Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
143
ii) Líkindi að vefræn orsök hafi valdið
ástandinu enda hefur starfræn geðruflun
verið útilokuð.
II. Glöp
a) Trufiun á skammtíma og langtíma minni
b) Truflun á að minnsta kosti einu
eftirfarandi:
i) Ohlutstæðri hugsun
ii) Dómgreind
iii) Æðri starfsemi heilabarkar (t.d. verkstol,
orðskipunarstol)
iv) Persónuleika
c) Truflunin í a) og b) er það marktæk að
áhrifa gætir á starfshæfni, félagslega
virkni eða tengslamyndun.
d) Má ekki eingöngu koma fyrir meðan á
óráði stendur.
e) Annað hvort i) eða ii):
i) Akveðin sannanleg vefræn orsök sem
veldur ástandinu.
ii) Líkindi að vefræn orsök hafi valdið
ástandinu enda hefur starfræn geðruflun
verið útilokuð.
B) Aðrar upplýsingar. Eftirfarandi
upplýsingar voru fengnar frá sjúklingum
sjálfum eða úr sjúkraskrá:
1) Innlagnarlæknir, lögheimili sjúklings
(Reykjavík, stór-Reykjavíkursvæðið eða
dreifbýli). Einnig hvemig sjúklingur bjó
og í hvers konar húsnæði.
2) Aðaleinkenni sem var nefnt í
bráðabirgðasjúkraskrá og leiddi til
innlagnar.
3) Öll lyf sem sjúklingur notaði voru skráð,
fjöldi lyfja og hvaða aðallyfjaflokki
lyfin tilheyrðu samkvæmt ACT-
kerfi (Anatomical-Therapeutical-
Classification) íslensku sérlyfjaskrárinnar
(16). Þannig gat einstaklingur
verið á þremur mismunandi lyfjum
(æðavíkkandi, kalsíumblokkara og beta-
blokkara) öllum úr sama aðallyfjaflokki
þ.e. hjartasjúkdómalyf og því var
skráður fjöldi lyfja þrír en lyfjaflokkur
einn.
C. Rannsóknir og afdrif. Eftirfarandi
upplýsingum var safnað saman eftir útskrift
úr læknabréfum og sjúkraskrám:
1) Blóðrannsóknir við komu.
2) Aðalgreining (fyrsta) á læknabréfi.
3) Afdrif sjúklinga við útskrift frá
lyfjadeildinni.
Table I. Acute medical admissions of patients 70 years
and older, January- May 1988, screened for cognitive
function and diagnosed according to DSM-III-R.
Patients n <%)
All 331
Not assessed 59
Screened for cognitive function 272 (100)
Normal findings (control group) Abnormal findings: 185 (68)
Dementia 50 (18.4)
Delirium 37 (13.6)
Table II. Mean age and standard deviation (S.D.), and sex-ratio. sex
Delirium Dementia Controls
(n=37) (n=50) (n=185)
Male ...23 20 92
Female ... 14 30 93
Sex-ratio(F/M)... ... 1:1.6 1.5:1 1:1
Age ... 81.7* 84.9" 79.3
S.D ... (7.2) (5.9) (6.2)
Difference between groups:
** control: P<0.001
* demented: P<0.05
4) Mat á líklegustu orsök fyrir óráði hjá
þeim sjúklingum sem slíka greiningu
fengu eftir DSM-III-R.
D. Samanburðarhópur. Sjúklingar sem
ekki reyndust vera með skilvitlega truflun
á skimprófum (MSQ og MMSE) voru
ekki metnir frekar og taldir með eðlilega
skilvitund. Þessi hópur var notaður sem
samanburðarhópur við rannsóknarhópana tvo,
óráð og glöp. Gera má ráð fyrir að einhverjir
einstaklingar í samanburðarhópnum hafi haft
einkenni um glöp á byrjunarstigi en til þess að
ná til þeirra hefði þurft mun flóknari skimun
sem ekki var komið við í þessari rannsókn.
Niðurstöður voru metnar tölfræðilega með
tvíhliða kí-kvaðratprófun og Student’s t-test
notað þar sem við átti.
NIÐURSTÖÐUR
Rannsóknartímabilið stóð frá 01.01 til 31.05
1988. Þá voru 736 sjúklingar lagðir inn á
lyflækningadeildina og þar af 331 (45%) sjötíu
ára og eldri. A öllu árinu 1988 voru 1604
sjúklingar innlagðir brátt, þar af 720 (45%)
sjötíu ára og eldri sem er nákvæmlega sama
hlutfall og á rannsóknartímabilinu (17).