Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Síða 45

Læknablaðið - 15.04.1991, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 161 Table XII. Number and mortality rate in four groups of injured, comparing total patients outcome to outcome of patients who sustained ISS scores <20 versus ISS scores >20. Mortality Years of Died ISS <20 ISS >20 Authors admission N (%) N (%) N (%) Bull JP (16)............. 1961 56/1333 (4.9) 8/1220 (0.7) 57/113 (50.4) Goris RJA (13)........... 1981* 28/1442 (1.9) 2/1374 (0.1) 26/68 (38.2) Copes WS, et al (9)...... 1982-86 647/11173 (5.8) 234/9704 (2.4) 413/1469 (28.1) Present study............ 1980-84 46/401 (11.5) 2/221 (0.9) 44/180 (24.4) * Hospital Trauma Index (HTI) - ISS used to score the severity of injuries instead of AIS - ISS. þess fyrir einstaka slysahópa. Margir telja kerfið vera það besta sem völ er á eins og er, til að meta og flokka áverka, og þykir það henta vel til að gera athuganir á sjúklingahópum með fjölsvæða áverka (7,13,14). Það þykir mikill kostur hve kerfið er einfalt í notkun, svo að jafnvel þeir sem ekki eru læknislærðir eiga auðvelt með að nota það (8,15). Ekki eru þó allir á sömu skoðun (11) og segja að aðeins sérþjálfað starfslið sjúkrahúsa sé fært um að nota kerfið. Við samanburð á dánartíðni hér (11.5%) og hjá öðrum rannsakendum kemur í ljós að hér er dánartíðni talsvert hærri en hjá sumum annarra sem eru með stór heildarúrtök. I Baltimore (6) er dánartíðni 12% hjá 2128 sjúklingum úr umferðarslysum. í Birmingham (16) 4.9% hjá 1333 sjúklingum úr umferðarslysum, í Washington DC (9) 5.8% hjá 11.173 sjúklingum með sljóa áverka (blunt trauma) og 8.3% hjá 3703 sjúklingum með skarpa áverka (penetrating injury), í Nijmegen, Hollandi (13) 1.9% hjá 1442 sjúklingum, í New York (14) 4% hjá 3000 sjúklingum, í Madison, Wisconsin (17) 7.7% hjá 823 fjölslösuðum sjúklingum úr hópi 4566 slasaðra, og í Toronto (18) 17% hjá 894 fjölslösuðum sjúklingum. Áverkar sem eru metnir á ISS > 20 eru taldir til alvarlegra eða lífshættulegra áverka. Með ISS > 20 voru hér 180 (44.9%), og borið saman við aðra rannsakendur er Goris (13) með 4.7% sjúklinga með ISS > 20, Bull (16) 8.5%, Semmlow og Cone (12) með 10% af öllum slysum og 19% af umferðarslysum einum, Moylan o.fl. (17) með 11% og Copes o.fl. (9) með 13.1% hjá sjúklingum með sljóa áverka, en 18.6% hjá þeim sem höfðu skarpa áverka. í töflu XII er gerður samanburður á fjórum hópum sjúklinga, frá jafnmörgum löndum. Borin er saman heildardánartíðni, dánartíðni þeirra sem voru með ISS < 20 og þeirra sem höfðu fengið ISS > 20. Niðurstöður sýna að dánartíðni þeirra, sem voru minna slasaðir, var lág og lægst hjá Goris 0.1%, en dánartíðni þeirra, sem voru meira slasaðir, var hér 24.4%. Tvær aðrar rannsóknir frá svipuðum tíma (9,13) sýndu aðeins hærri dánartíðni, 28.1% og 38.2%, en rannsókn J.P. Bull (16) sem er gerð á umferðarslysum frá 1961, eða um það bil 20 árum áður, er með mun hærri dánartíðni (50.4%) hjá sjúklingum með ISS > 20, þó að heildardánartíðni í þeirri rannsókn sé aðeins 4.9% (16). Möguleg skýring á þessu gæti verið fólgin í því að framfarir í læknisfræði hafa orðið mjög miklar á síðustu 20-25 árum og því ekki raunhæft að bera saman þessi tvö tímabil, nema til að sýna fram á batnandi árangur meðferðar. í þessari könnun voru 5.5% sjúklinga með ISS > 50, af þeim dóu 16, og þeir sex sem lifðu voru allir yngri en 50 ára. Af þeim sem voru 70 ára og eldri dóu 50% sjúklinganna á ISS- bili 20-29 og 100% þar fyrir ofan. Það leiðir hugann að því sem sumir hafa lagt áherslu á (6,16), að munurinn á þeim yngri og eldri lýsi sér í því að þeir yngri hafi meiri möguleika á að lifa af lífshættulega áverka sem þeir eldri deyi af í mörgum tilfellum, einkum þeir sem eru 70 ára og eldri. Mikið af alvarlegum höfuðáverkum var í könnuninni og átti það drjúgan þátt í dánartíðni, en því hefur verið haldið fram að um 50% þeirra sem deyja af sljóum áverkum deyi af áverkum á heila (13,17). í þessari rannsókn voru heila- og mænuáverkar valdir að dauða 67.4% þeirra sem dóu, en aðrar rannsóknir sýndu 50% (17), 50.1% (19),

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.