Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1991, Side 25

Læknablaðið - 15.04.1991, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 145 Table IV. Psychotropic drugs (ACT- classification). Drugs Delirium Dementia Controis n=37 (%) n=50 (%) n=185 (%) Tranquilizers (N 05B) ........................................... 5 (14) 4 (8) 20 (11) Hypnotics (N 05C)............................................... 12 (32) 14 (28) 50 (27) Antidepressives (N 06A).......................................... 6 (16) 12 (24) 14 (8) Neuroleptics (N 05A)............................................. 5 (14) 10 (20) 7 (4) Chi-square=14.1 df=6 PC0.05 Table V. Mean scores and standard deviation (S.D.) of the cognitive screening tests MSQ and MMSE in patients with delirium and dementia states. Delirium Dementia Both (n=37) (n=50) (n=87) MSQ (S.D.) 3.2 (1.4)* 5.0 (1.9) 4.6 (1.9) MMSE (S.D.) 8.5 (3.4)* 13.6 (3.8) 12.2 (4.4) Differences between groups: * P<0.01 brjóstverk) en af 18 sjúklingum voru sjö (44%) í glapahópnum. Af 24 sjúklingum með máttleysi voru níu (38%) með glöp. Einkenni samanburðarhópsins var hversu margir sjúklingar, eða rúmlega þriðjungur, höfðu margvísleg önnur einkenni við innlögn en þau einkenni sem algengust voru hjá óráðs- eða glapahópnum. Af öllum þeim sem höfðu brjóstverk reyndust 33 eða 85% tilheyra samanburðarhópnum. Sjúklingar notuðu að meðaltali 3.7 lyf og var enginn tölfræðilegur munur á hópunum þremur. Algengasti aðallyfjaflokkurinn var hjartalyf (C-flokkur í ATC-kerfi) og notuðu 24 einstaklingar af 37 í óráðshópnum eitthvert hjartalyf, 28 af 50 í glapahópnum og 110 af 185 í samanburðarhópnum. Annar algengasti aðallyfjaflokkurinn var tauga- og geðlyf (N-flokkur í ACT-kerfi). Enginn tölfræðilegur munur var á notkun þessara lyfja í hópunum þremur, glöp (54%), óráð (49%), samanburðarhópurinn (49%). Svefn-, róandi- og þunglyndislyf eru oft meðvirkandi í myndun óráðs. Því var sérstaklega athuguð notkun á undirflokkum geðlyfja (N 05A,B,C og N 06A). Vægi þeirra var sundurgreint nánar eins og lýst er í töflu IV. I ljós kom marktækur munur á sjúklingahópum og notkun á undirflokkum geðlyfja (p<0.05). Hlutfallslega fleiri sjúklingar í glapahópnum voru á einhverju þunglyndislyfi (N 06A: antidepressives) eða sefandi lyfi (N 05A: neuroleptics). Þannig voru 22 sjúklingar á sefandi lyfi og um helmingur þeirra (46%) í glapahópnum. Af 32 sjúklingum á þunglyndislyfi voru 12 (38%) í glapahópnum. Hlutfaílstölur milli hópanna þriggja á notkun á róandi- og svefnlyfjum (N 05B: tranquilizers, N 05C: hypnotica, sedativa) var mjög sambærilegur. Niðurstöður úr skimprófunum (MSQ og MMSE) á skilvitlegri starfsemi má sjá í töflu V. Enginn þeirra sjúklinga sem svöruðu færri en 8 stigum á MSQ fengu fleiri en 23 stig á MMSE og hæsta skor var 20. MSQ-prófið skimar aðeins fyrir miðlungs og erfiðari skilvitlegar truflanir. Það var því ólíklegt að sjúklingar með væg (byrjandi) einkenni veldust með í úrtakið, en líklega hefði einhver þeirra fengið fleiri stig en 23 á MMSE. Marktækur munur er á meðaltölum prófanna MSQ og MMSE milli óráðs- og glapahópsins (p<0.01). Oráðshópurinn kemur mun verr út en sjúklingar með glöp og benda niðurstöður til að þessi hópur hafi mjög skerta skilvitund við komu á bráðavakt. Nokkrir sjúklingar voru lagðir inn oftar en einu sinni á rannsóknartímabilinu þannig að heildarfjöldi einstaklinga var 236 í 272 innlögnum. Sjötíu einstaklingar reyndust hafa merki um skilvitlega truflun í 87 innlögnum og af þeim var 41 einstaklingur í 50 innlögnum með greiningarmerki um glöp. Oráð höfðu 29 í 37 innlögnum og í þeim hópi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.