Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 50
166 LÆKNABLAÐIÐ GRUNNKRÖFURNAR OG NORRÆNA SAMVINNUÁÆTLUNIN Hverjar eru síðan grunnkröfumar? Annað mikilvægt stefnumið verður að vera, að draga úr misrétti, sem ríkir í heilbrigðis- og félagsmálum milli einstakra þjóðfélagshópa og milli þjóðlanda. Þar koma til tvenns konar úrræði, breytingar á lífsstíl og betra umhverfi. I því sambandi skiptir meðal annars máli tollastefna sem hvetur til hollari neyzlu, bætt umferðarmenning og að gætt sé hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum. Velferð bama verður að setja á oddinn og tryggja öldruðum að þeir fái notið sín. Undirstaða þess er persónulegt og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna. Þrátt fyrir góðan vilja Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar og heimsbyggðarinnar allrar, verðum við að gera ráð fyrir því, að sjúkdómar muni áfram herja á mannfólkið. Fötluðum og vangefnum þarf að sinna eftir sem áður. Þeir þurfa ekki að vera félagslega hamlaðir, enda er gert ráð fyrir þörfum þeirra í norrænu samvinnuáætluninni á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Mikilvægur hluti áætlunarinnar fjallar um rannsóknir og úrræði til að koma áætluninni í framkvæmd. Rannsóknimar verða að miða að öflun nýrrar vitneskju og ákvörðun um hvemig henni skuli beitt í þágu almennings. Annar mikilvægur þáttur er kerfisbundið mat á heilbrigðistækni, gamalli og nýrri. Tekið verði mið af kostnaði og siðfræði, virkni og öryggi. Útfærsla áætlunarinnar felst meðal annars í lausn ákveðinna verkefna, sem ýmist em unnin í norrænum stofnunum, fastanefndum eða nefndum skipuðum um ný verkefni, samanber meðfylgjandi töflu. VERKEFNIN OG VINNUMARKAÐURINN Augljóst er, að í heilbrigðisþjónustunni ber að leitast við, að finna þá þætti í samfélaginu, sem hættulegir eru heilsu manna. Heilsuvemdin felst í því að útiloka þessa þætti. Unnið er að því í samvinnu við ýmsar stofnanir, að hefja rannsóknir sem geta hjálpað okkur að finna orsakir meiriháttar heilbrigðisvandamála á Norðurlöndum. Helztu þœttir á sviði norrœnnar samvinnu um heilbrigðis- og félagsmál: 1.1 Verkefni á sviöi heilbrigöismála 1.1.1 Sérstök verkefni, þar meö taldar rannsóknir á orsökum helztu heilbrigöisvandamála á Norðurlöndum og aögeröir vegna þeirra, svo sem framkvæmdaáætlunin gegn krabbameini 1.1.2 Sammnorrænt átak gegn eyðni og eyönismitun 1.1.3 Samvinna á sviöi læknisfræöilegrar tölfræöi 1.1.4 Samnorrænn vinnumarkaöur starfsfólks á sviöi heilbrigðismála 1.1.5 Prófun efna til nota í tannlækningum 1.1.6 Samstarf í lyfjamálum 1.2 Verkefni á sviöi félagsmála 1.2.1 Samvinna um félagslega aöstoö, leiðbeiningar og félagsráögjöf 1.2.2 Samvinna um aögeröir í málefnum er varöa börn, unglinga og fjölskyldur 1.2.3 Samvinna varöandi umönnun aldraöra 1.2.4 Samvinna um málefni fatlaöra 1.2.5 Samvinna um félagslega tölfræði 1.2.6 Samvinna um aðgerðir í fíkniefnamálum 1.3 Verkefni á sviöi heibrigöis- og félagsmála 1.3.1 Samvinna um norræna sjúkratryggingu 1.4 Sameiginlegar rannsóknir og þróunarstarf á sviöi heilbrigöis- og félagsmála 1.5 Framhalds- og viðhaldsmenntun starfsfólks í heilbrigöis- og félagsþjónustu 1.6 Upplýsinga- og útgáfustarfsemi 2.0 Norrænar stofnanir 2.1 Norræni heilþrigöisfræöaháskólinn í Gautaborg 2.2 Norræna lyfjanefndin í Uppsölum 2.3 Norræna stofnunin fyrir prófun á efnum til tannlækninga í Haslum 2.4 Norræna nefndin um áfengis- og fíkniefnarannsóknir í Helsinki 2.5 Norræna nefndin um málefni fatlaöra í Vállingbyn 2.6 Norræna kennslustofnunin í Drottningarlundi fyrir kennara þeirra sem bæöi eru heyrnarlausir og blindir 3.0 Fastanefndir 3.1 Norræna hagskýrslunefndin 3.2 Norræna nefndin um heilbrigðisskýrslur 3.2.1 - gagnabankar og upplýsingakerfi á sviöi heilbrigöismála 3.2.2 - heilbrigöis-vísitölur 3.2.3 - sjúkdómaflokkanir 3.2.4 - slysa- og óhappaskráning 3.2.5 - læknisfræðileg fæöingaskráning Eitt forvamaverkefni, sem þegar er komið vel á veg, er áætlun um aðgerðir gegn krabbameini. í athugun eru önnur verkefni, er varða hjarta- og æðasjúkdóma, sjálfsmorð og slys. Skjótt var brugðist við eyðni og ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar í samræmi við tillögur sérstakrar vinnunefndar, sem sett var í málið. Fyrir því hefir verið gerð grein í ritinu Eyðni á Norðurlöndunum, sem út kom árið 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.