Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 38
154 LÆKNABLAÐIÐ frá einu tímabili til annars, eða frá einni stofnun til annarrar. Nefnd á vegum American Medical Association, (Committee on Medical Aspects of Automotive Safety), hóf 1968 að setja saman kerfi til að nota við mat og flokkun á umferðarslysum, »The Abbreviated Injury Scale«, (AIS) (4). Kom það fyrst á prenti 1971, en var síðan endurskoðað 1976, 1980 (5) og 1985. Þetta kerfi er fremur einfalt í notkun og byggist aðallega á líffærafræðilegu mati á áverkum. AIS metur áverka á einu svæði líkamans, en ekki fjölþætta áverka. Til að bæta úr því kom fram nýtt kerfi 1974, »The Injury Severity Score«, (ISS) (6). Þetta kerfi byggir á AlS-kvarðakerfinu. Með því að nota ISS kerfið var hægt að sýna fram á greinilega fylgni milli slysa og dánartíðni, mun betur en með því að nota AIS kerfið eitt sér (7). ISS undir 10 er talið til minna alvarlegra slysa og er fremur fátítt að menn deyi af slíkum áverkum, að minnsta kosti þeir sem eru undir 50 ára aldri (6). Þegar ISS er komið í 16-20 er um mun alvarlegri slys að ræða. AIS 4 = ISS 16 er alvarlegur áverki, sem getur leitt til dauða. Flest slys, sem eru um og yfir ISS 20 teljast til mjög alvarlegra eða lífshættulegra slysa. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á þeim fimm árum sem könnunin nær yfir voru innlagnir slasaðra á Borgarspííalann 6548. Á gjörgæsludeildina, (sex legupláss) voru á þessu tímabili lagðir 2180 sjúklingar, en af þeim var 401 lagður inn vegna slyss sem hægt var að flokka undir AIS-ISS kerfið. Karlar voru 285 (71%) og konur 116 (29%). Meðalaldur var 29.9 ár, en miðgildi aldurs 22 ár (mynd 1). Aldursdreifing var frá tveggja mánaða til 86 ára. Sjúklingar með langvinna innanbastsblæðingu voru undanskildir, og einnig þeir sem voru eingöngu með brot á lærleggshálsi. Þá voru engir brunasjúklingar í rannsókninni. Meðtaldir voru nokkrir, sem höfðu fengið fyrstu meðferð á öðrum sjúkrahúsum hérlendis, svo og tveir sem slösuðust erlendis. Við öflun upplýsinga var farið yfir sjúkraskrár Borgarspítalans, og einnig athugaðar krufningarskýrslur. Allar helstu upplýsingar Number ___Male A9e 'n years —•— Female Fig. 1. Age and sex distribution of 401 accident victims admitted to ICU, Reykjavík City Hospital, 1980-1984. voru skráðar til tölvuvinnslu, og var sú vinna framkvæmd hjá Reiknistofnun Háskólans. Skráð var aldur, kyn, búseta, slysstaður, orsök slyss, komutími, tími frá slysi, komutími á gjörgæsludeild, legudagafjöldi, mat á áverkum eftir AIS-ISS kerfi og afdrif við útskrift. Við mat á áverkum var stuðst við »The Abbreviated Injury Scale - 1980 Revision« (5). Þegar stig eru gefin er líkamanum skipt í sex svæði, a) höfuð eða háls, b) andlit, c) brjósthol, d) kviðarhol, e) útlimir eða mjaðmagrind, f) útvortis. Áverkar hvers svæðis em metnir frá 1-5 eftir því hve alvarlegir þeir em, 1: lítilsháttar meiðsli, 2: meðal slasaðir, 3: alvarleg meiðsli, en leiða sjaldan til dauða, 4: meiðsli alvarleg og oft lífshættuleg og 5: lífshættulegir áverkar og afdrif tvísýn (6). Ut frá þessum tölum er reiknað áverkastig, ISS, fyrir hvem sjúkling með því að taka kvaðrat af hæstu áverkatölu hvers líkamssvæðis og síðan summuna af þremur hæstu kvaðrattölunum. Dæmi um AIS-ISS: AIS (5, 4, 3) = ISS 50, AIS (2, 3, 0) = ISS 13. Aðeins ein tala gildir fyrir hvert svæði og alltaf sú hæsta. Hæsta mögulega ISS er 3x52=75. Sé sjúklingur svo alvarlega meiddur á einu líkamssvæði að honum er ekki hugað líf, fær hann AIS 6 sem þýðir ISS 75.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.