Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 151 Coxarthrosis in seventeen siblings ?_? 1863 1875 Li ____________1890 1899 “ g Éé.ÉÉéÉéÉfÉSÉÉmémÉ CD CO CD CD CO CD COCOCD CO CDCDCDCDCOCO CD -*• -^-xrororo rororococococococo-Þ. 'NÍ 03 CD O -*■ CO -Cx-UlCD -‘COCn'OCDCD-* co Legend □ Male QFemale 0 Deceased 0 Arthrosis in hips ö» ®Unknown CD é É ■ CD CD CD O —1 —*• od ro ro eða stirðleika í mjöðmum og verk í nárum við gang. Eitt hefur ekki komið til skoðunar. (Sjá ættartré.) Þau systkinanna 17, sem hafa slitgigt í mjöðmum, fengu einkenni, verki í nára og stirðleika, að meðaltali 36 ára gömul (16-70 ára). Sjö af 17 systkinum hafa gengist undir gerviliðsaðgerðir á mjöðmum og fengið samtals 12 gerviliði. Fjögur systkini eru á biðlista fyrir gerviliðsaðgerðir á mjöðmum vegna slitgigtar og bíða tvö þeirra aðgerða á báðum mjöðmum. Ekkert bendir til þess að slitgigtin sé áunnin og engir sjúkdómar hafa fundist í þessum systkinum, sem vitað er að geta valdið slitgigt í mjöðm. CE hom sem mælt var samkvæmt aðferð Wibergs mældist 38° að meðaltali (30°-45°) sem sýnir að ekki er um augnkarlsmisvöxt (dysplasia acetabularis) að ræða (8). Fólk þetta er mjög heilsuhraust og einkenni frá öðrum liðum eru fátíð. Móðir systkinanna 17 hafði slitgigt í mjöðmum og hefur gengist undir gerviliðaaðgerðir á báðum mjöðmum. Hún átti sex systkini, fimm þeirra höfðu einkenni frá mjöðmum, þrjú þeirra hafa fengið gervilið í mjöðm. Sjötta systkinið dó 24 ára gamalt. (Sjá ættartré.) Móðuramma þessara 17 systkina var ljósmóðir. Hún varð nær örkumla vegna verkja og stirðleika í mjöðmum fyrir fertugt og varð að hætta störfum vegna þessa. Vitað er um fjölda fólks í móðurætt sem var örkumla vegna verkja og stirðleika í mjöðmum. Meðal annars tveir bræður móðurömmunar. Ekki er vitað um slitgigt í karllegg framættar fjölskyldunnar, þótt ekki séu öll kurl til grafar komin. UMRÆÐA Slitgigt í mjöðmum hefur verið mjög algeng í þessari fjölskyldu í að minnsta kosti þrjá ættliði. Einkennin koma oftast í ljós á unga aldri. Rannsókn þessi leiðir í ljós sterkar líkur á að slitgigt í mjöðmum geti verið arfgeng, að minnsta kosti í þessari fjölskyldu. Ekki hefur áður verið lýst erfðum staðbundinnar slitgigtar í mjöðmum en þó hefur einn höfundur leitt að því líkum að svo gæti verið (6). Hins vegar hefur erfðum útbreiddar slitgigtar verið lýst, sérstaklega einu formi hennar (6, 7, 9- 11). Um orsakir frummjaðmarslitgigtar eru rannsakendur ekki sammála, hvort um sé að ræða óþekktan sjúkdóm er veldur bólgu í liðum og þar með eyðileggingu eða hvort um erfðan galla sé að ræða (12). Slíkt er líklegt í útbreiddri slitgigt, en í staðbundinni slitgigt er líklegra að um byggingargalla sé að ræða samanber að lýst hefur verið erfðum Morbus Perthes, kastlosi á lærleggshálsi, augnkarlsmisvexti og misvexti 1 hryggjarkasti (spondyloepiphyseal dysplasia) (12-15). Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir af hverju svo margir úr þessari fjölskyldu fá staðbundna slitgigt í mjöðm. Byggingargallar hafa enn ekki fundist. Frekari rannsóknir eru hafnar bæði erfðafræðilegar og klínískar á fleiri ættliðum í þessari fjölskyldu og öðrum fjölskyldum í samvinnu við Blóðbanka Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.