192 læknar, þar af 354
Frá 1) læknadeild Háskóla íslands, 2) Heilsugæslunni
i Garöabæ, 3) lungna- og berklavarnadeild
Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Þorsteinn Blöndal.
Tafla I. Reykingavenjur lœkna.
Reykingavenjur Fjöldi %
Hafa aldrei reykt .... 73 (37.4)
Hætt .... 70 (35.9)
Reykja minna en daglega .... 26 (13.3)
Reykja daglega .... 26 (13.3)
Alls 195 100
Tafla II. Reykingavenjur og aldur.
Aldur Fjöldi alls (n) Aldrei reykt % Hætt % Reykja stundum % Reykja daglega %
26-29 ... ... 26 (53.8) (23.1) (11.5) (11.5)
30-39 ... .. . 40 (50.0) (17.5) (22.5) (10.0)
40-49 ... ... 56 (28.6) (41.1) (16.1) (14.3)
50-59 .... ... 37 (37.8) (37.8) (5.4) (18.9)
60-69 ... ... 25 (32.0) (52.0) (8.0) (8.0)
70-79 .... ... 11 (9.1) (63.6) (9.1) (18.2)
erlendis. Var ákveðið að úrtakið skyldi ná
til 200 lækna í skránni, sem búsettir væm
hér á landi (tæp 24%). í febrúar og mars
1989 var haft símasamband við læknana
eftir stafrófsröð. Gerðar vom að minnsta
kosti þrjár tilraunir til að ná í lækni áður en
annar varð fyrir valinu. Efri aldursmörk voru
miðuð við 79 ár. Féllust 195 á að taka þátt
í könnuninni en þrír karlar og tvær konur
færðust undan. Þátttakendur voru því 166
karlar og 29 konur á aldrinum 26-79 ára
(7). Kandídatar vom 22 (11%), læknar í
framhaldsnámi 17 (9%), sérfræðingar 145
(75%) og læknar án sérfræðiviðurkenningar
vom 7 (4%). Upplýsingar vantaði um fjóra
(2%). Gögnin vom tölvuunnin.
NIÐURSTÖÐUR
Reykingavenjur læknanna koma fram í töflu I.
Tuttugu og sex eða 13.3% reyktu daglega, þar
á meðal ein kona. Jafn mörg reyktu sjaldnar
en daglega, þar af fjórar konur.
Sjötíu og þrjú (37.4%) höfðu aldrei reykt.