Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 165-9. 165 Örn Bjarnason NORRÆN SAMVINNA Á SVIÐI HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSMÁLA MEÐ HLIÐSJÓN AF PÓLI- TÍSKU BANDALAGI í EVRÓPU ÁÁRINU 1993 INNGANGUR Samvinna á Norðurlöndunum á sviði heilbrigðis- og félagsmála hefir lengi verið við lýði og með ýmsu móti. Nú á dögum ber hátt samvinnu ýmissa starfsstétta. Hvað lækna varðar, sjást þessa greinileg merki á norrænum ráðstefnum, sem sérgreinafélögin gangast fyrir, í umfangsmikilli rannsóknastarfsemi og upplýsingamiðlun, þar með talin útgáfa tímarita (til dæmis Acta Scandinavica af ýmsum toga) og svo Nordisk Medicin, sem ég mun koma að síðar. Þá hafa norrænu faglæknafélögin nána samvinnu sín á milli. Má þar nefna samvinnu vegna sameiginlegs vinnumarkaðar og að félögin hafa komið sameiginlega fram gagnvart Alþjóðafélag lækna. Einn er sá þáttur þessa samstarfs, sem mörgum er lítt kunnur, en það er samvinnan á vegum Norðurlandaráðs og verða henni því gerð nokkur skil hér á eftir. í greinarlok verður síðan vikið lítillega að nýjustu þróun í málefnum Evrópubandalagsins með hliðsjón af pólitísku bandalagi 1993 og nauðsyn þess, að efla sem mest norræna samvinnu, ef til þess kemur, að við íslendingar gerumst aðilar að því bandalagi. NORRÆN SAMVINNUÁÆTLUN Á árinu 1977 samþykkti Norræna ráðherranefndin fyrstu samvinnuáætlunina á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Starfsemin hefir aukist verulega og því var áætlunin endurskoðuð árið 1982 og aftur árið 1988 (1). Áætlunin byggir á þeirri hugmynd, að Norðurlöndin séu hvert öðru lík hvað varðar þjóðfélagsgerð, gildismat þjóðanna sé mjög svipað og mikilvægt sé að efla þessa samkennd. Norræna velferðarstefnan feli í sér, að við reynum að fá sem bezt samræmi milli þess, sem við viljum ná fram á sviði félags- og heilbrigðismála og þeirra úrræða, sem við komum til með að ráða yfir í framtíðinni. Ráðherranefndin hefir sett almennar vinnureglur fyrir þetta samstarf, sem nær einkum til sviða, þar sem úrræði hverrar þjóðar fyrir sig eru mjög takmörkuð, þar sem samvinnan getur gefið arð og gagnast á öðrum sviðum einnig. Þetta á meðal annars að nást með því að skiptast á upplýsingum og reynslu, leysa sameiginleg verkefni, skipta verkefnunum milli landanna og stunda sameiginlegt rannsókna- og þróunarstarf. HEILBRIGÐI ALLRA ÁRIÐ 2000 Hér erum við komin að því markmiði, sem er grunnur þessa samstarfs, en það er áætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um »heilbrigði allra árið 2000« og meginreglur Sameinuðu þjóðanna varðandi félagslega þróun á næstu árum. Tryggja þarf viðunandi lífskjör allra samfélagshópa og í heilbrigðis- og félagsþjónustu á að styðja einstaklingana til þess að taka ákvarðanir um eigið líf og lífshætti. Þetta felur þó að sjálfsögðu ekki í sér, að ábyrgð færist frá samfélaginu til einstaklingsins eða að staðlamir lækki. Þvert á móti táknar þetta, að þjónustan eigi að þróast þannig, að hún svari betur þörfum íbúanna, innan þess ramma sem markaður er af heilbrigðis- og félagsþróun í hverju landi. Þetta felur í sér, að mikilvægt stefnumið er að almenningur skynji tengslin milli einstakra hluta þjónustukerfisins og að samsvörun sé milli væntinga fólks og þess, sem fram er boðið. Heilbrigðis- og félagskerfið á, auk nauðsynlegrar meðhöndlunar og umönnunar, að tryggja forvamir gegn sjúkdómum og að fólk missi ekki vald á eigin lífsháttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.