Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 161 Table XII. Number and mortality rate in four groups of injured, comparing total patients outcome to outcome of patients who sustained ISS scores <20 versus ISS scores >20. Mortality Years of Died ISS <20 ISS >20 Authors admission N (%) N (%) N (%) Bull JP (16)............. 1961 56/1333 (4.9) 8/1220 (0.7) 57/113 (50.4) Goris RJA (13)........... 1981* 28/1442 (1.9) 2/1374 (0.1) 26/68 (38.2) Copes WS, et al (9)...... 1982-86 647/11173 (5.8) 234/9704 (2.4) 413/1469 (28.1) Present study............ 1980-84 46/401 (11.5) 2/221 (0.9) 44/180 (24.4) * Hospital Trauma Index (HTI) - ISS used to score the severity of injuries instead of AIS - ISS. þess fyrir einstaka slysahópa. Margir telja kerfið vera það besta sem völ er á eins og er, til að meta og flokka áverka, og þykir það henta vel til að gera athuganir á sjúklingahópum með fjölsvæða áverka (7,13,14). Það þykir mikill kostur hve kerfið er einfalt í notkun, svo að jafnvel þeir sem ekki eru læknislærðir eiga auðvelt með að nota það (8,15). Ekki eru þó allir á sömu skoðun (11) og segja að aðeins sérþjálfað starfslið sjúkrahúsa sé fært um að nota kerfið. Við samanburð á dánartíðni hér (11.5%) og hjá öðrum rannsakendum kemur í ljós að hér er dánartíðni talsvert hærri en hjá sumum annarra sem eru með stór heildarúrtök. I Baltimore (6) er dánartíðni 12% hjá 2128 sjúklingum úr umferðarslysum. í Birmingham (16) 4.9% hjá 1333 sjúklingum úr umferðarslysum, í Washington DC (9) 5.8% hjá 11.173 sjúklingum með sljóa áverka (blunt trauma) og 8.3% hjá 3703 sjúklingum með skarpa áverka (penetrating injury), í Nijmegen, Hollandi (13) 1.9% hjá 1442 sjúklingum, í New York (14) 4% hjá 3000 sjúklingum, í Madison, Wisconsin (17) 7.7% hjá 823 fjölslösuðum sjúklingum úr hópi 4566 slasaðra, og í Toronto (18) 17% hjá 894 fjölslösuðum sjúklingum. Áverkar sem eru metnir á ISS > 20 eru taldir til alvarlegra eða lífshættulegra áverka. Með ISS > 20 voru hér 180 (44.9%), og borið saman við aðra rannsakendur er Goris (13) með 4.7% sjúklinga með ISS > 20, Bull (16) 8.5%, Semmlow og Cone (12) með 10% af öllum slysum og 19% af umferðarslysum einum, Moylan o.fl. (17) með 11% og Copes o.fl. (9) með 13.1% hjá sjúklingum með sljóa áverka, en 18.6% hjá þeim sem höfðu skarpa áverka. í töflu XII er gerður samanburður á fjórum hópum sjúklinga, frá jafnmörgum löndum. Borin er saman heildardánartíðni, dánartíðni þeirra sem voru með ISS < 20 og þeirra sem höfðu fengið ISS > 20. Niðurstöður sýna að dánartíðni þeirra, sem voru minna slasaðir, var lág og lægst hjá Goris 0.1%, en dánartíðni þeirra, sem voru meira slasaðir, var hér 24.4%. Tvær aðrar rannsóknir frá svipuðum tíma (9,13) sýndu aðeins hærri dánartíðni, 28.1% og 38.2%, en rannsókn J.P. Bull (16) sem er gerð á umferðarslysum frá 1961, eða um það bil 20 árum áður, er með mun hærri dánartíðni (50.4%) hjá sjúklingum með ISS > 20, þó að heildardánartíðni í þeirri rannsókn sé aðeins 4.9% (16). Möguleg skýring á þessu gæti verið fólgin í því að framfarir í læknisfræði hafa orðið mjög miklar á síðustu 20-25 árum og því ekki raunhæft að bera saman þessi tvö tímabil, nema til að sýna fram á batnandi árangur meðferðar. í þessari könnun voru 5.5% sjúklinga með ISS > 50, af þeim dóu 16, og þeir sex sem lifðu voru allir yngri en 50 ára. Af þeim sem voru 70 ára og eldri dóu 50% sjúklinganna á ISS- bili 20-29 og 100% þar fyrir ofan. Það leiðir hugann að því sem sumir hafa lagt áherslu á (6,16), að munurinn á þeim yngri og eldri lýsi sér í því að þeir yngri hafi meiri möguleika á að lifa af lífshættulega áverka sem þeir eldri deyi af í mörgum tilfellum, einkum þeir sem eru 70 ára og eldri. Mikið af alvarlegum höfuðáverkum var í könnuninni og átti það drjúgan þátt í dánartíðni, en því hefur verið haldið fram að um 50% þeirra sem deyja af sljóum áverkum deyi af áverkum á heila (13,17). í þessari rannsókn voru heila- og mænuáverkar valdir að dauða 67.4% þeirra sem dóu, en aðrar rannsóknir sýndu 50% (17), 50.1% (19),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.