Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 167 Fyrir ísland hefir sameiginlegur vinnumarkaður heilbrigðisstarfsmanna mikla þýðingu. Nýtt samkomulag Norðurlandanna um gagnkvæma viðurkenningu á réttindum starfsstétta tók gildi 1983 og hefir ísland gerzt aðili að því, hvað varðar nálega helming þeirra átján starfsstétta, sem samkomulagið nær til. Samkvæmt því getur sá, sem hefir fengið viðurkenningu i einu landi, hlotið tilsvarandi viðurkenningu á öðrum Norðurlöndum. Islenzkur sérfræðingur getur þannig fengið viðurkenningu, með því að afla sé almenns lækningaleyfis í öðru landi, enda kann hann þá skil á þjóðtungu og heilbrigðislöggjöf viðkomandi lands. Hefir þetta einkum komið til góða þeim læknum, sem framhaldsnám hafa stundað í Svíþjóð, enda er þar að jafnaði búsettur fjórðungur læknislærðra Islendinga. FASTANEFNDIR Sett hefir verið upp nefnd, til þess að fjalla um tölfræðilegar upplýsingar í heilbrigðisfræðum, norræn nefnd um heilbrigðisskýrslur (NOMESCO) með skrifstofu í Kaupmannahöfn. Verkefni hennar er að sjá um, að upplýsingar frá Norðurlöndunum séu eins samanburðarhæfar og kostur er. Jafnframt er henni ætlað að fylgjast með þróuninni á alþjóðavettvangi. Frá helztu verkefnum nefndarinnar er greint í töflunni. Norræn samvinna í tengslum við alþjóðlegu sjúkdómaflokkunina er á vegum nefndarinnar og hefir sú starfsemi aðsetur í Uppsölum. í fjörutíu ár hefir starfað nefnd um tölfræðilegar upplýsingar á sviði félagsmála, norræna hagskýrslunefndin (NOSOSCO). Hefir hún haft aðsetur sitt í Kaupmannahöfn, en flytur sig nú um set til Oslóar. Nefndin gefur út skýrslur um félagslegt öryggi á Norðurlöndunum annað eða þriðja hvert ár. Nýr norrænn samningur um félagslegt öryggi tók gildi 1. janúar 1982. Aðalmarkmið samningsins er að tryggja norrænum ríkisborgurum, sem setjast að eða starfa í öðru norrænu landi en heimalandi sínu, félagsleg réttindi eins og borgarar viðkomandi lands hafa. Endurskoðun samningsins og samanburður við sambærilega samninga aðildarríkja Evrópubandalagsins stendur nú yfir (2). Hér má nefna starfsemi, sem mikla þýðingu hefir haft fyrir okkur íslendinga og áður heyrði undir Ráðherranefndina, en það er samvinnuverkefnið um líffæraflutninga (Scandiatransplant). Auk þessa má nefna Norræna bandalagið um menntun lækna (NFMU), Norrænu stofnunina fyrir framhaldsmenntun á sviði vinnuumhverfis (NIVA), Norrænu samvinnunefndina um læknisfræðirannsóknir á heimskautasvæðunum (NOSAMF), Norrænu samvinnunefndina um klíníska efnafræði (NORDKEM), Norrænu samstarfsnefndina fyrir læknisfræðirannsóknir (NOS-M), Samstarfsnefndina fyrir fíkniefnavandamál og Samstarfsnefnd forstjóra sjúkrahúsa á Norðurlöndunum. STOFNANIR Loks ber að telja upp stofnanimar sex á sviði félags- og heilbrigðismála: * Norrœna kennslustofnunin í Drottningarlundi á Sjálandi fyrir kennara þeirra, sem bæði eru heymarlausir og blindir, en hún hóf starfsemi sína 1985. Skólinn heyrir undir aðra norræna stofnun, en það er * Norrœna nefndin um málefni fatlaðra, sem aðsetur hefir í Vállingbyn við Stokkhólm. Sú nefnd hefir skilað vemlegum árangri, ekki hvað síst á sviði hjálpartækja. * Norrœni heilbrigðisfrœðaháskólinn í Gautaborg (NHV) var stofnaður 1953. Hann hefir það meginverkefni að veita heilbrigðisstarfsfólki æðri menntun á sviði heilbrigðisfræða. Við skólann em stundaðar rannsóknir á sviði stjómunar, heilbrigðismála og heilbrigðisþjónustu, umhverfismála, faraldsfræði, félagslæknisfræði og hjúkmnar. Á undanfömum ámm hefir fjöldi nemenda verið tvöfaldaður og nýjum greinum bætt við og veitir skólinn nú meistaragráðu (Master of Public Health) að loknu námi og ritgerð um viðeigandi efni. Nýlega luku fyrstu nemendumir frekara námi og fengu viðeigandi titil að lokinni doktorsvöm. Skólinn hefir gert samkomulag við fjölda háskóladeilda um samvinnu í samræmi við þá meginreglu, að stofnunin annast þá sérhæfðu kennslu, sem ekki er skynsamlegt að halda uppi í hverju þjóðlandi fyrir sig. Þá em í undirbúningi námskeið í hinum einstöku löndum til undirbúnings fyrir væntanlega nemendur í skólanum, meðal annars hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.