Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 129 Tafla IV. Lönd þar sem ferðalangar með lifrarbólgu A gœtu hafa smitast. Evrópa N Ameríka N Afríka N Eyjaálfa N Spánn 4 Bandaríkin 2 Kenýa 2 Nýja Sjáland 1 Bretland 2 Mexíkó 1 Eþíópía 2 Danmörk 1 Bólivía 2 Ghana 1 Ítalía 1 Perú 1 Túnis 1 Þýskaland 1 Samtals 9 6 6 1 meðal þeirra sem höfðu lifrarbólgu A. Af þeim 52 einstaklingum sem greindust með lifrarbólgu B höfðu 12 (23%) sögu um fíkniefnaneyslu í æð en 11 þeirra greindust 1989. Af fjórum einstaklingum, sem greindust með bæði lifrarbólgu A og B, voru þrír fíkniefnaneytendur og einn var ættleitt bam erlendis frá. A myndum 2 og 3 er sýndur fjöldi sjúklinga eftir ársfjórðungum og árum sem greindust með lifrarbólgur A og B á fyrmefndu fjögurra ára tímabili. Af þeim sem höfðu lifrarbólgu A fengust ekki neinar upplýsingar um áhættuþætti hjá 11 (22%) og hjá þeim sem höfðu lifrarbólgu B fengust slíkar upplýsingar ekki hjá átta (15%). Meðal þeirra sem flokkast undir annað/óþekkt í töflu III kunna kynmök gagnkynhneigðra að tengjast smitun hjá einum með lifrarbólgu A og hjá níu með lifrarbólgu B. Einn þeirra sem greindist með lifrarbólgu B virðist hafa smitast af umönnun smitaðs ættleidds bams. UMRÆÐA Fyrri rannsóknir hafa sýnt að enginn kynjamunur er á milli þeirra sem smitast hafa af lifrarbólguveirum A og B á íslandi (1,2,4). Niðurstöður þessarar rannsóknar leiða hins vegar í ljós að fleiri karlar en konur hafa fengið bráða lifrarbólgu A og B á árunum 1986-1989. Munar þar mestu um að flestir fíkniefnaneytendanna vom karlar eða 81% en aðrir þættir kunna að hafa áhrif á þennan kynjamun svo sem úrval við skimun Blóðbankans en flestir blóðgjafar em karlar. Á þeim fjómm árum, sem rannsóknin náði yfir var nýgengi lifrarbólgu A og B svipað en reyndist samanlagt hærra en skráð nýgengi smitandi lifrarbólgu á sama tíma og rannsóknin fór fram (3), sem bendir til talsverðrar vanskráningar. Slíkri vanskráningu, sem nemur 1 á móti 3 til 1 á móti 10, hefur Fjöldi Mynd 2. Fjöldi sjúklinga sem greindust með lifrarbólgu A á árunum 1986-1989. Fjöldi Mynd 3. Fjöldi sjúklinga sem greindust með lifrarbólgu B á árunum 1986-1989. verið lýst áður (5,6). Þá er þess að geta að líta ber á nýgengitölur þessarar rannsóknar sem lágmarkstölur en á árunum 1988 og 1989 vom einnig gerðar blóðvatnsrannsóknir vegna lifrarbólguveira í rannsóknastofu Háskólans í veimfræði. Algengasti áhættuþáttur tengdur smitun af völdum lifrarbólguveiru A vom utanlandsferðir en upplýsingar um þær reyndust tengjast 45% tilvikanna. Ekkert land eða heimshluti skar sig úr hvað fjölda varðar en hins vegar reyndist með öllu ókleift að fá upplýsingar um það til hvaða landa íslendingar leggja leið sína þannig að ekki reyndist unnt að reikna hlutfallslega áhættu á smitun eftir löndum. Þó má ætla að áhætta á smitun sé meiri í Afríku og Suður- Ameríku en í Evrópu og Norður-Ameríku þar sem líklegt er að mun fleiri íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.