Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 14
136 LÆKNABLAÐIÐ staðaldri. Árið 1989 var notkunin 2.757.629 dagskammtar sem er reglubundin neysla 7555 manna. Islendingum fjölgaði um 10% undanfarin 10 ár. Ætla má að um 1000 nýir sjúklingar umfram íbúafjölgun hafi tekið betablokka síðara viðmiðunarárið. Rannsóknir sýna að notkun betablokka eykur árlega lifun sjúklinga eftir kransæðastíflu um 1-2% (5,6). Engin vitneskja er til um ávinning sjúklinga með hjartaöng án hjartadreps af slíkri meðferð. Ætla má, að hann sé minni en kransæðastíflusjúklinganna. Einnig taka margir sjúklingar betablokka við háþrýstingi með óvissum áhrifum á lifun þótt háþrýstingsmeðferð dragi með vissu úr heilablóðföllum. Ef reiknað er varlega með því að fjórðungur sjúklinga, sem nota betablokka hafi að meðaltali 1% lifunarávinning á ári, en þrír fjórðu lítinn sem engan og ávinningurinn er mældur eftir þriggja ára meðferð, má ætla að 1000 sjúklingar x 0.01 x 3 ár x 1/4 = um sjö mannslífum sé bjargað á ári ef tímabilin tvö eru borin saman. Er þetta í góðu samræmi við niðurstöður Goldmans og félaga í Bandaríkjunum (7). Eins og fyrr er getið virðast niðurstöður Nikulásar og félaga benda til þess að með bættri meðferð sjúklinga með kransæðastíflu hafi lífshorfur þeirra batnað. Þannig reyndist dánartíðni karla 25-74 ára vera 43% árið 1981 en 36% árið 1986. Ovissumörk eru víð, og þessi munur var ekki tölfræðilega marktækur. Sé hann hins vegar tekinn trúanlegur, en engar reikningsáætlanir gerðar um breytta dánartíðni eldri karla og kvenna, eru heildaráhrif á dánartíðni samt sem áður umtalsverð. Hafi dánartíðni rannsóknarhópsins (560 sjúklingar árið 1986) lækkað um 7% frá árinu 1981, svarar það til þess að 39 mannslífum hafi verið bjargað á ári. Auðvelt væri að nefna fleiri meðferðarform, sem að líkindum hafa í för með sér aukna lifun hjartasjúklinga, t.d. bætta meðferð sjúklinga með hjartabilun (angiotensínblokkar), markvissari viðbrögð við takttruflunum, framfarir í skurðlæknismeðferð og hjartaflutningum. Ekki verður þó lagt reikningslegt mat á ávinning þessara meðferðarforma. Einnig skiptir að sjálfsögðu miklu máli hversu lengi hver sá sjúklingur lifir sem ekki hefði haldið lífi vegna ófullkomnari meðferðar fyrra tímabilið. Sé hins vegar reiknaður saman fjöldi þeirra mannslífa, sem líklegt má telja að bjargað sé árlega með læknismeðferð, sem ekki var fyrir hendi fyrir 8-12 árum, fæst niðurstöðutalan 59, en með víðum óvissumörkum. Árið 1980 létust 482 sjúklingar úr kransæðasjúkdómi en 484 árið 1989 (8). Miðað við óbreytta dánartíðni, 10% fjölgun þjóðarinnar á þessu tímabili og nokkra hlutfallslega fjölgun aldraðra, hefði mátt búast við, að síðari talan hefði hækkað um nálægt 60 manns. Þessi tala hefur einnig víð óvissumörk. Mergurinn málsins er þó sá, að áhrif meðferðar geta greinilega verið svo víðtæk, að stærðargráða lækkandi dánartíðni og meðferðarávinnings sé sú sama. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr áhrifamætti áhættuþáttanna, enda vel hugsanlegt, að jákvæð áhrif þeirra séu yfirgnæfandi eða eigi enn eftir að gagnast þjóðinni verulega. Loks er rétt að benda á, að ávinningur læknismeðferðar felst ekki einvörðungu í því að bæta lifun manna, heldur ekki síður í bættri líðan og frjórri lífsnautn. Þórður Harðarson prófessor, lyflækningadeild Landspítala HEIMILDIR 1. Uemura K, Pisa Z. Trends in cardiovascular disease mortality in industrialized countries since 1950. World Health Statistics Quarterly 1988; 41(3); 155-78. 2. European coronary surgery study group. Prospective randomized study of coronary artery bypass surgery in stable angina pectoris: a progress report on survival. Circulation 1983; 65 (7pt 2) II: 67-71. 3. Einarsson O, Jakobsson F & Sigurdsson G. Advanced cardiac life support in the prehospital setting: the Reykjavík experience. J Int Med 1989; 225: 129-35. 4. Gudjónsson H, Baldvinsson E, Oddsson G, Ásgeirsson E, Kristjánsson H, Hardarson T. Results of attempted cardiopulmonary resuscitation of patients dying suddenly outside the hospital in Reykjavík and the surrounding area, 1976-1979. Acta Med Scand 1982; 212: 247-51. 5. Beta-blocker heart attack trial research group. A randomized trial of propranolol in patients with acute myocardial infarction: I. Mortality results. JAMA 1982; 247: 1707-14. 6. The Norwegian multicenter study group. Timolol- induced reduction in mortality and reinfarction in patients surviving acute myocardial infarction. N Engl J Med 1981; 304: 801-7. 7. Goldman L, Cook F. The decline in ischemic heart disease mortality rates. An analysis of the comparative effects of medical interventions and changes in lifestyle. Ann Intem Med 1984; 101: 825-36. 8. Upplýsingar frá Hagstofu Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.