Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 135 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands og Læknafclag Reykjavikur 77. ARG. - APRIL 1991 ORSAKIR MINNKANDI KRANSÆÐADAUÐA í 2. tölublaði Læknablaðsins 1991 birtu Nikulás Sigfússon og félagar greinina »Breytingar á tíðni kransæðastíflu og kransæðadauðsfalla á Islandi; tengsl við áhættuþætti og mataræði«. Grein þessi markar mikilvægan áfanga í vísindastarfi rannsóknarstofu Hjartavemdar. Lýst er með greinargóðum hætti, hvemig tíðni kransæðasjúkdóms reis á árunum 1950- 1970, en hneig síðan að nokkru árin 1980-1988. Raunar hafa athuganir Snorra Páls Snorrasonar prófessors á innlögnum sjúklinga á Landspítalann árin 1930- 1940 sýnt að einungis örfáir sjúklingar spítalans höfðu einkenni kransæðasjúkdóms. Kransæðasjúkdómur hefur því vafalaust verið enn fátíðari árin fyrir síðari heimsstyrjöld en jafnvel árin 1951-1955. Telja verður, að fækkun kransæðadauðsfalla og kransæðastíflu sé raunveruleg, enda langt utan staðlaðra skekkjumarka. Hjartasjúkdómar em á undanhaldi í flestöllum Vesturlöndum en Islendingar eru í fararbroddi Norðurlandabúa (1). í grein þeirra Nikulásar er einnig gerð grein fyrir þróun þriggja helstu áhættuþáttanna á umræddu árabili. Allgóð fylgni reyndist milli minnkandi reykinga, lækkandi blóðþrýstings og kólesterólgilda sem mældust í rannsóknarhópi Hjartavemdar annars vegar og lækkandi kransæðadauða hins vegar. Það vekur nokkra furðu, að lítil sem engin töf varð á fækkun dauðsfalla við undanhald áhættuþáttanna, en t.d. hefði mátt búast við, að jákvæðra áhrifa lækkandi kólesteróls í sermi hefði fyrst gætt eftir nokkurt árabil. Þetta vekur spumingar um faraldsfræðilegan áhrifamátt batnandi læknismeðferða. Slíkar spumingar verða áleitnari við að bera saman tölur um heildartíðni og dánartíðni kransæðastíflu árin 1981-1986, en þær virðast benda til batnandi lífshorfa, hugsanlega vegna bættrar læknismeðferðar (streptokinasa, betablokka, bættrar skyndihjálpar o.fl.). Það er því forvitnilegt að gera samanburð á líklegum árangri meðferðar kransæðasjúkdóms á árunum nálægt 1980 og nálægt 1990 eftir því, sem heimildir henta. Á fyrra tímabilinu voru gerðar um 50 kransæðaaðgerðir á ári, en um 200 síðustu árin. í samstarfsrannsókn Evrópuþjóða var dánarhlutfall sjúklinga með óbreytilega hjartaöng og þriggja æða sjúkdóm 6% sex ámm eftir skurðaðgerð, en 19.6% við lyfjameðferð (2). Flestir íslenskir aðgerðarsjúklingar fylla þennan sjúkdómshóp. Ef reiknað er varlega með 2% aukningu lifunar á ári og mæling á ávinningi gerð þremur árum eftir aðgerð, má ætla, að árlega sé um níu mannslífum bjargað með kransæðaaðgerðum. Minni vísbendingar eru fyrir hendi um áhrif kransæðavíkkunar á lifun, en um 50 slíkar aðgerðir em nú gerðar árlega á Islandi, en vom engar fyrir 10 ámm. Giska má á, að einu mannslífi sé bjargað á ári með kransæðavfkkun. Tvær rannsóknir liggja fyrir um árangur endurlífgunar í Reykjavík (3,4). Sú fyrri tekur til áranna 1976-1979, en sú síðari áranna 1982-1986. Þá höfðu verið gerðar miklar úrbætur á þjónustu neyðarbíls, sem gerður er út frá Borgarspítalanum. Fyrra tímabilið útskrifuðust af spítalanum um þrír sjúklingar á ári að meðaltali eftir endurlífgun án varanlegra heilaskemmda, en sex sjúklingar á ári síðara tímabilið. Þótt ekki sé tekið tillit til vaxandi þátttöku annarra sjúkrahúsa í þessu starfi, er hér um meðferðarárangur að ræða, sem svarar til þriggja mannslífa á ári. Notkun betablokka hefur aukist töluvert undanfarin ár. Árið 1980 svaraði notkun íslendinga til 2.187.690 staðlaðra dagskammta eða þess, að 5994 menn tækju þessi lyf að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.