Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 127-30. 127 Ólöf Jónsdóttir 1), Egill Þ. Einarsson 2), Siguröur Guömundsson 1,2) Haraldur Briem 1,2) SMITANDI LIFRARBÓLGUR A OG B GREINDAR Á RANNSÓKNADEILD BORGARSPÍTALANS 1986-1989 OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ FÍKNIEFNANEYSLU ÚTDRÁTTUR Almennar mælingar á mótefnum gegn lifrarbólguveiru A og B og mótefnavaka lifrarbólguveiru B hófust á rannsóknadeild Borgarspítalans í ársbyrjun 1986. Til loka árs 1989 voru rannsökuð 3088 sýni (að meðaltali 772 sýni/ár). Á þessum fjórum árum reyndist nýgengi lifrarbólgu A 4.9/100.000 íbúa á ári og nýgengi lifrarbólgu B 5.2/100.000 íbúa á ári. Flestir þeirra, sem greindust með lifrarbólgu A eða 28/49 (57%), höfðu smitast erlendis og þar af höfðu 22 íslendingar smitast í tengslum við utanlandsferðir eða 45% þeirra sem greindust með sjúkdóminn. Hjá flestum þeirra, sem greindust með lifrarbólgu B, var ekki unnt að tengja smitun atferli en 12/52 (23%) reyndust hafa sögu um fíkniefnaneyslu í æð og greindust 11 þeirra á árinu 1989. Á árinu 1989 reyndust 9/15 (60%) þeirra, sem greindust með lifrarbólguveiru A, hafa sögu um fíkniefnaneyslu en á árunum áður fékkst ekki fram saga um slíkt meðal þeirra sem höfðu lifrarbólgu A. Af fjórum einstaklingum, sem greindust með bæði lifrarbólgu A og B, voru þrír fíkniefnaneytendur og einn var ættleitt bam erlendis frá. Niðurstöður þessarar rannsóknar leiða í ljós svipað nýgengi lifrarbólgu A og B. Nýgengi þessara sjúkdóma er mun hærra en skráð nýgengi smitandi lifrarbólgu. Báðir þessir sjúkdómar breiðast um þessar mundir út meðal fíkniefnaneytenda og hefur lifrarbólga A greinst bæði meðal þeirra sem sprauta sig og hinna sem ekki gera það. INNGANGUR Smitandi lifrarbólga hefur gengið í faröldrum Frá lyflækningadeild 1) og rannsóknadeild 2) Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Haraldur Briem. á íslandi á þessari öld allt til ársins 1953 (1). Eftir það hafa skráð tilfelli af smitandi lifrarbólgu verið fá á ári hverju. Þannig hefur nýgengi skráðra sjúkdómstilfella minnkað úr 87/100.000 íbúa á ári á fjórða áratugi þessarar aldar niður í 1.2/100.000 íbúa á ári í lok níunda áratugs aldarinnar (2,3). Talið er að flest þessara sjúkdómstilfella megi rekja til lifrarbólgu A (1,2,4). Kerfisbundnar mótefnamælingar gegn lifrarbólguveim A (anti-HAV IgM) og lifrarbólguveiru B (anti- HBc), ásamt mótefnavaka hennar (HBsAg), frá sjúklingum með grun um bráða smitandi lifrarbólgu hófust hins vegar ekki hérlendis fyrr en í ársbyrjun 1986. Rannsókn þessi er byggð á mælingum mótefna og mótefnavaka gegn lifrarbólguveirum A og B fyrstu fjögur árin sem þær hafa verið stundaðar á rannsóknadeild Borgarspítalans. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Frá 1. janúar 1986 til 31. desember 1989 voru send samtals 3088 sýni (meðaltal: 772 sýni á ári) til blóðvatnsrannsókna á rannsóknadeild Borgarspítalans vegna gruns um smitandi lifrarbólgu. Sýni bárust frá sjálfstætt starfandi læknum, heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum landsins enda var rannsóknadeildin eini aðilinn hérlendis sem framkvæmdi slíkar rannsóknir, ef grunur var um lifrarbólgu, fram á mitt ár 1988. Notast var við anti-HAV IgM mótefnamælingar til greiningar á lifrarbólgu A og anti-HBc mótefnamælingar og HBsAg til greiningar á lifrarbólgu B. ELISA tækni var notuð við mælingarhar (Organon Teknika, B.V., Boxtel, Holland). Klínískra upplýsinga var leitað í sjúkraskýrslum eða beint frá læknum. Ekki tókst að afla upplýsinga um áhættuþætti hjá 11 einstaklingum með lifrarbólgu A og átta með lifrarbólgu B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.