Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 145 Table IV. Psychotropic drugs (ACT- classification). Drugs Delirium Dementia Controis n=37 (%) n=50 (%) n=185 (%) Tranquilizers (N 05B) ........................................... 5 (14) 4 (8) 20 (11) Hypnotics (N 05C)............................................... 12 (32) 14 (28) 50 (27) Antidepressives (N 06A).......................................... 6 (16) 12 (24) 14 (8) Neuroleptics (N 05A)............................................. 5 (14) 10 (20) 7 (4) Chi-square=14.1 df=6 PC0.05 Table V. Mean scores and standard deviation (S.D.) of the cognitive screening tests MSQ and MMSE in patients with delirium and dementia states. Delirium Dementia Both (n=37) (n=50) (n=87) MSQ (S.D.) 3.2 (1.4)* 5.0 (1.9) 4.6 (1.9) MMSE (S.D.) 8.5 (3.4)* 13.6 (3.8) 12.2 (4.4) Differences between groups: * P<0.01 brjóstverk) en af 18 sjúklingum voru sjö (44%) í glapahópnum. Af 24 sjúklingum með máttleysi voru níu (38%) með glöp. Einkenni samanburðarhópsins var hversu margir sjúklingar, eða rúmlega þriðjungur, höfðu margvísleg önnur einkenni við innlögn en þau einkenni sem algengust voru hjá óráðs- eða glapahópnum. Af öllum þeim sem höfðu brjóstverk reyndust 33 eða 85% tilheyra samanburðarhópnum. Sjúklingar notuðu að meðaltali 3.7 lyf og var enginn tölfræðilegur munur á hópunum þremur. Algengasti aðallyfjaflokkurinn var hjartalyf (C-flokkur í ATC-kerfi) og notuðu 24 einstaklingar af 37 í óráðshópnum eitthvert hjartalyf, 28 af 50 í glapahópnum og 110 af 185 í samanburðarhópnum. Annar algengasti aðallyfjaflokkurinn var tauga- og geðlyf (N-flokkur í ACT-kerfi). Enginn tölfræðilegur munur var á notkun þessara lyfja í hópunum þremur, glöp (54%), óráð (49%), samanburðarhópurinn (49%). Svefn-, róandi- og þunglyndislyf eru oft meðvirkandi í myndun óráðs. Því var sérstaklega athuguð notkun á undirflokkum geðlyfja (N 05A,B,C og N 06A). Vægi þeirra var sundurgreint nánar eins og lýst er í töflu IV. I ljós kom marktækur munur á sjúklingahópum og notkun á undirflokkum geðlyfja (p<0.05). Hlutfallslega fleiri sjúklingar í glapahópnum voru á einhverju þunglyndislyfi (N 06A: antidepressives) eða sefandi lyfi (N 05A: neuroleptics). Þannig voru 22 sjúklingar á sefandi lyfi og um helmingur þeirra (46%) í glapahópnum. Af 32 sjúklingum á þunglyndislyfi voru 12 (38%) í glapahópnum. Hlutfaílstölur milli hópanna þriggja á notkun á róandi- og svefnlyfjum (N 05B: tranquilizers, N 05C: hypnotica, sedativa) var mjög sambærilegur. Niðurstöður úr skimprófunum (MSQ og MMSE) á skilvitlegri starfsemi má sjá í töflu V. Enginn þeirra sjúklinga sem svöruðu færri en 8 stigum á MSQ fengu fleiri en 23 stig á MMSE og hæsta skor var 20. MSQ-prófið skimar aðeins fyrir miðlungs og erfiðari skilvitlegar truflanir. Það var því ólíklegt að sjúklingar með væg (byrjandi) einkenni veldust með í úrtakið, en líklega hefði einhver þeirra fengið fleiri stig en 23 á MMSE. Marktækur munur er á meðaltölum prófanna MSQ og MMSE milli óráðs- og glapahópsins (p<0.01). Oráðshópurinn kemur mun verr út en sjúklingar með glöp og benda niðurstöður til að þessi hópur hafi mjög skerta skilvitund við komu á bráðavakt. Nokkrir sjúklingar voru lagðir inn oftar en einu sinni á rannsóknartímabilinu þannig að heildarfjöldi einstaklinga var 236 í 272 innlögnum. Sjötíu einstaklingar reyndust hafa merki um skilvitlega truflun í 87 innlögnum og af þeim var 41 einstaklingur í 50 innlögnum með greiningarmerki um glöp. Oráð höfðu 29 í 37 innlögnum og í þeim hópi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.