Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 50
166
LÆKNABLAÐIÐ
GRUNNKRÖFURNAR OG NORRÆNA
SAMVINNUÁÆTLUNIN
Hverjar eru síðan grunnkröfumar? Annað
mikilvægt stefnumið verður að vera, að
draga úr misrétti, sem ríkir í heilbrigðis- og
félagsmálum milli einstakra þjóðfélagshópa og
milli þjóðlanda.
Þar koma til tvenns konar úrræði,
breytingar á lífsstíl og betra umhverfi. I
því sambandi skiptir meðal annars máli
tollastefna sem hvetur til hollari neyzlu, bætt
umferðarmenning og að gætt sé hollustuhátta
og öryggis á vinnustöðum. Velferð bama
verður að setja á oddinn og tryggja öldruðum
að þeir fái notið sín. Undirstaða þess er
persónulegt og fjárhagslegt sjálfstæði
einstaklinganna.
Þrátt fyrir góðan vilja Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar og heimsbyggðarinnar
allrar, verðum við að gera ráð fyrir því, að
sjúkdómar muni áfram herja á mannfólkið.
Fötluðum og vangefnum þarf að sinna eftir
sem áður. Þeir þurfa ekki að vera félagslega
hamlaðir, enda er gert ráð fyrir þörfum
þeirra í norrænu samvinnuáætluninni á sviði
heilbrigðis- og félagsmála.
Mikilvægur hluti áætlunarinnar fjallar um
rannsóknir og úrræði til að koma áætluninni
í framkvæmd. Rannsóknimar verða að miða
að öflun nýrrar vitneskju og ákvörðun um
hvemig henni skuli beitt í þágu almennings.
Annar mikilvægur þáttur er kerfisbundið mat á
heilbrigðistækni, gamalli og nýrri. Tekið verði
mið af kostnaði og siðfræði, virkni og öryggi.
Útfærsla áætlunarinnar felst meðal annars í
lausn ákveðinna verkefna, sem ýmist em
unnin í norrænum stofnunum, fastanefndum
eða nefndum skipuðum um ný verkefni,
samanber meðfylgjandi töflu.
VERKEFNIN OG
VINNUMARKAÐURINN
Augljóst er, að í heilbrigðisþjónustunni
ber að leitast við, að finna þá þætti í
samfélaginu, sem hættulegir eru heilsu manna.
Heilsuvemdin felst í því að útiloka þessa
þætti.
Unnið er að því í samvinnu við ýmsar
stofnanir, að hefja rannsóknir sem geta
hjálpað okkur að finna orsakir meiriháttar
heilbrigðisvandamála á Norðurlöndum.
Helztu þœttir á sviði norrœnnar samvinnu um heilbrigðis-
og félagsmál:
1.1 Verkefni á sviöi heilbrigöismála
1.1.1 Sérstök verkefni, þar meö taldar rannsóknir
á orsökum helztu heilbrigöisvandamála á
Norðurlöndum og aögeröir vegna þeirra, svo
sem framkvæmdaáætlunin gegn krabbameini
1.1.2 Sammnorrænt átak gegn eyðni og eyönismitun
1.1.3 Samvinna á sviöi læknisfræöilegrar tölfræöi
1.1.4 Samnorrænn vinnumarkaöur starfsfólks á sviöi
heilbrigðismála
1.1.5 Prófun efna til nota í tannlækningum
1.1.6 Samstarf í lyfjamálum
1.2 Verkefni á sviöi félagsmála
1.2.1 Samvinna um félagslega aöstoö, leiðbeiningar
og félagsráögjöf
1.2.2 Samvinna um aögeröir í málefnum er varöa
börn, unglinga og fjölskyldur
1.2.3 Samvinna varöandi umönnun aldraöra
1.2.4 Samvinna um málefni fatlaöra
1.2.5 Samvinna um félagslega tölfræði
1.2.6 Samvinna um aðgerðir í fíkniefnamálum
1.3 Verkefni á sviöi heibrigöis- og félagsmála
1.3.1 Samvinna um norræna sjúkratryggingu
1.4 Sameiginlegar rannsóknir og þróunarstarf á
sviöi heilbrigöis- og félagsmála
1.5 Framhalds- og viðhaldsmenntun starfsfólks í
heilbrigöis- og félagsþjónustu
1.6 Upplýsinga- og útgáfustarfsemi
2.0 Norrænar stofnanir
2.1 Norræni heilþrigöisfræöaháskólinn í Gautaborg
2.2 Norræna lyfjanefndin í Uppsölum
2.3 Norræna stofnunin fyrir prófun á efnum til
tannlækninga í Haslum
2.4 Norræna nefndin um áfengis- og
fíkniefnarannsóknir í Helsinki
2.5 Norræna nefndin um málefni fatlaöra í
Vállingbyn
2.6 Norræna kennslustofnunin í Drottningarlundi
fyrir kennara þeirra sem bæöi eru heyrnarlausir
og blindir
3.0 Fastanefndir
3.1 Norræna hagskýrslunefndin
3.2 Norræna nefndin um heilbrigðisskýrslur
3.2.1 - gagnabankar og upplýsingakerfi á sviöi
heilbrigöismála
3.2.2 - heilbrigöis-vísitölur
3.2.3 - sjúkdómaflokkanir
3.2.4 - slysa- og óhappaskráning
3.2.5 - læknisfræðileg fæöingaskráning
Eitt forvamaverkefni, sem þegar er komið
vel á veg, er áætlun um aðgerðir gegn
krabbameini. í athugun eru önnur verkefni, er
varða hjarta- og æðasjúkdóma, sjálfsmorð og
slys. Skjótt var brugðist við eyðni og ýmsar
ráðstafanir hafa verið gerðar í samræmi við
tillögur sérstakrar vinnunefndar, sem sett var í
málið. Fyrir því hefir verið gerð grein í ritinu
Eyðni á Norðurlöndunum, sem út kom árið
1988.